fimmtudagur, október 31, 2013
Í útjaðri bæjarinns
Laugardagur til lukku. Dagurinn byrjaði á því að gjöra sér ferð í nýlenduvöruverzlun þar sem ma verzlað var í kveldmatinn og fyrir valinu varð Bessastaðasteik. Auk þess fékk Jóhann laugardagsnammið sitt. Næzt tókum við út sænskan róluvöll. Spurning þar hvort börnin eða hinir fullorðnu skemmtu sér betur þar. Nú við höfðum hug á því að kíkja í búð þennan dag sem staðsett var og er væntanlega í útjaðri Uppsala. Þau heiðurshjón buðust til þess að lána okkur hjólhezta sína sem og hjólakittið fyrir torfærukerruna.
Enn og aftur komst maður að því hvað hjól eru mikil snilldarferðamáti. Þarna hjóluðum við meðfram ánni og gat fylgst með og skoðað það sem var í kring. Þetta er jú gamal og flottur bær. Ekki tókst okkur að rata beint á XXL en það hafðist. Þar fékk Skotta sína fyrstu alvöru útiskó. Svo var bara komið að því að hjóla til baka. Við fórum ekki alveg sömuleið en í sömu átt. Þá fórum við framhjá flestum bílaumboðum bæjarins og svo þegar í bæjarkjarnann var komið hjóluðum við hinum megin við ána m.v hina leiðina. En samt nokkuð ljóst að þegar maður heimsækir sendiherrahjónin næzt verður það að vorlagi eða síðla sumars. Flottir almenningsgarðar þarna sem gaman væri að skoða betur þegar það viðrar til þess.
Kveldið var bara eins og hin fyrri. Góður matur og gott spjall
Myndir frá deginum má skoða hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!