fimmtudagur, júlí 25, 2013

Sumarfrí 2013: Þrettandi kafli

14.06.13



Flöskudagurinn 14.06.13 rann upp og kemur varla á óvart að það skein sól í heiði. Þarna var dagurinn tekinn heldur snemma því á hádegi þurftum við að skila af okkur kofanum. Einhvern tíma áður klukkan sló hádegi var ekið á brott og næzta stopp var Agureyrish. Þar var notið þess að fá sér síðdegis hressingu. Svo lá leiðin á Tröllaskaga þar ætlunin var að heilza upp á æskuvin og óðalsbónda í Fljótunum. Það sem eina athyglisvert var á leiðinni var það að í Héðinsfirði var botnslónið ísilagt.
Er við komum í sveitasæluna var kauði að taka á móti laxaseiðum og fylgdumst við bara með því. Svo var bara hinn íslenski siður að bjóða gestum upp á kaffi og var það vel þegið yfir spjalli. Einhverntíma var svo kominn tími á halda suður á boginn. Þarna var ætlunin að skrölta alla leið í Varmaland í Borgarfirði því einhverjar sögusagnir voru þess efnis að þar ætlaði jafnvel fólk innan V.Í.N. að tjalda í sumarútilegunni. Þetta var jú löng helgi. En þegar í Húnavatnssýzlu var komið og eftir að hafa símað í Magga á móti var niðurstaðan að renna bara á Hvammstanga og tjalda þar. Sem og var gjört. Þarna var komið að stóru stundinni þ.e að fara með Skottu í sína fyrstu tjaldferð. Er á Hvammstanga var komið var rúllað upp á tjaldsvæði og kom það þægilega á óvart hvað það leit vel út. Flott þjónustuhús þarna og flest önnur aðstaða til fyrirmyndar.
En það sem öllu skipti þarna máli var hvernig Skotta myndi taka þessu öllu. Líkt og gamla fólkið sitt þá tók hún þessu öllu saman með hinu mezta jafnargeði og gekk bara eins og bezt verður á kosið með svona smáfólk.

En hvað um þá er bezt að láta myndir tala sínu máli frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!