föstudagur, ágúst 02, 2013

Kleppur eða Járnsreykir
Rétt eins og hér kom fram stóð hugurinn að skreppa eitthvurt um síðustu helgi. Að lokum varð niðurstaðan að kýla á tjaldstæðið Hverinn við Kleppjárnsreyki. Það má segja að þar hafi verið áætlega margt um manninn amk fyrri nóttína en þar voru:


á Rexá Sindy með Ken í eftirdragi

Hrönn
Ylfa Karen
Styrmir Snær


Síðan var þarna líka Reynir Hubner og fjölskylda ásamt einhverju vinafólki sínu. Þau öll að vísu pökkuðu saman á laugardeginum og fóru bara heim.

Við hinar þrjár fjölskyldurnar tjölduðum í góðum hnapp og höfðum það bara gaman. Það má taka það strax fram að alls ekki mikið var rætt þarna um Flugbjörgunarsveitina eiginlega bara ekki neitt.
Við sátum bara fram eftir kveldi og spjölluðum drukkum aðeins öl og tókum myndir.

Úff, þvílík blíða og hiti á laugardeginum. Þurftum um tíma að flyja inní fortjald hjá Bubba og Hrönn til að komast úr sólinni. Ekki oft sem það gjörist hér á klakanum. Við tókum svo léttan og rólegan göngutúr þar sem við ma virtum fyrir okkur 2.stk Land Rover, ekki annað í boði þegar Bubbi er með, kíktum á einhvern grænfóðursmarkað og stóran hver sem þarna er. Svo fékk unga kynslóðin að taka út leikvöllinn við skólann líka. Eftir að göngutúrnum lauk var nánast komið að hádegismat svo pullum var skellt á grillið.
Eftir að allir voru orðnir mettir var ákveðið að kíkja aðeins á rúntinn. Byrjuðum að skoða Deildartunguhver (ekkert frumlegt né nýtt) en svo var komið að trompinu. Bubbi vissum einhvern hver sem kemur upp úr Reykjadalsá og við vorum komin með leiðarlýsingu að honum. Ekki vildi nú betur til að við fundum ekki hvar átti að beygja niður að á til að skoða þetta náttúruundur.  sem einfaldlega kallast Árhver. Við renndum því að einum bæ þarna til að spyrjast fyrir. Þá var okkur bara bent að fara í gegnum landið hjá þeim og alveg niður að hver. Áttum bara að láta brauðið hanz vera því það væri ennþá í ofninum. Mikið heiðursfólk þar á bæ. Við ókum svo sem leið lá niður á árbakka. Við strákarnir óðum svo ánna til að sjá hverinn betur og bara bezt að láta myndir tala sínu máli. Eftir þessa skoðun var næzt á dagskrá sund í þessari annars ágætu sveitasundlaug sem þarna er. Svo var bara komið að því að elda sér og sínum kveldmat. Börnin voru svo ansi dugleg í sykurpúðunum sem eftirrétt. Eftir mat var bara áfram setið nú eða staðið, spjallað, sötrað öl og teknar myndir.

Það var svo tæplega 06 á messudagsmorgni sem maður vaknaði við ægilegar drunur en úti var bara einfaldlega þrumur og eldingar. Þær gengu nú yfir en í kjölfarið kom góð rigning. Er flestir voru að skríða á fætur var hætt að yrja úr lofti og einhverju síðar brast á með brakandi þurrki. Það vel og lengi að hægt var að þerra tjöld og sundfatnað. Meðan var bara slappað af og notið þess að vera í helgarfríi. Það var svo rétt fyrir síðdegisskúri að pakkað niður og svo bara dólað í bæinn. Maggi&Co voru svo áfram enda stefndu þau í áframhaldandi ferðalag.

En alla vega þá má skoða myndir frá helginni hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!