miðvikudagur, ágúst 28, 2013

Menningarbústaður



Eins og kom fram hér hafði litla fjölskyldan áhuga að gjöra sér ferð burt úr bænum um síðustu helgi. Rétt eins og svo oft áður voru engin viðbrögð við auglýsingunni fyrir utan smá spjall við Brabrasoninn.
Við vissum af Hvergerðingnum og Plástradrottningunni ásamt Sunnu í gamla stöðvarstjórahúsinu við Laxárvirkjun og að þeirri dvöl myndi ljúka á flöskudeginum. Því settum við okkur í sambönd við þau til kanna hvort að þau ætlu að eitthvað útilegast á leið sinni til borg óttans. Þar tjáði Hvergerðingurinn oss það að þau væru að spá í bústað þessa helgi á heimför sinni. 
Það var svo á Þórsdag sem Hvergerðingurinn símaði í Litla Stebbalinginn og tjáði honum að þau væru komin með bústað í Varmahlíð frá flöskudegi til mánudags. Slíkt hentaði ansi vel því ekki þurfti Litli Stebbalingurinn að vera mættur til vinnu á dýrðardeginum mánudegi fyrr en kl:1800 þar sem maður átti kveldvakt. Það var því ákveðið að skella sér í hrossaræktarhéraðið Skagafjörð og mun ferðasagan birtast hér á síðum lýðnetsins næztu daga

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!