mánudagur, desember 24, 2007

Glædelig JulÍ tilefni jólanna langar V.Í.N. til þess að senda félagsmönnum sínum, hvort sem það eru gildir limir eða ógildir, og reyndar landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur.

laugardagur, desember 22, 2007

Ó helga nóttNú þegar hátíðarnar eru að ganga í garð og þar sem allir munu stunda ofát af miklu kappi. Af því tilefni datt göngudeildinni það í hug að sniðugt væri að hugsa sér aðeins til hreyfings núna annan í jólum n.k. Þar sem reikna má fastlega með því að flestir séu úttróðnir af reyktu kjeti og uppstúf þá má telja það góðan kost að skunda á Helgafell ofan Habnarfjarðar. Þar sem það fell er ekkert alltof hátt og má því teljast verðugt markmið í ljósi aðstæðna. Sömuleiðis ætti það vonandi að duga til þess að ná af sér amk sauðlaukunum sem maður er nýbúinn að innbyrgða.
Áhugasamir láti vita af sér í athugasemdakerfinu hér að neðan nú eða með nútíma símtæki.

Svona eins og hér var gjört kunnugt þá hófst ný hefð í dag. Það voru tveir einstaklingar sem hana stunduðu og má segja að þetta hafi bara breyst í ammælisgöngu. Ekkert nema gott um það að segja. Uppgöngu tími var 1.klst og 10.min, sæmilegt það, í annars blíðskaparveðri. Þarna voru:

Stebbi Twist
Maggi á móti (ammælisbarn og til hamingju með daginn)

Jenson sá um að koma okkur fram og til baka.

Fleira var það ekki að sinni

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, desember 19, 2007

Hefðar(frúar)réttur

Rétt eins og flestir vita þá er V.Í.N félag mikila hefða. Nú er kominn tími á byrja á nýrri hefð og það er að fara á Esjuna hvern laugardag fyrir jól. Þar sem næsti laugardagur er einmitt laugardagur fyrir jól og þá er alveg kjörið að byrja þessa hefð þá. Að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að veður sé sómasamlegt og ekki stormviðvörun í gangi.

Ekki varð af hellaferð um síðustu helgi. Ekki var nú verra gjört í staðinn því það var haldið sem leið þá í Bása s.l. laugardag. Þar var kannað hvernig Goðaland er fyrir veturinn, allt í góðu og lítur vel út fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðargoðalandsárshátíðarferð. Þar var grillað, sötrað á öli og kjaftað. Svo fyrir þá sem vantrúaðir eru þá er jólasveininn víst til. Hvar annarsstaðar búa þeir en á Þórsmerkursvæðinu Fyrir áhugasama eru myndir hér.
Þeir sem fóru voru:

Hafliði
Stebbi Twist
Danni Djús
Jarlaskáldið

...og sá Sigurbjörn um samgöngur.

Fínasta ferð og nú er barsta kominn tími á að huga að fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferð á nýju ári.

föstudagur, desember 14, 2007

Býrðu í helli?Þó svo að langt sé liðið að helginni er alveg kominn tími á viðra uppi hugmyndir hvað skal gjöra á laugardag. Reyndar eru uppi hugmyndir um utanbæjarför en það kann að skýrast síðar. Kemur í ljós
Djúsinn var búinn að krydda upp á því að skella sér í hellaleiðangur. Tel að það sé líklegast til árangurs ef kauði útlisti það bara nánar hér í athugasemdakerfinu hér að neðan. Annars er allt opið og ef einhver þarna úti langar að tjá sig þá er bara um gjöra að opna sig. Micinn er opinn.

Nú um síðustu helgi var smá útivera stunduð á laugardeginum, eftir nokk góða tónleika á flöskudagkveldinu, að þessu sinni var hvorki rölt né hjólað. Þá kann margur að smyrja sig hvað var gert. Svona fyrir forvitna þá var haldið í Bláfjöll og skíðað þar fríkeypis í Suðurgili. Fínasta byrjun á skíðavetrinum í góðu utanbrautarfæri og þokkalegu veðri. Það voru 4.stk sem gerðu sér ferð uppeftir og það voru:

Stebbi Twist
Þessi Óli
Yngri Bróðurinn
Erna

Að loknu skíðamennsku var haldið í Breiðholtslaug til að ná úr strengunum og síðan á American Style til að næra sig.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Agureyrishferð 2008Skv. giska öruggum heimildum mun Telemarkfestival verða haldið norðan heiða helgina 7.-9. mars. Eins og áður hyggjast VÍN-verjar fjölmenna á hátíð þá og verða sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Kvenfélagsarmur VÍN hefur þegar fest leigu á íbúð við Furulundinn góða en líkast til þarf fleiri úrræði í húsnæðismálum svo ekki verði síldartunnustemning nyrðra. Því væri ekki galið ef þeir sem eru áhugasamir um að kíkja með í þessa för og ekki hafa þegar tryggt sér gistingu láti þess getið, t.d. í kommentahala hér fyrir neðan, svo hægt sé að meta húsnæðisþörfina. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og fyrstir koma, fyrstir fá.

Góðar stundir.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Nú er potturinn 6-faldur

Það ætti nú tæpast hafi farið framhjá nokkrum manni að jólin eru komin í Ikea og það fyrir þónokkru síðan.
Við það tækifæri fór göngudeildin að hugsa sér til hreyfings, nú er það er farið að halla niður í móti. Það væri jú líka jafnvel hugmynd um að taka jólahjólareiðtúr um borgina nú í miðjum jólaundirbúningnum. Svona ef aðstæður leyfa hjólreiðar.
Hvað um það. Rétt eins og vanalega þá er orðið laust um hvert skal halda og hvort hjólhestahugmyndin fái hljómgrunn eða ekki.

Ekki var neitt fjall klifið um síðustu helgi. Rétt eins og flestum var kunnugt var göngudeildin á námskeiði í aðventukransagerð á Agureyrish um síðustu helgi.
En laugardaginn þar á undan var farið í útsýnistúr og var Lambafell fyrir valinu. Það voru þrjár kempur sem slitu gönguskónum í það skiptið. En það voru

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Danni Djús.

Sá Djúsinn um samgöngur.

Fínasti túr í kulda, ekki nærri eins kalt og á Vífilsfelli þar á undan, en björtu veðri. Skáldið var vopnað myndavél eins og sjá má hér.

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Agureyri eða eymingi?

Eins og greint var frá áður á þessum vettvangi stefndi Vinafélagið á aðventuskíðaferð til Agureyrish næstu helgi, og höfðu jafnframt einhverjir boðað komu sína í þá för. Haffi var búinn að redda Furulundinum og svo vantaði bara snjóinn. Allt klappað og klárt, eða hvað?

Þegar þetta er ritað virðist sem að það ríki ekki mikil bjartsýni hjá Hlíðfellingum um opnun um næstu helgi, þrátt fyrir að það beri ekki á öðru á myndinni en að snjó kyngi niður. Eymingar myndu sjálfsagt hugsa í þessari stöðu að best væri að halda sig heima en í VÍN eru einungis hraustmenni sem láta ekki hrakspár slá sig út af laginu.

Undirbúningsnemd hefur setið á rökstólum undanfarnar klukkustundir og hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja í hann snemma á föstudegi, því þá um kvöldið verða útgáfutónleikar haldnir á Dalvík með hinni rómuðu hljómsveit Hundi í óskilum, sem er skylda hvers sanns VÍNverja að mæta á. Þá eru ágætislíkur skv. vefsíðu að skíðasvæðið á Dalvík verði opið ef svo ólíklega færi að Hlíðarfjall verði lokað. Sumsé nóg að gera, og enn á eftir að nefna sundlaugina og Greifann. Ætla einhverjir í alvöru að hanga heima og missa af því?

Enn eru nokkur pláss laus í Furulundinum, fyrstir koma, fyrstir fá. Skráning í kommentakerfinu.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

LaugardagslöginNú þegar komið er miðvika og þá er göngudeildin farin að iða í tánum og hugsa sér til hreyfings. Vinir okkar á Bústaðaveginum hafa lofað þokkulegu veðri komandi laugardag og því upplagt að koma sér í stuð fyrir Laugardagslögin með laufléttri laugardagsgöngu á eitthvert fellið/fjallið í nágrenni höfuðborgarinnar.
Munið svo að orðið er laust hafi áhugasamir hugmyndir með hvert skal arka.

