miðvikudagur, október 09, 2013

Agureyrish haustVið hjónaleysin ásamt Skottu skruppum nú um síðustu helgi norður til Agureyrish. Fátt svo sem um það að segja. Áttum stuttan fund með sendiherrahjónunum, kíkti upp í Hlíðarfjall og síðan bara haft það notalegt þarna. En það er farið að hausta þarna og rúmlega það. Eitthvað lítið snjóaði þarna aðfararnótt laugardags og er það vel. Smá föl komin í Hlíðarfjall ásamt sköflunum sem aldrei hafa horfið þar síðan síðasta vetur. En það er vonandi stutt í opnun þar ásamt því að snjór fari að safnast þarna í fjöllunum og kannski að maður komist þar á fjallaskíði. En hvað um það

Nenni einhver að skoða myndir frá helginni má gjöra það hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!