þriðjudagur, júlí 30, 2013

Hjólað í baðFyrir sléttri viku eða nákvæmlega síðsta þriðjudag gaukaði Maggi Móses því að Litla Stebbalingnum að hann og Bergmann væru með þá flugu í höfðinu að hjóla í Reykjadal þá um kveldið enda Bergmann æstur að prufa nýja hjólheztinn sinn í smá action. Þessu höfðinglega boði var tekið og um kveldmatarleyti voru fjórir drengir sem lögðu í hann á tveimur sjálfrennireiðum en þetta voru:

Maggi á móti á sínum Gary Fisher
Stebbi Twist á Cube

og sá Sindy um að koma þeim og hjólheztum á Hellisheiði

Bergmann á nýja Merida hjólheztinum sínum
Litli Bergmann á Trek

síðan sá Gullvagninn að koma þeim á áfangastað.


Við lögðum síðan Gullvagninum í Hveragerði en Sindy við afleggjarann á Hellisheiði.
Síðan var bara stígið á sveif fyrst bara á veginum en síðan beygðum við af honum og þá tók drulla við. Bara gaman að því. Svona eins og lög gjöra ráð fyrir þá þurfti eitthvað að teyma hjólin en öllum tókst að skila sér niður í Reykjadal þar sem örtröðin við lækinn beið manns. En okkur tókst nú að finna lausan blett og skelltum okkur þar í bað. Eftir skrúbb var ekkert annað í stöðunni en að setjast á hnakkinn og stíga á sveif niður í Verahvergi. Ekki var nú minni drulla þar og tóku sumir faceplant á leiðinni en bara til að hafa gaman af því. Allir skiluðu sér svo niður misdrullugir en það var svo hægt að smúla bæði fólk og fáka er til byggða var komið. Allir voru svo sáttir við afrek kveldsins þó svo að ekkert nýtt né frumlegt hafi verið við þetta þá var þetta samt skemmtilegt

En það má svo skoða myndir frá kveldinu hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!