Líkt og hér má sjá var stefnan tekin upp á við síðasta laugardag. Þrátt fyrir kulda og trekk þá var farið af stað og á Vífilsfell. Eins og bæjarstjórinn myndi orða það ,,Það er gott að ganga á fjöll í Kópavogi´´. Hvað um það.
Það voru þrír galvaskir sveinar sem létu ekki norðanátt aftra sér. En þeir voru

Stebbi Twist
VJ
Danni Djús.

Fararskjóti var Jenson

Líkt og sjá má á mynd að ofan náðu allir toppinum og það var kalt á toppinum. Reyndar ekki eins kalt og var á niðurleiðinni. Það er reyndar önnur saga sem ekki verður sögð hér.
Svo þegar til byggða var komið ljúft að endurheimta hita í útlimi með sundferð að göngu lokinni.

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Reyndu aftur

Þrátt fyrir að minna hafi orðið úr hólarölti um síðustu helgi heldur en vonir stóðu til þá má ekkert gefast upp. Heldur bara blása í herlúðra, þessa sem Björn Bjarna á, og gera aðra tilraun um komandi helgi. Það verður að teljast til tíðinda að Siggi Stormur og félagar hafa, aldrei þessu vant, lofað sómasamlegu veðri á laugardaginn. Kominn tími til.

Hluti göngudeilar þeir Bogi og Logi ræddu um það á opnum samráðsfundi í gærkveldi að ekki væri vitlaust að notfæra sér laugardaginn til þess að rölta eitthvað upp í móti. Ekkert var ákveðið hvurt skal halda en eitthvað sniðug skal það vera í norðanáttinni. Sem sagt slit á gönguskóm á laugardaginn. Eða það er amk planið, hvað sem verður svo

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Mánudagur til mæðusem þetta ritar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera blóðnízkur aurapúki og ekki nokkur vegur til þess að sá ætli sér að slíta símanum sínum né að greiða símafyrirtækjum landsins fyrir textaboð nú eða símtöl. Þeim pening er betur varið í vasa kaupmannsins en í höndum gróðafyrirtækja. Þá er nú þessi miðill, fjölmiðill framtíðarinnar, betur til þess fallinn að koma skilaboðum og spurning til heimsins, geimsins. En hvað um það. Nóg af því rausi

Bara að spá hvort einhver stemning væri fyrir þessu nú komandi mánudagskveld þ.e. 12.11.07 nk. Þetta ku vera myndasyning Leifs Arnars frá för sinni á Cho Oyu. Ætla ekkert að hafa þetta lengra að sinni. Góðar stundir

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Setjið á ykkur skóna
Rétt eins og sjá má af færslunni, frá Skáldinu, hér að neðan þá hefur skíðadeildin blásið til sóknar þetta seasonið. Það má þá kannski segja að það sé ,,Seasons in the Sun´´. Það hlýtur alla vega að vera hjá sumum.
Þá held að það sé kominn tími á það koma göngudeildinni aftur af stað eftir smá lægð það sem af er hausti.
Þrátt fyrir að spámenn ríksins hafi ekki lofað neinni sérstaklegri blíðu núna komandi helgi þá er samt spurning hvort það eigi ekki að koma sér af stað, eitthvað upp á við.Eins og staðan er núna þá er ekkert ákveðið hvurt skal halda né hvorn dagurinn henti betur. Ef þá verður farið á annað borð en sé einhver áhugi fyrir hendi eru allar uppástungur vel þegnar hér í athugasemdakerfinu. En þó svo að kannski etv verði ekkert farið næstu daga þá er óþarfi að örvænta. Því eins og allir vita þá hafa fjöllin vakað í 1000 ár og þau verða örugglega það áfram og það má stórlega efa það að þau séu líka á einhverjum förum en maður veit samt aldrei.
Alla vega þá er kominn tími að hugsa sér til hreyfings og koma sér í form fyrir aðventu-og undirbúningsferð til Agureyrish.

Kv
Göngudeildin

mánudagur, október 29, 2007

AðventuferðSkíðadeild VÍN hefur hafið störf þennan veturinn. Haffi spjallaði áðan við pabba Bjarkar og var niðurstaða þeirra samræðna að íbúð í Furulundinum góða bíður eftir okkur 30. nóvember næstkomandi. Það er því tilvalið að fara að bera á skíðin og byrja að hlakka til.

mánudagur, október 22, 2007

Er það grand eða nóló?

Sælt veri fólkið, og takk fyrir síðast. Þetta var sennilega með betri þrítugsammilum sem Jarlaskáldið hefur haldið.

Einhvern tíma þegar sól var hærra á lofti var sú lýðræðislega ákvörðun tekin að halda La Grande Bouffe helgina 26.-28. október. Það mun vera næsta helgi. Það er allt gott og blessað, en síðan virðist sem undirbúningsnefndin hafi ekki verið sérlega dugleg, og leikur grunur á að það hafi gleymst að skipa hana. Í það minnsta hefur ekkert nefndarálit borist.

Nú eru því góð ráð dýr. Eða hvað? Svo virðist sem Haffi hafi fundið ráð sem ætti ekki að vera neitt sérlega dýrt. Hann er sem sagt búinn að panta hús skammt sunnan Langjökuls sem kallað er Ríkið. Það er hið ágætasta hús sem rúmar dágóðan fjölda gesta, og því fleiri eftir því sem vinskapur gestanna er meiri. Þá er þar stórt grill og sauna, en að vísu enginn heitur pottur. Það er ekki á allt kosið. Í Ríkið er tæplega fólksbílafært, en allavega Lillafært, svo það ætti ekki að vera mikið vandamál að koma þeim sem vilja á staðinn.

Það er s.s. tillaga nýskipaðrar og um leið sjálfskipaðrar undirbúningsnefndar að fara í Ríkið um helgina og halda þar La Grande Bouffe, eða Semi-Grande Bouffe, eða jafnvel Grande Bouffe Nano. Tillagan er s.s. sú að fara á laugardaginn, grilla eitthvert gott ket og jafnvel eitthvað meira ef vilji er fyrir því, dreypa þar á fínasta víni og gista eina nótt. Hefur einhver áhuga á því?

fimmtudagur, október 11, 2007

Eina ósk

Rétt eins og VJ bendir hér á hefur verið lítið líf á hér á V.Í.N.-síðunni undanfarið.
Ætli það sé ekki rétt að maður reyni að beita þeirri litlu skyndihjálparkunnáttu sem maður hefur yfir að búa og geri tilraun til þess að hnoða smá lífi í þetta allt saman.

Annars er það helst að frétta að utanfararhópur fór til Bandaríkjanna Norður Ameríku nú 28.sept s.l. Reyndar hefur helmingurinn nú þegar skilað sér aftur á ættjörðina. Spurning hvort þar fari betri helmingurinn, ætli það sé ekki bezt að láta aðra dæma um það. Hinn hlutinn er enn í US&A og er í rómantískriferð í sólinni og svitanum á Floridaskaga. Eru nú reyndar væntanleg á klakann eftir ekki svo langan tíma. En hvað um það.
Kannski fyrir þá örfáu sem ekki enn hafa skoðað myndirnar úr fyrsta hluta ferðarinnar, frá Skáldinu, þá er hægt að skoða þær hérna.

Fyrr nefndur kappi spyr líka hvort eitthvað nýtt sé að frétta af stóra Matarveizlumálinu. Rétt eins og alþjóð er kunnungt þá fer hún fram dagana 26-28.okt n.k. Eftir því sem Litli Stebbalingurinn veit bezt þá er ekkert nýtt að frétta. En þó ber að taka því með fyrirvara þar sem kauði er þekktur fyrir að frétta allt saman langsíðastur. Ef einhverjar fréttir eru þá má alveg koma þeim á framfæri í þar tilgerðu athugasemdakerfi. Þó það sé vissulega nokkuð til í því sem tjéllingin sagði eitt sinn ,,að engar fréttir væru góðar fréttir´´.
En þangað til eitthvað nýtt gerist þá skulum við gæða okkur á þessu

Að lokum er kannski rétt að minnast á það að nú rétt í þessu var hluti af göngudeildinni að ræða hugsanlegan hreyfing um komandi helgi. Ekki er frekar fast í hendi hvorki með tímasetningu né ákvörðunarstað. Líklegast mun það ráðast af veðri og vindum. Áhugasamir velkomnir með. Ekki svo vitlaust að láta reyna á nýkeyptu í útlöndum græjunar. Svona fyrir þá sem það á við.

