þriðjudagur, september 03, 2013

Mennngarbústaður: Suður í sælunaEftir hefðbundin morgunstörf þ.e var hafist handa við að smúla bústaðinn hátt og lágt. Held að það hafi bara tekist með ágætum. Það var svo um hádegisbil er sjálfrennireiðireiðum var startað og fljótlega ekið af stað. Þegar rúllað var niður af Vatnsskarðinu tókum við fljótlega vinstri beygju og vippuðum okkar af þjóðveg1. Það var nefnilega ætlunin að skrölta Svínvetningabraut og þurfa því ekki að keyra í gegnum Blönduós. Okkur tókst að allstaðar að taka réttar beygjur og enduðum því aftur á þjóðvegi 1 rétt við Stóru Giljá. Þetta er svo sem ágætasta leið og gaman að breyta öðru hverju til. Vonandi bara að einhvern tíma hafi maður tíma til að skoða sig þarna aðeins um. En hvað um það. Er á malbikið var komið aftur tók bara við steindauður þjóðvegakstur. Það var svo hvergi stoppað fyrr en í Borgarnesi og tilefni þess að það var kominn mánudagur skellti maður sér á steikarsamloku enda sú með nautakjeti á.

En alla vega þá eru myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!