föstudagur, júlí 26, 2013
Halló þarna Agureyrish
Kannski svona á mörkunum að eftirfarandi frásögn eigi við hér á lýðnetinu þar sem þetta var eiginlega einkaferð meira en opinber V.Í.N.-ferð
Miðvikudag í síðustu viku skellti litla fjölskyldan sér í stutta ferð í höfuðstað norðlendingafjórðungs. En þannig var mál með ávexti að Litli Stebbalingurinn var í vaktafríi og Krunka auðvitað í fæðingarorlofi svo við hoppuðum bara í flugvél seinnipart miðvikudags og flugum norður yfir heiðar. Sumarið tók þar svo sem á móti okkur og þetta kveldið var bara afsleppi hjá gamla settinu hennar Krunku.
Á fimmtudag var svo ætlunin að fara inn að Hrafnagil í hálfgjörða pílagrímsferð og skella sér á ís í Vín. En ekki alveg var það ferð til fjárs því Vín-skálinn er bara búinn að loka. Svo jólahúsið varð bara að duga en kíktum svo á mannmerðina sem hafði ,,tjaldað" við Hrafnagil því þar voru aðallega húsbílar, hjólhýsi og fellihýsi. Reyndar tókum við líka lengri leiðina inní fjörð í gegnum Kjarnaskóg en þar var margt um manninn. Síðan var líka lengri leiðin tekin aftur á eyrina þ.e í gegnum Eyjafjörðinn og renndum svo á kaffihúsið í Lystigarðinum þar sem við nutum veitinga í góða veðrinu meðan sú stutta svaf. Kveldið fór svo bara í að gera sem minnst.
Svo kom upp flöskudagur en þá átti sá sem þetta ritar að fara vinna um kveldið svo það var því brottför um síðdegiskaffibil. En áður en Agureyrin var kvödd var heilzað upp á sendiherra V.Í.N. í þessum landshluta en auðvitað er þar verið að tala um Snorra hin aldna perra. Eftir stuttan stanz hjá honum var lítið annað að gjöra en að koma sér suður þar sem kveldvaktin beið manns
En hafi einhver áhuga þá má skoða myndir hérna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!