sunnudagur, ágúst 04, 2013

Mjór er mikils vísi



Rétt eins og auglýst var hér þá langaði Litla Stebbalingnum eitthvað aðeins að sprikla nú síðasta miðvikudag. Líkt og oft áður þá létu viðbrögð á sér standa og endaði bara með því að við Litla fjölskyldan brugðum okkur í litla fjallgöngu. Þá fyrstu sem Skotta fór með í, m.v viðbrögðið hjá þeirri stuttu þá var þetta ekki hennar síðasta fjallganga því hún brosti bara meira og minna allan tímann þó aðallega á uppleiðinni.
Það var nú ekki alveg ráðist á garðinn þar sem hann er hæðstur og eitt lítið smá fell varð fyrir valinu. Þetta var víst Arnarfell við Krýsuvík. Fínt fyrir alla leiðangursmenn að fara sér hægt eftir smá fjallgönguhlé. Ekki er beint hægt að segja að þetta sé erfitt fjall en fjölskylduvænt. Vart þarf að koma á óvart að það var rok á Reykjanesinu eins og oft áður. Útsýni af toppnum var hið sæmilegasta en það er alveg hægt að mæla með rölti þarna upp vilji fólk auðvelt fjall. Á baka leiðinni tókum við lengri leiðina og fórum í gegnum Grindavík.

En alla vega þá eru myndir frá göngunni hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!