miðvikudagur, september 25, 2013

Brekkubústaður-LaugardagurÞað kom nú fáum á óvart að laugardagrinn skyldi koma að morgni. Eitthvað lágu skýin lægra en spár höfðu sagt til um og skýjað var á toppi Efstadalsfjall. Þó svo að ætlunin hafi kannksi ekki verið að ganga á það þennan dag, enda hvorki á jeppa né með fjallahjólið meðferðis. Litla Stebbalingnum fékk þá flugu í hausinn að ganga upp á Efstadalsfjall einn daginn. Hjóla svo niður í Miðdal og þaðan Kóngsveg í pottinn í bústað. Ekki amalegt það.
Við höfðum sett stefnuna á helgasta stað landsins þ.e. Þingvelli og rölta þar upp á Miðfell, sem er einmitt fjórða fell Skottu. Gaman að því. Á leiðinni yfir þurftum við að renna við í Mínus (eins og Snorri hinn aldni perri kallar búlluna) á Laugarvatni. Gangan upp á Miðfell gekk bara vel enda auðvelt fjall/fell sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum sé áhugi fyrir slíku. Öll þrjú náðum toppnum og var útsýni þaðan alveg hið prýðilegasta og nutum við haustlitana þaðan. Þegar niður var komið var lengri leiðin tekin heim enda Skotta fljót að sofna og vildum við leyfa henni bara að lúlla þarna. Líkt og kveldið áður kíktum við á tvö tjaldstæði, bæði við Reykholt/Aratungu og við Faxa. Tjaldsvæðið við Reykholt virðist vera hið prýðilegasta og öll aðstaða til fyrirmyndar þar, sundlaug, leiktæki og kaffihús/bar við höndina ásamt einhverju heimaræktuðu grænfóðri fyrir áhugasama. Tjaldsvæðið við Faxa er svo heldur berangurslegra en er við nokkuð nettan foss og þar væri örugglega hægt að renna fyrir lax á spún eða maðk. Svo er auðvitað hægt að taka flotta hjólhestahring þarna út frá báðum þessum stöðum. En hvað um það. Þarna var svo Skotta vöknuð svo við ökum bara í bústaðinn enda beið okkur þar potturinn.
Eftir pottaferð var svo farið að huga að matseld og klikkaði nautakjetið frá Matta Skratta ekki frekar en fyrri daginn. Svo var auðvitað eftirréttur Royal súkkulaðibúðingur að sjálfsögðu með rjóma. Kveldið fór svo bara í sjónvarpsgláp Indina Jones í ég veit ekki hvaða skipti en gaman að því samt. Svo var bara farið einhvern tíma að sofa eftir góða afslöppun

En vilji einhver sjá hvernig dagurinn fór fram má gjöra það hér

2 ummæli:

  1. hvaða svaka kjöt er þetta ??

    SvaraEyða
  2. Nauta ribeye ala Matti Skratti. Þvílíkt sælgæti ef það má orða það svo. Þetta fær mitt atkvæði fyrir matarveizluna miklu

    http://www.kjotsmidjan.is/index.php?option=com_content&view=article&id=6:steikar-tilboe&catid=2:frettir

    SvaraEyða

Talið!