Fleira var það vart í bili.
Þangað til næzt.

miðvikudagur, september 26, 2007

Gamall og góðurÞá er ekki úr vegi að minnast á það að göngudeild VÍN átti góðan dag í gær og arkaði upp á eitt stykki Esju og það á einni klukkustund og sex mínútum. Fínn labbitúr og góð æfing fyrir þrammið um stræti Nýju-Jórvíkur eftir mjög svo fáa daga. Nokkrar myndir af labbinu má sjá hér.

sunnudagur, september 23, 2007

Innantómt bull

Þrátt fyrir að hinni opinberu V.Í.N.-rækt sé formlega lokið a.m.k þetta árið. Rétt eins og landslýð ætti að ljóst fyrir nokkru síðan. Þá af gömlum vana hefur undirritaður ekki séð sér annað fært nema setjast niður fyrir framan tölvuna og krassa niður nokkur fátækleg orð á stafrænu formi. Þetta er líka gjört til að koma í veg fyrir að seinna í kveld fari að renna niður bakið kaldur sviti og titringur í höndum. Þar hafið þið það.

Fyrst maður er á annað borð byrjaður þá er ekki úr vegi að minna á La Grand Buffet. Eins og hér kom fram þá er búið að ákveða dagsetningu þó svo að staðsetning sé ekki orðin endanlega. Það er verið að vinna í því. Svo að allir ættu að vita hvert á að fara til að borða á sig gat.
Að því gefnu má benda fólki á að halda sig á minningarakreininni og skoða þetta. Þetta voru tímarnir.

Þangað til síðar.
Góðar stundir

þriðjudagur, september 18, 2007

Opna stefnumót VÍN

VÍN auglýsir eftir þátttakendum í opna stefnumótið. Mótið fer fram í héraðsdómi og verður keppt í tveimur flokkum stefnenda og stefndra. Veitt verða verðlaun fyrir flesta ákæruliði með og án afbrotaferils. Einnig verða veitt nándarverðlaun fyrir stefnu næst sannleika á öllum stjórnarskrárbrotum. Áhugasömum er bent á að skrá sig til leiks hér.

sunnudagur, september 16, 2007

V.Í.N.-ræktin´07

Rétt eins og fastalesendur V.Í.N.-síðunnar hafa vafalaust höggið eftir hefur V.Í.N.-ræktin verið auglýst hérna nær hvern messudag, með þó nokkrum undantekningu, síðustu mánuði.
Nú verður á því breyting því ekki verður auglýstur dagskrárliður í V.Í.N.-ræktinni komandi þriðudag. Ég endurtek ekki. Jú, ég endurtek víst það verður ekkert á döfunni komandi þriðjudagskveld. Þrátt fyrir að það sé bezta kveld vikunnar rétt eins og allir ættu að vita. Nú hefur hinn formlega og skipulaga V.Í.N.-rækt á þriðjudögum runnið sitt skeið á enda amk þetta árið. Þar sem þetta tókst með afbrigðum ágætlega má telja það næsta víst að endurtekið framhald verði næsta vor. Þá vonandi með einhverjum nýungum jafnvel farið á ný og áður óklifin fjöll sem nýjar hjólaleiðir farnar. Nánar að því þegar þar að því kemur. Það verður líka vonandi betri mæting á næsta ári, ný andlit og ekki væri verra ef kvenþjóðin myndi fara að senda sinn eða sína fulltrúa. Skiptir ekki öllu.
Vill nemdin þakka fyrir sig og þetta sumarið. Um leið benda á það að það verður ekki undan því lokum skotið að einhverjir laugar-og/eða sunnudagar verði nýttir í vétur til þess að rækta líkama og sál. Slíkt verður þá auglýst á þessum vettvangi síðar og þegar þar að því kemur. Allar hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar.

Rétt eins og hér kom fram fór síðasti liðurinn í V.Í.N.-rætinni fram núna síðastliðinn þriðjudag. En það var einmitt hjólatúr um Elliðárdal og nágrenni.
Það var ekki margmenni í þessum hjólalið heldur mætti aðeins einn einstaklingur og það var Litli Stebbalingurinn. Það var hjólað allann Elliðaárdalinn og svo í kringum Rauðavatn. Túrinn þurfti að enda í fyrra falli vegna þess að birta var farin að verða af skornum skammti. Endu að síður fínn túr og góður endir á V.Í.N.-ræktinni.

Þanngað til síðar
Heilzudeildin hjólasvið

miðvikudagur, september 12, 2007

Staðsetning

Nú þegar búið er að ákveða að hafa Grand Buffet helgina 26-28 okt. þá þarf að finna staðsetningu fyrir veisluna. Vil ég því biðja alla að leggja hausana í bleyti og finna hús. Hús þetta þarf að vera stórt, ekki of langt frá Reykjavík og helst með heitum potti. Endilega kannið á öllu sem ykkur dettur í hug og tjáið ykkur svo í kommentakerfinu.

Fyrir hönd skipulagsnemdar
Alda

sunnudagur, september 09, 2007

Taka tvö!Fyrir viku síðan var síðasti skipulagði dagskrárliðurinn í V.Í.N.-ræktinni auglýstur. Skömmu síðar var honum frestað um viku.
Nú skal reynt aftur og er stefnan að hjóla í Elliðárdalnum og næsta nágrenni. Þar sem nennan er ekki fyrir hendi þá er áhugasömum ráðið að lesa fæsluna frá því síðasta sunnudag. Nota tengilinn hér að framan nú eða bara skrölla niður og lesa sig þar til. Þar standa allar helstu upplýsingar og hafa þær ekkert breyst nema allt hefur frestast um viku tíma. Allar staðsetningar og tímasetningar eru þær sömu. Nú er barasta að vonast til þess að veður verði sómasamlegt til hjólreiða.

Kv
Hjólasvið

mánudagur, september 03, 2007

Fyrningafrestur

Af óviðráðanlegum orsökum ætlar hjólasvið að fara fram á það að fyrirhuguðum hjólatúr, núna komandi þríðjudagskveld, verði frestað um viku.
Þar sem þetta er nú eitt það allýðræðislegasta félag sem um getur í Íslandssögunni þá mun einfaldur meirihluti ráða. Hægt er neyta atkvæðisréttar sinns hér í athugasemdakerfinu að neðan. Þó er mælst til þess að fólk samþykki þetta. Það er samt engin pressa

En í óspurðum fréttum þá fór undirritaður til móts við annan mann í fjallgöngu í gær, messudag. úr varð að fara á Skálafell á Hellisheiði.
Sjálfsagt hafa flestir áttað sig á því að þarna var Jarlaskáldið með í för og útvegaði það líka fararskjótan Lilla til að koma okkur að fjallsrótum og til baka. Ekki þarf að spyrja að því að Skáldið var vopnað myndavél og má afraksturinn skoða hér.

Góðar stundir
Heilzuráð

sunnudagur, september 02, 2007

Út í Elliðaárdal, út í Elliðaárdal......út í Elliðaárdal, kvað Vestmannaeyjaskáldið eitt sinn. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Elliðaárdalurinn og hanz næzta nágrenni er einmitt næsti viðkomustaður V.Í.N.-ræktarnar sem verður að þessu sinni hjólhestatúr. Þá er ætlunin að hjóla upp Elliðárdalinn og fara svo í kringum Rauðavatn. Vel við hæfi að hafa síðasta dagskrárliðin í léttari kantinum.
Eins og fólk hefur sjálfsagt tekið eftir þá er þetta allra síðasti hlutinn í skipulagðri V.Í.N.-ræktinni sumarið´07. Sjálfsagt má búast við þið að þessu verði eitthvað framhaldið á haustmánuðum en verði þá meira færð yfir á laugar- eða sunnudaga. Svona til þess að nota dagsbirtuna. Sem fer nú óðum þverandi með hverjum líðandi degi. En nóg um það.
Hittingur að þessu sinni verður við Elliðárstífluna amk fyrir þá sem búsettir eru í Breiðholtinu nú eða Rivertown. Ef einhverjir sem búsettir eru utan úthverfa Reykjavíkurborgar er upplagt að hitta Grafarvogsbúana við nýja rafstöðvarhúsið. Eigum við ekki að segja að tímasetning verði 19:00 nema einhverjir hafi athugasemd við það. Hvað um það en stigið verður á sveif komandi þriðjdag.

Núna síðasta þriðjudag var skundað á Stóra-Kóngsfell. Því hefur verið gerð ágætisskil bæði hérna, í máli, og síðan hér í myndum. Höfum ekkert fleiri orð um það.

Kv
Hjólasvið

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Kóngur einn dagNúna síðasta þriðjudag var stunduð V.Í.N.-rækt í næst síðasta skiptið a.m.k þetta sumarið. Rétt eins og kom hérna fram, sem og hér til hægri á síðunni, þá var arkað á Stóra-Kóngsfell. Það voru 2.sómapiltar sem fóru í þessa göngu. Sem hafði allt bezta sem íslensk fjallganga getur boðið upp á: rigningu, rok og þoku. Þrátt fyrir það þá stöðvaði það ekki V.Í.N.-ræktina og reyndar fleira fólk sem þarna var á ferðinni á sama tíma. Sem við kunnum engin nánari deili og skiptir ekki máli. En þeir sem fóru voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið

og óku þeir Papa-San fram og til baka.

