miðvikudagur, október 30, 2013

Upp og niður



Flöskudagur og kallinn kominn í gírinn. Dagurinn fór bara að meztu í að rölta um miðbæinn, skoða mannlífið ásamt þvi að vera dreginn í hinar ýmsu sjoppur. En hvað um það. Við kíktum líka í sænska ríkið til að taka aðeins út sænska bruggmenningu. Þessir fjórir voru misgóðir en reynt var að kaupa bæði góða og vondan öl.
Kveldið fór svo líka bara í afslöppun, fékk rauðvín í boði Tiltektar-Togga (kemur á óvart), smökkun á local öli og sjónvarpið hjá þeim hjónum tekið út. En Tiltektar-Toggi átti svo móment kveldsins þegar kauði kveikti upp í arninum. Ekki vildi betur til en svo að íbúðið fór að fyllast af reyk, skorsteininn þarf greinilega á sótara að halda. En prýðilegur dagur

Það má skoða myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!