þriðjudagur, september 10, 2013

Hjónavígsla og réttirNú um síðustu helgi heldum við litla fjölskyldan vestur í Laxárdal til þess að skunda þar í réttir og aðallega skella okkur í tvöfalt brúðhlaup. Við ákváðum það að nýta ferðina í leiðinni og skunda á einn hól í leiðinni og ku sá hól heita víst Sauðafell. Er við komum að Sauðafelli renndum við í hlað þar á samnefndum bæ til spyrjast fyrir um leyfi til að rölta á bæjarfjallið í gegnum landareignina. Var það leyfi auðsótt og í kaupbæti fengum við líka kaffisopa. En þess má geta að þarna er ættargrafreitur Krunku. En að hólaröltinu. Við gengum þarna upp á það sem við höldum að hafi verið toppurinn og gekk það bara aldeilis sérdeilis prýðilega og hafði Skotta það að toppa sinn þriðja hól. Svo var bara brokað niður og að þessu sinni fylgdum við vegslóða sem gaf manni hugmynd með hjólatúr einn góðan veðurdag. Er niður var komið kíktum við aðeins á ættargrafreit Krunku og Skottu á þar hina ýmsu forfeður þó mezt langa, langa og jafnvel langa, langa, langa eitthvað. Svo lá bara leiðin í Laxárdalinn og lítið meira action.
Á laugardeginum var svo réttað. Þetta var mjög svo lítil rétt svona m.v það sem maður er vanur að sjá í Skaftárrétt en líkt og ekki sætasta stelpan á ballinu þá gerði hún sitt gagn. Þarna var meira að segja líka fræga fólkið og Fóstbróðir. Þegar búið var að draga í dilka var bara haldið í bæ og gjört klárt fyrir kveldið skellt sér í steypibað og svoleiðis áður en haldið var í sveitakirkjuna íklæddur gallabrókum og lopapeysu.. Við tókum styttri leiðina þangað og þar fékk maður hugmynd að hjólahring einn daginn þegar maður verður í sveitinni. Bæði settin af tilvonandi brúðhjónum komu svo ríðandi til og frá athöfn sem var bara óhátíðleg og laus við öll formlegheit. Síðan var bara partý um kveldið með fiskisúpu, grilli og bjór. Að vísu reyndi Kári kallinn að setja sitt strik í reikninginn með reyna að feykja samkomutjaldinu út í Hrútafjörð og endaði með því að grillað var inni heztakerru og því miður fengum við ekki folaldakjet. En hvað um það. Fyrirtak engu að síður

Nenni einhver að skoða myndir frá helginni má gjöra það hér (það eru fáar brúðkaupsmyndir þarna)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!