fimmtudagur, september 12, 2013

Sumarfrí 2013: EftirmáliLíkt og dyggir lesendur muna kom út ýtarleg ferðasaga sumarfríi oss litlu fjölskyldunnar. Þetta var alveg prýðilegasta frí. Litli Stebbalingurinn er amk ekki ennþá sannfærður um að vika í bústað sé góð ráðstöfun á sumarfríi, þó svo að Aðaldalurinn hafi verið prýðilegur en hvað um það. En allavega þá tókst okkur að skoða ýmislegt og koma á nýja staði. Það er amk von þess sem þetta ritar að ferðasagan hafi gefið einhverjum hugmyndir um hvað má skoða í Þingeyjarsýzlum. En það er um gjöra að deila ferðasögum því ef maður rekst á eitthvað nýtt og áhugavert er um að gjöra að láta aðra V.Í.N.-liða vita. Fleira var það svo sem ekki að sinni og kannski vert að minna fólk að það má skoða myndir frá sumartúr oss 2013 hér

Kv
Litla fjölskyldan

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!