föstudagur, ágúst 30, 2013

Menningarbústaður: Vígslubiskup á Hólum



Laugardagurinn rann upp og úti var veður vott. Þá var bara ágætt að taka því rólega. Þegar prinsessurnar í bústaðnum höfðu tekið lúrinn sinn var lagt í smá bíltúr. Það var byrjað á því að skreppa á Sauðuppúrkrók eða Sheepriverhook eins og það leggst út á engilsaxnesku. Auðvitað var byrjað á pílagrímsferð í Kaupfélag Skagfirðinga og sem er vinnuveitandi Geirmundar Valtýrssonar. Þvílík gullnáma sem þessi búð er. Allt frá bollasúpum upp í frystikistur. Amk allt það sem við gleymdum því var reddað þarna. Klárt mál að þarna þarf maður að verzla þegar maður á ferð um heztahéraðið
En hvað um það. Eftir þetta rúlluðum við heim að Hólum í Hjaltadal. Þar lögðum við bílunum á tjaldstæðinu, sem var algjörlega tómt, og tókum fram hjólheztana sem og hjólavagnana og fórum í stutta hjólaferð um svæðið. Kíktum á Auðunarstofu, komust að því að Bjórsetrið á Hólum er opið á flöskudögum milli 21-01. Eitthvað sem þarf klárlega að kanna síðar. Snætt nezti við Nýja bæ og síðan bara hjólað til baka að bílnunum. Þarna var bara tími til kominn að dóla sér til baka í hús og fara að huga að öxuldregnu rolluafturháingunni. Að vísu var komið við á Króknum til að freista gæfunnar og lotta eins það heitir víst.
Óhætt er að fullyrða að matseld hafi tekist vel enda ekki von á öðru þegar maður er með Plástradrottinguna í eldhúsinu þann mikla meiztara kokk. Að vísu sá karlpenningurinn um Landmanninn og það sem á honum var. Allur var maturinn góður sem og eftirrétturinn sem aðallega stóð af aðalbláberjum og bláber, með rjóma eitthvað sem klikkar ekki. Svo tók bara spjall, bjór og potturinn við.

Ef einhver nennir og hefur áhuga má skoða myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!