miðvikudagur, október 23, 2013

Fyrirmyndarríkið SvíþjóðVikuna 14-20. október s.l skrapp litla Twist fjölskyldan í Svíareisu. Þar sem megin tilgangurinn var tvíþættur annars vegar að heimsækja skyldfólk Krunku og Skottu sem og að heilza upp á sendaherrahjónin í Svíþjóð þau Tiltektar-Togga og dr.Dillu.
Það var sum sé mánudaginn (bezta dag vikunnar) sem við rifum okkur á fætur fyrir allar aldir og heldum sem leið lá í Sandgerðishrepp. Sveitakráin þar klikkar aldrei. Allt var svo sem klassíkst og Skotta stóð sig vel í sínu fyrsta millilandaflugi og ekki var verra að við fengum heila sætaröð fyrir okkur. Þegar til draumaríkisins va komið tók við rúmlega klst. lestarferð til Gavle, (mikið eru lestir leiðinlegur ferðamáti amk mv króna per km). Í Gavle tók ömmusystir Skottu á móti okkur og við röltum svo í ca 10 min til dvalarstað okkar næztu daga. Við tók svo bara afslöppun enda flestir syfjaðir eftir ferðalagir.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!