miðvikudagur, ágúst 14, 2013

Fjallahjólabak



Nú um síðustu helgi blés FBSR til hjólheztaferðar. Tveir gildir limir V.Í.N. heldu í þessa för en það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn

Svo var Haukur Eggerts (íslandsmeiztari í að tapa fyrir MR í Gettu Betur) sem er örugglega einhverjum kunnugur og svo var líka þarna Óskar einn sem hafði verið í fjallaskíðaferð með VJ á Tröllaskaga í fyrra. Svo er gaman að segja frá því að einn þarna sem heitir Birgir kom með í fyrstu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarferð það herrans ár 1995. En nóg um ættfræði

Það var haldið úr bænum á flöskudagskveldi, komið við í Hnakkaville í Krónunni og KFC, þar sem Halli Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni, var ekki með í för þá henti enginn debitkortinu sínu. Síðan var bara ekið sem leið lá upp í skálann við Sveinstind. Þar sem þanngað var ekki komið fyrr seint um nótt var bara kastað sér til svefns í skálanum og sofið vært.

Svo um 10 leytið á laugardagsmorgun var stígið á sveif með stefnuna á Skælinga. En það voru 6 garpar og einn bílstjóri sem lögðu þarna í´ann. Gaman að því að hjólheztategundunum var bróðurlega skipt en það voru:

2.stk af Wheeler
2.stk af Trek
2.stk af Cube

Gaman að því.

Að Skælingum var misjafn hvort við hjóluðum eða gengjum með hjólin á öxlinni. Það er samt óhætt að fullyrða að þetta sé mögnuð leið og geggjað landslagið þarna. Er við komum úr gili við Biðill var loks hægt að hjóla meira en að lappa. Rétt áður en við komum að skálanum við Skælinga tók einn ansi góða byltu og heldum við bara að ferðinni væri lokið. En svo reyndist ekki vera. Hjólreiðamaðurinn reif bolinn sinn og sprengdi bæði að framan og aftan. En bílstjórinn fór svo á móti honum og tók hann upp og skellti hjólheztinum á pallinn við hliðina á hinu líkinu. En það hafði ein afvelta kind fengið far með Sexunni inní Hjólaskjól. Góð matarpása var tekin í Skælingum ásamt því að græja hjólið han Bigga og hlúa að honum en hann helt svo bara ótrauður áfram.
Áfram var svo stígið á sveif unz komið var í Hólaskjól en þar losuðum við okkur við líkið og heldum svo áfram inní Álftavötn. Leiðin á milli Hjólaskjóls og Álftavatna var án efa skemmtilegasti hluti þessara dagleiðar. Er komið var í náttstað við Álftavatn voru reistar tjaldbúðir og rolluafturhásingar gerðar klárar fyrir eldun. Mikið var nú maturinn ljúfur og gott að skríða ofan í poka eftir góðan dag á fjöllum.

Það var svo risið úr rekkju á messudagsmorgun í sól og blíðu. Eftir að hefðbundnum morgunverkur lauk var lítið annað að gjöra en setjast á hnakk og hjóla áleiðis í Hólmsárbotna þar sem Strútslaug beið okkar. Ekki var sú leið síðri en sú sem við fórum á laugardeginum en kosturinn reyndar sá að þar var hægt að hjóla meira. Það var svo ansi ljúft að komast í laugina þrátt fyrir að hún verið í heitara lagi en lærin höfðu gott að því. Eftir að hafa baðað sig beið okkar afgangurinn af lærinu við Strútsskála. Sömuleiðis var kærkomið að komast í þurra sokka en hvað um það. Næzt lá leið oss yfir í Hundadal og það var puð að hjóla sandinn þar áður en við komust á veginn. Þar lenti Óskar í smá vandræðum með fákinn sinn en eftir stutta viðgerðarpásu komst hann í lag og hægt var að halda áfram. Við vorum svo ekki búnir að hjóla lengi í átt að Hvanngili þegar FBSR 6 kom á móti til að pikka okkur upp. Þá hófst mikið púzluspil að koma öllum fyrir en það verður ekki farið út í þá sálma hér

Ætla ekkert að hafa þetta lengra og láta bara myndir tala sínu máli hér

Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!