mánudagur, júlí 22, 2013

Sumarfrí 2013: Tólfti kafli

13.06.13Fimmtudagurinn 13.06.13 kom líkt og aðrir dagar og viti menn, það var ekki sól en samt eiginlega ekki hægt að kvarta undan veðrinu. Hefði svo sem engu breytt ef maður kvartar undan veðri en hvað um það. Þennan dag var skroppið í smá bíltúr og var ekið Út-Kinn. Þar var bara keyrt und vegurinn endaði og síðan snúið við. Engu að síður var gaman að skrölta þetta. Maður sá þarna fullt af fossum sem voru í fjallshlíðinni þarna örugglega flestir tilkomnir vegna leysinga. Svo sá maður Flatey úr fjarska, Húsavík frá nýju sjónarhorni sem Húsavíkurfjall. En svo var komið að rúsinunni en það er Fellsskógur í Kinn. Um það skóg hafði ég ekki hugmynd um áður ákveðið var að fara í bústað í Aðaldal og maður fór að kynna sér næzta nágrenni. Reyndar er ekki hægt að komast þarna nema á jeppa og er það bara vel. Svo ókum við slóðan þarna í gegn og eins gott að við þurftum ekki mæta neinum en töff var þetta. Fengum okkur svo síðdegishressingu þarna í einhverju rjóðri sem við fundum bara þarna. Gaman að því.
Dagurinn endaði svo með að skella sér á Húsavík og mat hjá sjálfum Völla Snæ þar sem Þóra í Stundinni okkar þjónaði oss til borðs.

Nenni einhver að skoða myndir frá deginum má gjöra slíkt hér 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!