fimmtudagur, október 01, 2009

Hristum þetta aðeins upp



Jæja gott fólk. Það hefur verið eins og það hafi ríkt smá lægð yfir mannskapnum hér aðeins síðustu vikurnar. Ekkert þýðir svo sem að væla yfir því heldur skal bara núna láta hendur standa framúr ermum og fara gjöra eitthvað.
sem þetta ritar er með nokkar ófrumlegar hugmyndir í kollinum um að koma einhverjum mannskap saman og brjóta aðeins upp hversdagsleikann. Varla þarf það að koma neinum á óvart að þetta allt tengist laugum á beinan eða óbeinan hátt.
Fyrsta er að skella sér í ökuferð upp á Hellisheiði, þar sem gönguskórnir yrðu síðan aðeins brúkaðir er tölt væri í Reykjadalslaug, baðað sig og síðan rölt aftur í bílinn.
Annað er bara bíltúr austur á Flúðir og þar skellt sér í Hrunalaug. Kannski síðan ís á eftir ef menn eru stillir og prúðir.
Sú þriðja er hjólhestaferð í kringum Reykjavík var sem farið yrði í fjöruna við Seltjarnarnes, nærri Gróttu, þar sem farið væri í fótabað í lítili skál sem þar á víst að leynast.
Fróðlegt væri að sjá hvort einhver sála þarna úti hefði einhvern áhuga að einhverju annaðhvort þá laugardag nú eða sunnudag. Skiptir þá engu þó fólk hafi aðrar hugmyndir því allt má skoða. Verið svo ófeimin við tja ykkur í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!