mánudagur, nóvember 11, 2013

Sumarið framundan



Þrátt fyrir að árið 2013 sé ekki einu sinni búið og langt, samt ekki svo, í næzta sumar langar mig að koma niður nokkrum hugrenningum.
Langar bara að kanna hvort það sé einhver stemning fyrir því að samstilla sumarfríin hjá gildum V.Í.N.-limum næzta sumar amk að einhverju leyti. Veit að einhverjir kunna að þurfa taka sitt frí á einhverju ákveðnu tímabili og ekki víst að það henti öllum. En allt byrjar þetta á því að skoða málin. Alla vega þætti Litla Stebbalingnum það áhugaverður kostur að geta smalað saman gildum limum í V.Í.N. í góðan 7-10 daga sumartúr sumarið 2014. Kem örugglega til með að minna á þetta þegar fer að líða að því að fólk þurfi að ákveða sumarfríið sitt. Amk er þessu hér með kastað fram

3 ummæli:

  1. spennandi, við erum í fríi í júlí. Leikskólinn er ekki búinn að gefa út nákvæmlega.

    kv.
    Maggi

    SvaraEyða
  2. Kúl, við skulum hafa þetta bakvið eyrað og stefnum á góðan túr. Þar sem góða veðrið verður

    SvaraEyða
  3. Skilst að verðandi dagmamma Skottu fari í frí í júlí og verði fram yfir verzlunarmannahelgi svo við verðum víst þá líka í fríi í Júlí

    Kv
    Stebbi og stelpurnar

    SvaraEyða

Talið!