þriðjudagur, október 29, 2013
Í annað póstnúmer
Fimmtudaginn var kominn tími að yfirgefa Gavle og halda suður á boginn þar sem megin tilgangurinn var að heimsækja sendiherrahjón V.Í.N. í Svíþjóð. Þar er auðvitað verið að tala um heiðurshjónin Tiltektar-Togga og Dr. Dillu. En fram eftir degi tókum við því rólega í Gavle, áður en haldið var að lestarstöðinni síðla dags.
Eftir ca 1 klst hang í lest komum við til Uppsala þar sem við skunduðum út úr lestinni. Ekki vildi svo vel til að við tókum vitlausa beygju en áttuðum okkur fljótlega á því. Þökk sé google map þá komumst við loks á Freygsvej öll heil á höldnu þrátt fyrir rigningu. Þar tóku þau höfðinglega á móti oss og beið okkar kveldmatur. Megi þau hafa þakkir fyrir það. Kvöldið fór svo bara í spjall og segja kjaftasögur.
Reyndar voru ekki margar myndir teknar þennan daginn en einhverjar þó og þær má skoða hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!