fimmtudagur, desember 17, 2009

Mörkin?



Einhvern tíma um daginn (sjálfsagt yfir bjórglasi) kom upp sú hugmynd að heilsa nýju ári með því að bregða sér út fyrir bæjarmörkin um eins og næturbil, gista eina nótt, grilla soldið ket og drekka soldinn bjór. Gríðarlega frumleg hugmynd og allt það, og til að toppa frumlegheitin var blessuð Þórsmörkin valin sem áfangastaður. Ojæja, if it ain't broke, why fix it? Spakir menn hafa unnið eilitla forvinnu og komist að því að fullt er í Básum umrædda helgi (2.-3. janúar) en hins vegar laust í Langadal. Vissara er þó að hafa snör handtök ef við viljum láta skjóta yfir okkur skjólshúsi þar, aldrei að vita hvenær fyllist...

Semsagt, bjór, grill og gaman í Mörkinni á nýju ári, viltu vera með? Svör óskast í athugasemdakerfi, eða eftir öðrum viðurkenndum leiðum.

Nemdin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!