miðvikudagur, júlí 31, 2013

Sumarfrí 2013: Fimmtándi kafli

16.06.2013Messudagurinn 16.06 rann upp og ekki var sól á himni þennan morguninn. Samt var nú varla hægt að kvarta undan veðri þrátt fyrir léttan úða. En hvað um það. Allir voru nú bara rólegir þó svo að Bogga hafi farið og kíkt á þríþrautina sem var þarna í gangi. Það sem helst telst til tíðinda er að við tókum gott rölt um húsaþyrpingu á Laugarvatni undir dyggri leiðsögn Boggu. Íþróttakennarinn tók líka að sér kennslu í að útskýra fyrir okkur línur og annað á hlaupabraut sem þarna er. Stoppuðum við Vígðulaug og virtum ýmislegt þarna fyrir okkur. Það er nefnilega oft gaman að koma sér úr bílnum og skoða bæi fótgangandi þá sér maður oft margt forvitnilegt. En hvað um það.
Þegar leið á daginn var kominn tími að taka saman og síðan bíða eftir gamla settinu til að fá drátt í bæinn. Þarna lauk sumarferðinni 2013 hjá okkur hjónaleysinum og þeirri fyrstu hjá Skottu.

Myndir frá deginum eru hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!