mánudagur, júlí 29, 2013

Sumarfrí 2013: Fjórtandi kafli

15.06.13Laugardagurinn 15.06 var orðinn staðreynd og við vöknuðum á tjaldsvæðinu á Kirkjuhvammi á Hvammstanga.Þrátt fyrir að lognið hafi verið á smá hreyfingu skein sól í heiði. Fyrst það var hægt að komast í fríkeypis steypibað þarna var það að sjálfsögðu gjört. Tjaldstæði þetta er alveg hið prýðilegasta, flott þjónustu hús með eldunar-og mataraðstöðu, skjólhús yfir grill, þvottavél og sturta. Svo er náttúrulega stutt í alla þjónustu eins og sundlaug, nýlenduvöruverzln, mjólkurbúð ríksins og bar.
Þegar það var búið að baða sig og pakka niður skelltum við okkur niður að höfn og fengum okkur þar snæðing. Þar sem síðast þegar snædd var á Kaffi Sírop fengum við viðbjóð var það ekki í myndinni en þess í stað fórum við á kaffihúsið Hlaðan. Þar tók Skotta sig til og bræddi þar eina franska snót og má öruggt telja að þar sé nú komið barn undir. En hvað um það. Undirritaður fékk sér hússúpuna og Krunka fiskbollur. Vorum við bæði skínandi ánægð með þennan mat og hægt að mæla með snæðing þar. Er allir svo orðnir mettir var haldið áfram sem leið lá suður á boginn þar sem veik von var um það að einhverjir ætluðu í útilegu í Varmaland. Þegar á vesturlandið var komið þá kom í ljós að engin var á leiðinni í útilegu nema kannski Hubner, sem síðar sló það af, svo það var þá bara ákveðið að skella okkur á Laugarvatn.
Þar vissum við að gildum limum þ.e Hvergerðingnum og Plástradrottingunni sem að sjálfsögu voru með Sunnu með sér. Þar voru líka góð kunningjar hópsins þau Eyþór og Bogga ásamt Katrínu. Bogga hafði einmitt tekið þátt í Gullsprettinum fyrr um daginn. En það átti ekki eftir að ganga áfallalaust fyrir sig að komast á suðurlandið. Er við vorum í Lundareykjadal c.a mitt á milli Brautartungu og Krosslaugar mættum við hrossastoði sem var verið að reka áfram. Svona eins og sönnum góðborgara sæmir stoppuðum við útí kanti og bíðum eftir að stoðinn tölti framhjá. Okkur átti eftir að hefnast fyrir það. Við vorum rétt lögð aftur af stað er eitthvað furðulegt var í gangi og Rex fór að vera með eitthvað pex. Svaraði ekki inngjöf, svo bara dó hann og neitaði alfarið að fara í gang. Rétt eins og oft áður dró maður upp símann og hringdi bara í aldraða foreldra og þau komu á svæðið til að draga okkur í bæinn. Þar sem Rex er nú sjálfskiptur og rafstýrðum millikassi með engum hlutlausum gír þurfti að losa drifsköftin áður hægt var að draga hann. Svo áður en dráttur hófst kom sú hugmynd upp að draga okkur bara á Laugarvatn svo við kæmust í útilegu. Það varð sum sé lendingin að við komum bara í spotta á Laugarvatn enda lætur maður fátt stoppa sig til að komast í góða útilegu.

En hér má skoða myndir frá deginum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!