fimmtudagur, október 24, 2013
Skundað um bæ
Helgin er svo lengi að líða og loks kom þriðjudagur. Við byrjuðum á því að rölta yfir til langaömmu Skottu til að snæða þar brunch. Eftir að hafa nært sig var haldið í bæjarferð þar sem Lindex og H&M biðu manns, ekki gaman. En um auðvitað nýtum við tækifærið og skoðuðum miðbæinn og Gavlegeiturnar sem þarna eru útum allt. Svo var náttúrulega nördinn í manni að virða fyrir sér hjólheztamenninguna þarna. Það kom skemmtilega á óvart hvað bærinn þarna er flottur og maður gat líka rölt skemmtilega leið þó svo maður hafi kannski ekki verið á skemmtilegasta tímanaum en samt er haustið skemmtilegur tími með sínum litum og föllnu laufum. Svo rakst maður líka á furðulega bíla en það er bara gaman.
Síðan um kveldið bauð langaamman aftur til matar. Restin fór bara í létt spjall, smakk á sænskum bjór og afslöppun.
Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!