sunnudagur, desember 01, 2013

Étið á sig gat

                                    


Fyrir rétt svo rúmlega viku síðan var haldin næztum því árlega Matarveizla mikla. En ekki er svo ætlunin hér að fara djúpt í þá helgi annað en segja bara takk fyrir mig

En eitt er þó sem skal segja örlítið frá. Við litla fjölskyldan nýttum okkur það að vera á staðnum og það líka að þarna rétt hjá er eitt smáfell. Á þetta smáfell var stefnan sett á, nú kann margur að smyrja sig hvaða smáfell er verið að tala um en það var Miðfellsmúli. Við þrjú röltum þarna upp með Skottu í burðarpokanum hennar Katrínar. Þetta var frekar létt ganga á annars ágættis fell amk fengum við hið prýðilegasta útsýni þar sem Botnsúlur báru af. En svo sem fátt annað markvert gjörðist þarna og hafi einhver áhuga á myndum má skoða þær hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!