Rétt eins og þarna má sjá þá var sjálfur hirðljósmyndarinn með í för. Rétt eins og hanz er von og vísa þá hefur hann komið myndum sínum, af göngunni, á síðu sína á alnetinu. Svona fyrir forvitna þá má skoða myndir úr túrnum hérna.

Kv
Göngugeiturnar

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Botnsúlur

Við Staffan, Toggólfur og ég Gölturinn fóru í labbitúr á sunnudaginn og úr varð gott grín.

Tékkit át

sunnudagur, ágúst 26, 2007

FjallafellGott fólk. Þá er komið að næst síðasta dagskráliðnum í V.Í.N.-ræktinni sumarliði 2007 og síðasta fjallinu eða þá fellinu þetta sumarið.
Þrátt fyrir einhvern misskilning um hvaða nafn þessi hól ber þá skal rölt á Stóra-Kóngsfell núna komandi þriðjudagskveld. Sem eru jú bezta kveld vikunnar eins og flestir þekkja. En hvað um það.
Fell þetta er jú á Bláfjallasvæðinu og það verður ekki úr vegi að kanna aðstæður og hvernig Bláfjöllin koma undan sumri
Tímasetning, þar sem birtu er aðeins tekið að bregða þá væri ekki vitlaust að vera aðeins fyrr á ferðinni en í flestum ferðum þetta sumarið. Held barasta að sami tími og í síðustu viku væri sniðugur eða fara úr bænum 18:30. Hafi fólk eitthvað að athuga við þetta er sjálfsagt mál að verða við óskum þess. Bara að tjá sig í athugasemdakerfi hér fyrir neðan.

Nú í síðustu viku var tölt á Búrfell í Grímsnesi. Rétt eins og oft áður í V.Í.N.-ræktinni þá var heldur fámennt en við skulum segja að það hafa engu að síður verið góðmennt. En leiðangursmenn voru:

Stebbi Twist
Stóri Stúfur

Rölt var upp á topp í rigningu og þoku því fór minna fyrir útsýninu en til var ætlast er lagt var af. Toppnum var náð, eða svo er talið amk þanngað til annað kemur í ljós. Svo var Þingvallaleiðin ekin til baka í borg óttans.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Gestur nr:150000

Góðir lesendur!

Nú styttist heldur betur í undur og stórmerki hér á þessari síðu. Rétt eins og titill færslu þessar ber með sér. Sem og sjá má á teljara, þið vitið hvoru meginn hann er, þá er er stutt í gest nú eða fléttingu nr:150000. Af því tilefni verður efnt til skemmilegs leik. Leikur þessur felur í sér að sá eða sú sem verður nr:150000 á teljaranum vinnur til verðlauna. Þetta er svo ekki í fyrsta skipti sem svona samkeppni á sér stað og margir ættu að þekkja þetta.
Það verður um ótal glæsilegra vinninga þar sem heildarverðmæti vinninga er allt að 300.kr. samtals. Til að gæta alls réttlætis og sanngirnis verður keppt í nokkrum flokkum. M.a í nokkrum aldursflokkum og til að sjá til þess að um engin verði kynbundin mismunun verður keppt í karla og kvennaflokki. Þetta er aðallega gert af kröfu staðalímyndunarhóps femonista. En það er svo sem aukaatriði.
Nú er bara um að gera að taka þátt í skemmtilegum leik hér á alnetinu. Til þess að taka þátt er barasta að tjá sig í athugasemdakerfinu hér að neðan. Einfalt og þægilegt.

Kv
Talningarnemd

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Ef þú ert vinur okkar færðu alltaf farJarlaskáldið lagði til fyrir skömmu að endurtaka vitleysisgang síðan í fyrra og í þetta sinn með Ljótum hálfvitum. Undirtektir voru prýðisgóðar og hyggst nokkur hópur þegar þetta er ritað leggja malbik undir dekk og kíkja á tjaldstæðið hennar Hveragerðar á föstudagskvöldið í viðhafnarklæðum, sækja þar tónleika Ljótra hálfvita um kvöldið og svo er aldrei að vita nema Feðgarnir leiki fyrir dansi einhvers staðar að því loknu. Þetta er uppskrift að góðri kvöldstund fyrir alla fjölskylduna.

Á eftir föstudegi kemur laugardagur og er það skoðun þess er þetta ritar að engin ástæða sé til að gamanið endi þá. Þætti því tilvalið að halda enn lengra frá höfuðborgarsvæðinu og eyða annarri nótt í faðmi fjalla og fagurra hlíða og jafnvel ofan í heitri laug. En svo geta menn náttúrlega líka verið aular og farið heim að horfa á Friðarstillinn með Vin Diesel í hlutverki barnfóstru sem verður á dagskrá Stöðvar 2 þá um kvöldið. Ykkar er valið.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Grímur í Nesi

Þá er heldur betur farið að styttast í annan endann á V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið. En það eru nokkrar eftir og er það vel. Nú komandi þriðjudag á ekkert að slá slökku við í þeim efnum heldur skal halda til fjalla. Rétt eins sjá má þegar litið er hér, á síðunni, til hægri (æi hvað það er nú alltaf gaman að benda fólki á að líta til hægri) má sjá dagskrána og þar má sjá að núna 21.ágúst nk er stefnan að fara á fell eitt sem ber það frumlega nafn Búrfell. Búrfell þetta ku vera víst í Grímsnesi.
Eins og áður kom fram verður gengið í Grímsnesi svo það er kannski ekki úr vegi að hafa brottför í fyrra fallinu að þessu sinni þar sem það verður smá bíltúr til og frá Búrfelli. Þar sem þetta er alveg einstaklega lýðræðislegt félag þá er ætlunin að fylgja í fótspor gaflara og hafa skoðanakönnun með brottfarartíma. Valið er á milli:

18:30
19:00
19:30

Þeir sem vilja taka þátt er bent á athugasemdakerfið hér að neðan. Sem sagt Búrfell á þriðjudaginn

Nú síðasta þriðjudag hófst V.Í.N.-ræktin að nýju eftir 2.vikna frí. Svona eins og hér kom fram var hugsunin að hjóla hringinn í kringum Hafravatn. Rétt eins og hefur verið títt með hjólaræktina í sumar var hún nú ekki fjölmenn en tveir hraustir einstaklingar hófu för. Það voru:

Stebbi Twist
Tiltektar-Toggi

Hist var við Gullinbrú og hjólhestast sem leið lá að Hafravatni þar sem smá breyting var gerð á ferðaætlun. Þar sem meira var hjólað að Hafravatni og minna í kringum það. En hvað um það.
Fundinn var slóði einn og honum fylgt frá Hafravatni að Reykjahverfi í Mosó og síðan bara stígurinn aftur heim. Fínn túr þar sem kári lét aðeins finna fyrir sér en ekkert sem var mönnum ofviða.

Kv
Heilsudeildin

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Á Þjóðhátíð ég fórRétt eins og alþjóð ætti að vera löngu orðið ljóst þá skellti kjölfestan í V.Í.N. sér á Þjóðhátíð enn eitt árið. Til gamans má geta að þetta var óhappaþjóðhátið á Litla Stebbalingnum eða sú 13. og hátíðarþjóðhátíð hjá VJ öllu heldur nr:10 hjá stráknum. En hvað um það. Þetta voru tilgangslausar upplýsingar handa fróðleiksfúsum.
Þar gerðist margt skemmtilegt og m.a. var drengur einn ættlæddur heitir sá B57.
Sjálfsagt eins og flestir vita hefur Skáldið fyrir löngu gjört alheiminum það mögulegt að skoða sínar myndir á alnetinu.
Að vanda var vel tekið á móti okkur á Bröttugötunni. Leyfðu okkur að tjalda í garðinum góða ásamt stórkostlegri kjétsúpu á laugardeginum. Sömuleiðis fær J.P Morthens og Freydís beztu þakkir fyrir grillveizlu.
Einn af gestgjöfum vor í hvítatjaldinu, hún Heiðrún, hefur sett inn myndir frá hátíðinni góðu á lýðnetið. Fyrir þá sem ekki hafa enn skoðað þær er hægt að nálgast þær hér.

