þriðjudagur, september 24, 2013

Brekkubústaður-flöskudagur




Nú um síðastliðnu helgi fórum við Twistfjölskyldan í afslöppun í bústað í Brekkuskóg. Kannski nú ekki beint ætlunin að lýsa því hér hvernig við höfðum það en kannski að segja aðeins frá því litla sem við gjörðum í von um að gefa kannski fólki einhverjar hugmyndir um ferðaval í ókominni framtíð.

Við rúlluðum úr bænum í eftirmiðdegi föstudags og aldrei þessu vant þá var ekið yfir Hellisheiði. Suðurlandið tók ágætlega á móti okkur og þar sem Skotta var sofandi var bara tekið lengri leiðin í Brekkuskóg og hugsanleg tjaldstæða næzta eða þar næzta sumars skoðuð. Maður er alltaf að leita að einhverju nýju og með hugan við áhugamálin. En alla vega þá kíktum við aðeins á tjaldsvæðið við Brautarholt og lofar það góðu. Ekki er svo verra að það er sundlaug í bakgarðinum. Þar mætti taka hjólatúr nú eða skreppa á Vörðufell. Svo lá leiðin í gegnum Laugarás en þar einhverstaðar rumskaði Skotta svo ekið var bara upp í Brekkuskóg framhjá Syðri Reykjum, þar er einmitt hjólahringur sem hægt væri að taka einn góðan veðurdag. Svo var bara komið í bústað og þar hófst þetta venjubundna bera dótið inn, koma sér fyrir, láta renna í pottinn og malla síðan flatböku. Kveldið var svo ekki merkilegt en það fór að meztu leyti í sjónvarpsgláp en upp úr miðnætti var potturinn ljúfur og ekki skemmdi stjörnuhimininn fyrir

En alla vega þá má skoða nokkrar myndir frá kveldinu hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!