mánudagur, ágúst 31, 2009

Esjan þver og löng



Litlu krúttlegu Flubbanillarnir hituðu upp fyrir komandi vetur og skelltu sér í létta göngu síðasta laugardag. V.Í.N. átti þarna sína fjóra fulltrúa sem sá til þess að allt færi siðsamlega fram. Það voru

Stebbi Twist
VJ
HT
Krunka

Það var víst Esjan sem var fyrir valinu en hún tekin endilöng að þessu sinni. Þ.e byrjað var á því að fara upp á Móskarðahnjúka, yfir Laufskörð, upp á Hábungu, Kerhólakambur, Smáþúfur og endað við vigtina. Svipuð leið og Litli Stebbalingurinn og Blöndudalur gengu sumarið 2007 nema þá var farið ofan í Blikdal og ekki blés eins mikið. Annars gekk förin bara ágætlega og þetta var fín upphitun fyrir komandi vetur. Annars eru myndir frá deginum hér

Kv
Nillarnir síkátu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!