Að lokum þakka undirritaður samferðafólki sínu fyrir góða Þjóðhátið.
Takk fyrir mig

mánudagur, ágúst 13, 2007

Komnir úr fríi
Jæja, þá er fríð búið og viðtekur grámyglulegur hversdagsleikiinn. Það er þó einn kostur við það en nú mun V.Í.N.-ræktin halda áfram. Á morgun þriðjudag er ætlunin að stíga á hjólhesta og fara á þeim fákum í kringum Hafravatn eða þeirri ferð sem var frestað í síðustu viku.
Mæting er við Gullinbrú eða öllu heldur Grafarvogs megin við skilti eitt og legubekk. Þaðan verður svo hjólhestast áfram veginn.

Nog í bili og allir velkomnir með
Kv
Hjólasvið

mánudagur, ágúst 06, 2007

Frestur

Jæja, nú ættu allir að vera búnir að skila sér úr Eyjum. Svona fyrir þá sem ekki það vissu þá skellti kjölfestan, í þessum hóp, sér á Þjóðhátíð. Þar var nú ágætis gleði rétt eins og sjá má hérna. Það er auðvitað Skáldið sem heiðurinn að því að vanda.

En hvað um það. Vindum okkur að aðalatriði þessa færslu sem er auðvitað V.Í.N.-ræktin. Rétt eins og fastaáskifingur ættu að vita þá er þessu liður alltaf auglýstur hér á síðum alnetsins og eru flestir örugglega farnir að bíða spikspenntir eftir.
En nú verður smá breyting á. Það var planið að skella sér í hjólatúr annaðkveld, en nú hefur ferðahugur gripið um sig og er stefnan tekin austur á leið á morgun þriðjudag. Þess vegna sýnist sem svo að V.Í.N.-ræktinni verði frestað í þessari viku. Verði svo tekin upp að viku liðinni og þá verður hjólað. Þetta þýðir að öll dagskráin færist aftur um viku og verður því viku lengur.
Sem sagt ekkert á dagskrá þessa vikuna en verður áframhaldið í næztu viku.

Þanngað til
Göngudeild hreyfingagreiningar

E.s Fólki er þó fullkomlega frjálst að hafa sína eigin óformlegu V.Í.N.-rækt í þessari viku kjósi það svo

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Tveir dagarEkki á morgun heldur hinn... og það er spáð boooongóblíðu!

Áfram gakkJíbíí, maður á barasta fyrsta færslupistilinn í ágústmánuði á því herrans ári 2007. En hvað um það, efni þessa pistils snýst ekki um það. Afsakið en þarna missti pisltaritari sig aðeins.

Í gærkveldi, nú eða fyrr í kveld (fer allt eftir því á hvernig málið er litið öllu heldur fer eftir hvenær þetta er lesið), fóru þrír úthverfaprinsar í för eina örlítið út fyrir bæjarmörkin. Tilgangur för þeirra var göfuðlegur eða ganga á Hengilinn sér til heilzubótar og hressingar. Sveinar þessir voru

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
VJ

Og um almenningissamgöngur Lilli.

Skemmst er frá því að segja að allir komust upp á topp og það sem meira er líka aftur niður, og meira að segja alla leið að bílnum aftur. Þar sem Lilli beið okkar og skilaði svo öllum aftur í úthverfin í borg óttans.
Án efa hafa glöggir lesendur gert sér grein fyrir þá var hirðljósmyndari vor með í för. Að sjálfsögðu var kauði vopnaður myndavél. Af einstæðum dugnaði hefur kappinn nú komið myndum sínum inná síður alnetsins. Svo hérna er hægt að skoða afreksturinn hjá stráksa. Vonandi fyrir vantrúaða er þetta næg sönnun þess að upp var farið.

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júlí 29, 2007

Hellisheiðarvirkjun


Jæja, gott fólk þá er komið að næsta áfanga í V.Í.N.-ræktinni. Nú á ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur heldur skal skundað á yfirráðasvæði Orkuveitu Reykjavíkur og tölta á sjálfann Hengilinn. Þá bara að vona að ekki komi til eldgos á stærðinni Laki rétt á meðan göngu stendur. Þá er ansi hætt við að maður yrði að hlaupa og það hratt. En hvað um það. Kjörið tækifæri að koma sér í form fyrir verzlunarmannahelgina sem er nú rétt handan við hornið.
Tímasetning, ekki kom það vel út að breyta til um tíma á brottför í síðustu viku svo nemdin hefur komist að þeirri niðurstöðu að halda óbreytum tíma og það er þessi sígildi 19:30. Brottfararstaður verður auglýstur síðar ef hann verður þá auglýstur. Fer allt eftir fjölda gönguhrólfa.


Rétt eins og tilkynnt var um í síðustu viku var arkað á Akrafjall síðasta miðvikudag. Ekki voru nú margir sem lögðu leið sína undir Hvalfjörðinn til að reima á sig gönguskó. En það voru einungis tveir einstaklingar sem það gjörðu. Það voru eftirfarandi kempur:
Og sá Hispi um að koma okkur, örugglega, fram og til baka.

Þetta var fínasta ganga í hæglætis veðri og möguðu útsýni af toppnum. Synd hvað margir misstu af þessu. En hvað um það.


Kv

mánudagur, júlí 23, 2007

Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin

Nú er ný vika rétt svo nýhafin sem táknar líka að framundan er V.Í.N.-rækt þessarar viku. Það verður gerð smábreyting á því sem oftast er en hún verður færð fram um ein dag. Sem sagt gengið verður í miðri viku eða á miðvikudaginn 25.07.07 nk sem ætti bara að vera ágætt því þá verður farið að halla í rétta átt. Annað verður óbreytt og það verður gengið á Akrafjall á Skipaskaga. Brottför úr bænum verður aðeins í fyrra fallinu að þessu sinni eða kl:19:00. Staður verður auglýstur seinna ef þá yfir höfuð.

Í síðustu viku var bankað upp hjá forsetanum en hann var þá ekki heima til að taka á móti gestum. En það var hjólað út á Álftanes og það voru 3.sveinar sem stigu á sveif þarna. En það voru:

Stebbi Twist
Maggi Móses
Danni Djús

Hressandi túr í góðu veðri þó svo að það hafi verið viss vonbrigði að grísabóndinn var ekki heima og gat því ekki fært okkur kaffi og kleinu.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Víst er fagur Vestmannaeyjabær

Svona eins og alþjóð ætti nú að vera farin að gera sér grein fyrir er ekki nema rétt svo rúmlega 2.vikur í frídag verzlunnarmanna og þá er þjóðin á fyllerí. Sú hefð hefur skapast hjá þessum hóp í gegnum tíðina að skreppa á eyju eina litla sem er staðsett suður af landinu og nefnist Heimaey. Innfæddir halda þá hátíð eina er þeir nefna Þjóðhátíð og þanngað er víst stefnan sett.
Svona fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér dagskrána enn þá er óþarfi að örvænta því nú verður gerða bragarbót á því.


FÖSTUDAGUR
14.30 Setning þjóðhátíðar

Þjóðhátíðin sett: Jóhann Pétursson
Hátíðarræða: Erna Jóhannesdóttir
Hugvekja: séra Kristján Björnsson
Kór Landakirkju,
Lúðrasveit Vestmannaeyja

15.00 Barnadagskrá á brekkusviði

Frjálsar íþróttir, ungmennafélagið Óðinn
Fimleikafélagið Rán
Brúðubíllinn

Söngvakeppni barna, Dans á rósum

21.00 Kvöldvaka

Frumflutningur þjóðhátíðarlags
Hálft í hvoru ásamt Guðrúnu Gunnars
Söngvakeppni barna. Verðlaunaafhending
Þorsteinn Guðmundsson
Sigurvegarar í búningakeppni
Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson
Í svörtum fötum
Á móti sól

00.00 Brenna á Fjósakletti

00.15 Dansleikir á báðum pöllum

Brekkusvið: XXX Rottweiler, Á móti sól og Í svörtum fötum
Tjarnarsvið: Hálft í hvoru og Dans á rósumLAUGARDAGUR
10.00 Létt lög í dalnum

14.30 Barnadagskrá á Tjarnarsviði

Brúðubíllinn
Barnaball
Leikfélag Vestmanneyja.
Barnaball heldur áfram

16.30 Tónleikar á Brekkusviði
Barcode plötusnúðar

21.00 Tónleikar á Brekkusviði.

Laylow
Hreimur og Vignir
Stefán Hilmars ásamt hljómsveit

00.00 Flugeldasýning.

00.15-01.30 Sprengjuhöllin

00.15-05.00 Dansleikir á báðum pöllum

Brekkusvið: Í svörtum fötum, Á móti sól
Tjarnarsvið: Hálft í hvoru, Dans á rósum


SUNNUDAGUR
10.00 Létt lög í dalnum

16.00 Barnadagskrá á Tjarnarsviði

Barnaball
Fimleikafélagið Rán
Karíus og Baktus
Leikfélag Vestmanneyja.
Barnaball heldur áfram

16.00 Tónleikar á Brekkusviði

Barcode plötusnúðar

20.30 Kvöldvaka á Brekkusviði

Í svörtum fötum
Hálft í hvoru ásamt Stefáni Hilmarssyni
Logar
Á móti sól
Bubbi Morthens

23.00 Brekkusöngur
Árni Johnsen

24.00 Dansleikir á báðum pöllum.

Brekkusvið: Í svörtum fötum, Á móti sól,
Wulfgang, Foreign monkeys
Tjarnarsvið: Dans á rósum, Hálft í hvoru og Logar

Eins og gefur að líta er þetta stórglæsileg dagskrá. Þarna eru nokkrir fastir liðir eins og venjulega. Þar með talið Brúðubíllinn og má telja það næsta víst að Litli Stebbalingurinn ætli sko ekki að missa af honum verði hann á staðnum.
Það er greinilegt hvað fjörið verður. Hvar verður þú??

