fimmtudagur, ágúst 29, 2013

Menningarbústaður: Í hánorður



Eins og kom fram í fræzlunni hér neðan þá voru Plástradrottingin og Hvergerðingurinn svo elskuleg að bjóða oss í bústað til sín sem þau höfðu á leigu í Varmahlíð um síðustu helgi.
Við hjer litla fjölskyldan lögðum af stað úr borg óttans um kaffileytið á flöskudeginum og rúlluðum við í Kjötsmiðjunni til að næla okkur þar í laugardagssteikina. Jöklalamb var lendingin enda eitthvað sem ekki klikkar. Það var svo sem fátt markvert sem gjörðist á för oss norður. Að vísu virtist vera frekar erfitt að fá kaffi í Hreiðavatnskála en þar sá maður að vísu að er komið tjaldsvæði. Kannski smurning um að kanna það næzta sumar, en alltaf gott að vita af nýju og óreyndu tjaldsvæði. Förin helt svo áfram yfir Holtavörðuheiði og svo var gjörður stuttur stanz í sóðasjoppunni Staðarskála þar sem Skotta fékk aðeins að drekka og borða. Við ,,fullorðna" fólkið léttum á okkur og bættum aðeins á bílanammið og jú loks fékk maður kaffi.
Ferðin í Varmahlíð var frekar tíðindalaus enda varla við miklu að búast þegar maður er annars á steindauðum þjóðvegaakstri. En við renndum svo í bústaðinn milli 19-20. Þetta reyndist vera bústaður í eigu sjúkraliðafélags Íslands og hin sæmilegasti bústaður. Amk vel skipulagður. Það var svo fírað upp í Landmanninum til að skutla 200 gr burger á. Annars fór kveldið bara í almennt spjall og sögðu geztgjafarnir okkur frá viku dvöl sinni í Laxárdal. Svo þegar líða tók á kveldið var potturinn mátaður og smakkaðist ölið alveg prýðilega þar.

En allavega þá eru þær örfáu myndir frá deginum sem teknar voru aðgengilegar hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!