laugardagur, ágúst 31, 2013

Menningabústaður: Vaknað upp í VarmahlíðÞað var vaknað upp á messudegi í Varmahlíð og viti menn úti var suddi. En  hvað um það. Við létum það nú ekkert stöðva okkur frá því að taka má sightseening um Varmahlíð á hjólheztunum. Við byrjuðum að skoða tjaldstæðið í Varmahlíð og er það nokkuð lesbískt. Við höfum reyndar mátað það og getum alveg mælt með því. Svo fórum við smá strumpaleið og komum niður hjá Miðgarði, alltaf með hjólheztavagnana í eftirdrægi. Svo hjóluð um við þessar örfáu götur sem eru þarna í þorpinu. Samt alveg merkilegt hvað maður kynnist svona  krummaskurðum upp á nýtt þegar maður stígur út úr bílnum og annað hvort gengur um eða hjólar svona bæi og þorp. Ýmislegt sem kemur á óvart. Þarna í miðri húsþyrpingunni er þétt rjóður og inní því miðju er lundur með bekk. Tilvalin staður til að stanza á og fá sér nezti þegar maður er á ferðinni þarna í gegn. Svo hjóluðum við bara aftur upp í bústað og fórum að undirbúa síðdegiskaffi. Seinnipartin lét svo gamla settið hennar Krunku sjá sig og var aðeins fram yfir kveldmat. Í kveldmat var svo skíthopparaþema þ.e læri og bringur. Skyr, rjómi og ber í eftirrétt. Kveldið var svo frekar hefðbundið. Spjall, öl og potturinn.

Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!