Svona í lokin er vel við hæfi að birta frumsamið ljóð. Það er eftir stórskáldið og margþjóðhátíðarfarann sjálfann Áfengisálfinn. Sá hefur nú gert ófáar Mullersæfingar á eyjunni fögru á Þjóðhátíð. En hvað um það, hér er skáldskapurinn:

Ég ætla mikið að djamma og djúsa
í dalnum fjörið er.
Drekk minn bjór úr STÓRUM brúsa
að lokum í dauða gáminn fer.
-Áfengisálfurinn 2001

...og þar var dýrt kveðið

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Labbilabb

Í tilefni þess að við Steppó vorum í fríi í gær og þurftum "að gera eitthvað við fríið", fórum við í lítinn og sætan labbitúr.

Fyrir valinu varð eitt stykki Esjan endilöng og úr varð nokkuð gott grín.

Þið sem ekki komust með vegna vinnu, leti eða annarrar ómennsku kíkið endilega í heimsókn

kv
Blöndahl

mánudagur, júlí 16, 2007

Forseti vorNú er enn ein vinnuvikan framundan. Það þarf ekki að vera svo slæmt því þegar ný vinnuvika hefst þá styttist sömuleiðis í V.Í.N-rækt þeirrar viku.
Að þessu sinni er ætlunin að stíga á hjólhestafáka og stýra þeim sem leið liggur út á Álftanes. Kannski verður grísabóndinn á Bessastöðum heim og mun þá færa hjólreiðgörpum rjúkandi heit kaffi og kleinur með. En hvað um það.
Hittingur komandi þriðjudag skal vera við ,,nýja´´ rafveituhúsið í Elliðadalnum amk fyrir þá sem búsetir eru í úthverfum höfuðborgar Íslands. Það ætti varla að þurfa að taka fram tímasetninguna en látum hana nú samt fylgja með. Að sjálfsöðu verður brottför kl:19:30 stundvíslega. Hinir sem ætla að koma með og búa ekki í úthverfum held ég að væri sniðugt að hafa hitting við þá á brúninni yfir Kringlumýrarbraut við Fossvoginn ca 10 mín síðar eða 19:40 sem gæti dregist til 19:45. Slíkt væri alveg kjörið og síðan yrði stígið á sveif sem leið liggur uns á Álftanes verður komið
Síðustu viku hafa verið gerð skil en það var gjört hér eða bara lesa færsluna hér að neðan.

Kv
Hjólastrumparnir

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Geita(osta)fell

Rétt eins og sjá má hér á færslunni fyrir neðan þá var breytt tímasetning eða öllu heldur dagsetning á V.Í.N.-ræktinni. Fyrst að menn voru farnir að hræra í áður auglýstri dagskrá var alveg eins gott að halda því áfram. Því var ekki farið á Hvalfell heldur annað fell er kallast Geitafell eða Geitaostafell eins og gárungarnir nefna það.
Hvað um það. Það voru fjögur hraustmenni sem lögðu í þessa svaðilför þar sem óhætt er að segja að skyggni hafi verið sjaldséð á köflum. En sveinar þessir sem leiðangur prýddu voru:

Stebbi Twist
Maggi á móti
VJ
Jarlaskáldið

og sá Barbí um að koma okkur til fjalla og aftur til byggða.
Fínn göngutúr þvo svo að skyggni hafi verið fágætt og við teljum okkur hafa náð toppnum. Amk þanngað til annað kemur í ljós.
Eins og má sjá þá var hirðljósmyndari vor með í för. Hann hefur sýnd af sér þann dugnað að vera búinn að koma myndum sínum, á stafrænuformi, á síður alnetsins. Afraksturinn gefur að líta hérna.

Góðar stundir
Göngudeildin

mánudagur, júlí 09, 2007

Ekki á morgun, heldur hinn
Þá er komið að V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna. Það var lögð til breytingatillaga fyrir ekki svo löngu síðan um tvær breytingar á dagsetningum. Var sú breytingatillaga samþykkt einróma með einu greittu atkvæði. Þá er málið að ekki verður farið á morgun þriðjudaginn 10.07.07 heldur miðvikudaginn 11.07.07.
Skv. auglýstri dagskrá hér til hægri á síðunni var ætlunin að fara á Hvalfell. En þegar undirritaður kom til byggða frétti hann að þangað hefði verið farið síðustu helgi. Smurning hvað menn vilja gjöra. Halda þessu óbreyttu eða fara annað. Legg til að fólk tjái sig í athugasemdakerfinu annars verður dagskrá óbreytt.

Síðasta þriðjudag var farið í góðan hjólatúr að húsi Skáldsins, þó svo að Jarlaskáldið hafi ekki verið með í för. En 4.vaskir sveinar fóru í sveitina og það voru:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Danni Djús
Raven.

Hjólhestast var frá Snorra hinum aldna Akureyrishing í Mosfellsdal bakvið Úlfarsfell og Helgafell. Síðan stíginn til baka. Góður hjólatúr í frábæru veðri

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júlí 08, 2007

Gran Túrismó 2007 - drög að ferðaáætlun

Hér verða lögð undir dóm VÍN-verja drög að ferðaáætlun vegna Gran Túrismó 2007. Gert ráð fyrir að lagt verði í hann þriðjudaginn 7. ágúst og komið í bæinn sunnudaginn 12. ágúst.

Þriðjudagur: Reykjavík - Kirkjubæjarklaustur.
Miðvikudagur: Kirkjubæjarklaustur - Bakkagerði við Borgarfjörð eystri.
Fimmtudagur: Bakkagerði - Breiðavík - Húsavík - Loðmundarfjörður.
Föstudagur: Loðmundarfjörður - Kárahnjúkar - Laugavalladalur.
Laugardagur: Laugavalladalur - Askja - Laugafell.
Sunnudagur: Laugafell - Reykjavík (um Sprengisand eða Skagafjörð).


Endilega látið heyra í ykkur sem hafið áhuga á að vera með og komið með athugasemdir um drögin.

föstudagur, júlí 06, 2007

Frægð

Hróður VÍN-verja berst víða. Jarlaskáldið rakst á þetta á brimreið sinni um veraldarvefinn. Það er greinilegt að hér er einvígi í uppsiglingu.
Einn fyrir alla, allir fyrir einn!

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Brúðbúnir Bryggjubúar á Bjarteyjarsandi

Heil og sæl

Eins og alþjóð er kunnugt um hafa Þorvaldur og Dýrleif kosið að ganga í hnapphelduna. Af því tilefni hafa þau ákveðið að bjóða kunningjum sínum og þar á meðal yður í útileguveizlu sér til heiðurs. Mun veizlan fara fram næstkomandi helgi að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Sandur sá mun vera norðanmegin í firðinum, ekki langt frá Ferstiklu.

Ætlunin er að hópurinn komi saman að föstudagskveldi, kveðist á og gangi síðar til svefns. Á laugardegi er gert ráð fyrir gönguferð um Botnsdal að Glymsgljúfrum og sundferð í Ferstiklu. Um kvöldmatarleytið verður grillað og er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi með sér þartilgert ket en mjöður verður hins vegar á boðstólum! Taki himnarnir á það ráð að gráta um getum við leitað skjóls fyrir regni og vindum í nærliggjandi hlöðu.

Vonast bryggjubúar til að sjá sem flesta á sandinum, lifið heil.

sunnudagur, júlí 01, 2007

MenningarferðNú er senn liðin helgin og grámyglulegur hversdagsleikinn bíður manns og heil vinnuvika framundan. En það þýðir þá bara líka eitt, það styttist í þriðjudag og eins alþjóð veit þá er V.Í.N.-ræktin stunduð. Rétt eins og sjá má á dagskráninni hér til hliðar er hjólhestatúr næst á döfunni. Nú skal vera menningarlegur og hjóla að Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Já, við verðum á slóðum Nóbelskáldsins og spurning um hvort Skáldið láti sjá sig. Kjörið að ná úr sér timburmönnum eftir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina.
Þá er komið að hittingi. Snorri hinn aldni hefur víst boðað menn til sín í flutninga á þriðjudag. Þar sem kauði er í Grafarholti þá er kannski bara málið að hafa hitting þar ef ekki þá er það bara við Gullinbrúna þar sem skiltið og hjólastæðið er Grafarvogs megin. Tímasetning er þessi venjulega eða 19:30 nema fólk hafi eitthvað við það að athuga. Orðið er frjálst.

Síðasta þriðjudag var farið í Reykjadalslaug til að ná úr sér strengjunum eftir Fimmvörðuhálsinn. Þeirri ferð voru gerð skil hér, eins og glöggir lesendur höfðu sjálsagt tekið eftir

Kv
Hjólasvið

föstudagur, júní 29, 2007

fimmtudagur, júní 28, 2007

Lokalokaloka, lokalisti

Núna er betur heldur farið að styttast í gleðina. Reikna má með því að allt sé á lokastigi hvað undirbúning varðar hjá öllum.
Til þess að tefja ekki mikið meira undirbúning hjá ferðalöngum þá skulum við ekkert vera að orðlengja þetta neitt meira. Heldur vinda sér í loka, loka listann sem nú hefur verið lokað.
Hér er lokalokalistinn:


Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Þessi Óli
VJ
Hrönnslan
Jarlaskáldið
Heiður
Danni Djús
Raven
Maggi Brabra
Elín
Andrés Þór

Almenningssamgöngur:


Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???
Lilli
Litli Kóreustrákurinn
Barbí
Super Trooper


Rétt eins sjá má er þarna vel valin hópur fólk. Er það mál manna sem til þekkja að gleði muni ríkja við völd frá Flöskudegi til sunnudags. Þó er smurningin um hvað mikil gleði verður hjá sumum á messudegi.
Fleira var það ekki að sinni og sjáumst um helgi komandi.

Kv
Undirbúningsnemd

miðvikudagur, júní 27, 2007

Peysur

Nú verða allir svaka fínir í Mörkinni því nýju peysurnar eru komnar úr merkingu. Haffi hefur þær undir höndum og því þarf fólk bara að hringja í hann til að nálgast þær.
Sjáumst svo hress og stíliseruð eftir 2 daga.

Alda

þriðjudagur, júní 26, 2007

4X400 metra hundasund með frjálsri aðferðRétt eins og sjá má á áður auglýstri dagskrá og á færslunni hér fyrir neðan þá var farið fyrr í kveld í sundbað í Reykjadal á Hellisheiði. Svona eins og landslýð ætti að vera ljóst er fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð núna um komandi helgi. Líkt og þar kemur fram er þetta árshátíðarferð svo ekki gengur að vera skítugur þar því var skundað upp á heiði og skellt sér í bað, ásamt því að keppa í sundgrein þeirri er nefnist 4X400.metra hundasund með frjálsri aðferð.
Það voru samtals 7.manns er fóru í blíðveðrinu og mun það vera fjöldamet í V.Í.N.-rætinni 2007, a.m.k. það sem af er komið. Eftirfarandi einstaklingar eru baðaðir fyrir helgina:

Jarlaskáldið
Stebbi Twist
VJ
Maggi Brabra

og sá Lilli um koma þeim upp til heiða

Þessi Óli
Yngri Bróðurinn
Erna

á Litla Kóreustráknum , sem hitaði upp fyrir Merkurferð um komandi helgi

Það er ekki annað hægt að segja nema að lækurinn hafi verið ljúfur og ef eitthvað var þá var hann í það heitasta. En ljúft var það hjá oss þó svo engin hafi umferð verið í heimsbikarmótinu í Sprellahlaupi. Nauðsynlegt er að enda góða bað/sundferð á Mullersæfingum. Kveldið endaði svo með sameiginlegri kveldmáltíð á Stælnum.

Sjálfsagt hafa glöggir lesendur áttað sig á því að hirðljósmyndarinn var með í för. Að vanda stóð hann sig með prýði takandi fínar myndir ásamt því að vera búinn að koma þeim á síður alnetsins. Þær má skoða hérna

Kv
Göngudeildin

P.s Munnið svo fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð eftir 3.daga.

mánudagur, júní 25, 2007

Sundferð

Það er þá komin ný vika og það táknar bara eitt. Það er að koma að hinum vikulega þætti í V.Í.N.-ræktinni. Þessa vikuna verður nú ekki mikið um erfiði en þess í stað á að ná úr sér strengunum eftir átök afstaðinar helgar, sem var að sjálfsögðu Fimmvörðuhálsganga, því á að fara upp á Hellisheiði og í Reykjadal þar sem legið verður í Reykjadalslaug og haft það notalegt. Enda eiga alveg nokkrir einstaklingar það skilið eftir að hafa staðið sig ofur vel.
Það er svo hefð fyrir tímasetingu 19:30 fyrir áætlaðan brottfaratíma komandi þriðjudag.

Í síðustu viku hitti sjálfur kvennaréttindadagurinn á sama dag og V.Í.N.-ræktin fór í sína vikulega hreyfingu. Eins og áður var auglýst var skundað á Keili og í tilefni dagsins var það vel við hæfi að 4.karlmenn skyldu hafa þraukað það að komast upp á topp Keilis. En það voru Stebbi Twist, VJ, Maggi á Móti og Jarlaskáldið.
Rétt eins og sjá má þá var hirðljósmyndarinn með í för og hægt er skoða myndir úr ferðinni hérna.

Að lokum var svo gengið fyrir 5-vörðuháls aðfararnótt síðasta laugardag. Það var þá vel við hæfi að fimm fræknir einstaklingar töltu þarna á milli jökla. Líkt og með Keilisferðina voru þetta eingöngu karlahópur göngudeildar sem þarna voru á ferðinni en það voru eftirfarandi: Litli Stebbalingurinn, VJ, Jarlaskáldið, Hrafn og Gaui.
Rétt eins og sjá má var ljósmyndari með og hægt er að líta á afraksturinn hér. Svo er aldrei að vita nema það verði birt ítarleg ferðaskýrzla.

Kv
Göngudeildin hreingerningarsvið

miðvikudagur, júní 20, 2007

Senn líður að því!

Já, það eru ekki nema 9.dagar í veizluna. Sem sagt komið niður fyrir 10.daga og dagafjöldinn komnið niður fyrir 3.ja stafa tölu og m.a.s niður fyrir tveggja stafa tölu. Sem er mjög gott. Við skulum ekki vera að glápa á einhverjar tölur endalaust heldur koma okkur í mál málanna. Listann

Skemmtilega fólkið:


Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Þessi Óli
VJ
Hrönnslan
Jarlaskáldið
Hugsanlega aukafarþegi
Danni Djús
Raven

Tæki er þurfa ökumann sem hlustar á ráð Umferðar-Einars:


Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???
Lilli

Nú þegar allt þetta nálgast óðum þá bætist aðeins í hópinn og er það vel
Svo verður nú um komandi helgi farið síðustu undirbúnings-og eftirlitsferð innúr þar sem gönguleiðin verður jafnframt könnuð. Það ætti því allt að verða klappað og klárt, vel undirbúið þegar hátíðarhöld hefjast.

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

sunnudagur, júní 17, 2007

Þriðjudagshreyfingin

Nú er komið að næsta lið V.Í.N.-ræktarinnar. Að þessu sinni er ætlunin að reima á sig gönguskóna og akra upp á helsta fjallastolt Suðurnesjamanna sem er auðvitað Keilir. Jafnframt verður þetta síðasta tækifærið til æfinga fyrir fyrirhugaða göngu yfir gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls um næstu helgi. En það vill svo skemmtilega til að sú helgi er einmitt Jónsmessuhelgin. Þá er upplagt að hlusta eftir talandi beljum, já allt er nú til, ásamt að velta sér allsber í dögginni að þjóðlegum og góðum sið.
Rétt eins og venjulega er tímasetningin 19:30 og þá úr bænum. Hvar hittingur verður kemur í ljós þegar það verður ákveðið. Sem sagt Keilir n.k. þriðjudag. Hvar verður þú?

Nú síðasta þriðjudag var farið æði hressandi hjólhestatúr um Heiðmörkina. Það verður að segjast að það var nokkuð góður túr og einn sá all skemmtilegasti hjólatúr sem undirritaður hefur farið amk í lengri tíma. Það var nú frekar fámennt en góðmennt engu að síður og vel gert úr öllu. Það var bara Yngri Bróðurinn sem mætti til hittings á stífluna en þar kom svo aðsvífandi Lilti Stebbalingurinn. Niðurstaða þess var að þetta var góður dagur í V.Í.N.-rætinni í góðviðri.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júní 14, 2007

Og það styttist

Það styttist með hverjum deginum í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð, rétt eins og sjá má á teljara hér á síðunni. Tel nú nokkuð víst að ekki þurfi að benda sérstaklega á það hvoru megin teljarinn er. Hvað um það. Bezt að koma sér að efni vikunnar


Álfar og huldufólk:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurnn
Eldri Bróðurinn
VJ
Hrönnslan
Jarlaskáldið
Heiður
Danni Djús


Automobiles:

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???
Lilli

Það eykst aðeins í hópnum og er það vel. Tókum fagnandi á móti öllu góðu fólki. Nú er barasta um gjöra að koma sér í gírinn enda ekki nema rétt rúmar tvær vikur í gleði mikla

Kv
Undirbúnings- og eftirlitsnemd

HoppípollaJæja, fer ekki að koma helgi?

þriðjudagur, júní 12, 2007

Stóra peysumálið

Nú þurfa allir sem ætla að fá nýja hátískupeysu að drífa sig í að borga. Ég ætla að sækja sendinguna á föstudaginn, þannig að greiðslufrestur rennur út á fimmtudagskvöldið. Ef einhverjir ganga ekki frá greiðslu fyrir þann tíma fá þeir einfaldlega ekki peysu á þessu verði.

Verð fyrir fullrenndar kalla- og kvennapeysur er 6.302 kr. - Stebbi, Guðrún, Maggi Andrésar, Elín, Nóri, Dóri, Óli, Alda, Vignir, Erna, Toggi, Snorri, Katý, Hrafn, Maggi Blö, Auður hans Magga, Ragnheiður, Haffi, Kiddi, Reynir, Jónas og Auður hans Eyfa.

Verð fyrir hálfrennda peysu er 5.466 kr. - Dýrleif

Verð fyrir gamaldags kvennapeysu er 9.487 kr. - Oddný

Verð fyrir fyrir barnapeysu er 3.210 kr. - Andrés

Merkingin kostar 1000 krónur til viðbótar.
Ég þarf vonandi ekki að taka það fram að þeir sem ætla að láta merkja peysuna sína þurfa að bæta þessum þúsundkalli við verð peysunnar áður en þeir leggja inn greiðsluna.

Leggja skal inn á eftirfarandi reikning:
Nr. 528-14-604979
Kt. 230579-4079

Þegar það er búið væri tilvalið að senda mér tölvupóst með óskum um hvernig peysan skal vera merkt. Netfangið er haffij(hjá)hive.is

Ég sæki þetta og kem þessu niður í Merkt í samráði við Oddnýju. Reyni að græja það í síðasta lagi á mánudaginn. Þá er kannski séns að fá þetta fyrir Jónsmessuhelgina.

Jæja, upp með blessaða auðkennislyklana og gangið í að borga...

Haffinn

sunnudagur, júní 10, 2007

Helgin er svo lengi að líða...


...hversu lengi má ég bíða? Fram á þriðjudagskvöld.
Var eitt sinn sagt í dægurlaga texta og er það hverju orði sannara.

Eins og alþjóð ætti að nú þegar að vera ljóst er V.Í.N.-ræktin á fullu hvern þriðjudag í viku.
Nú komandi þriðjudag er stefnan tekin á hjólhestaferð í Heiðmörk. Ætli það sé ekki málið að hafa hitting við Elliðaárstífluna og við skulum bara hafa tímasetninguna sígilda eða 19:30. Svo er lítið mál að hitta fólk einhverstaðar á leiðinni ef það hentar betur. Bið bara áhugasama um að tjá sig um það í þar til gerðu athugasemdakerfi.

Þrátt fyrir leiðindaveður síðasta þriðjudag var nú samt haldið til hóla. Þrír hraustirn sveinar fóru í ferð. Reyndar var breytt útaf áður auglýstri dagskrá. Stebbi Twist, Maggi Móses og VJ röltu á Mosfell í háhvaða roki en annars fínn göngutúr. Síðan var aftur tölt á fimmtudag en þá fóru Stebbi Twist og Tuddi Tuð á Stóra-Metill. Nóg um það.

Svo að lokum þá hefur pistlahöfundur breytingatillögu fram að færa, reyndar eru þær tvær.
Þannig er mál með ávexti að búið er setja litla strákinn á vaktir í júlímánuði sem er þess valdandi tveir þriðudagar eru úti fyrir strákinn. Þar sem undirritaður er þekktur fyrir að hugsa nær eingöngu um sitjandann á sjálfum sér. Þá leggur Litli Stebbalingurinn það til þriðjudagsrætin þann 10.júlí n.k, en þá er ætlunin að fara á Hvalfell, annars vegar og síðan tveim vikum síðar eða 24.júlí, sem er Akrafjall, hins vegar. Að þessar tvær verði færðar til um einn dag eða fram á miðvikudag 11.júlí og síðan 25.júlí. Er þetta bara gert svo að það sé moguleiki að sumir komist með og geti hreyft sig aðeins. Hafi fólk eitthvað við þetta að athuga þá vinsamlegast tjái sig í skilaboðakerfinu eða skilji eftir skilaboð á dyrinni.

Kv
Göngudeildin og hjólasvið

fimmtudagur, júní 07, 2007

5-vörðuhálsEf litið er hér til hægri á síðunni má sjá þar liðinn ,,á döfunni´´ og þar um helgina 22-24.júní n.k er ætlunuin að lappa. Rétt eins þar sést er stefnan að tölta yfir hálsinn sem kenndur er við 5 vörður. Fyrir þá sem eru svo óheppnir að vita ekki hvar það er þá er þetta gönguleiðin milli Skóga og Goðalands. Þess má líka geta að þetta verður um leið loka undirbúnings-og eftirlitsferð fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2007. Athugað hvort gönguleiðin sé fær fyrir þá sem eru svo firtir að ætla sér að lappa fyrstuhelgina. En nóg um það.

Það er sem sagt, ef það hefur farið fram hjá einhverjum, stefnan á að ganga þessa helgina, amk skella sér í Bása, líkt og hefur verið gert nokkur síðastu ár. Alla vega verður hlustað eftir talandi beljum og bókað velt sér upp úr dögginni. Rétt eins og lög í þessu landi gera ráð fyrir.
Það verður án efa sama fyrirkomu lag og hefur alltaf verið. Farið innúr með dót á fimmtudeginum og amk einn bíll skilinn eftir.
Síðan gengið yfir á flöskudagskveldinu og aðfararnótt laugardagsins. Síðan létt sprell fram að grilli og varðeldinum. Allt hefðbundið og vanalegt.

Gaman væri að sjá hverjir hafa áhuga á slíkri för. Hvort sem fólki hefur hug á að nota tvo jafnljóta, koma á laugardeginum eða bara eitthvað allt annað og flippaðara.
Gagnlegt er að nota athugasemdakerfið hér fyrir neðan í þeim tilgangi.

Með von um sem flestir láti sjá sig
Kv
Göngudeildin í samstarfi við undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

G-in þrjú

Helgin er fram undan. Veðurfræðingar eiga það víst til að ljúga, en þó verður að teljast líklegt að það verði skítaveður um helgina. Auk þess munu margir innan VÍN vera boðaðir í útskriftir um helgina. Ekki ferðavæn helgi? Við höfum lausnina!

Lausnin er G-in þrjú: Grill, gufa og glasalyftingar. Haffi er búinn að redda Ríkinu aðfaranótt laugardags og er meiningin að keyra þangað eftir vinnu á föstudag og dvelja eina nótt í góðu yfirlæti, grilla, glasalyfta og jafnvel skella sér í gufuna. Ef menn vilja taka umferð í heimsbikarmótinu í sprellahlaupi verður ekki amast við því. Haffi vill meina að það sé Súkkufært í Ríkið og því engum neitt að landbúnaði. Svo koma menn bara heim um miðjan dag daginn eftir og skella sér í útskrift. Hvernig viljið þið hafa það betra?

Svo er ekki úr vegi að minna á tónleika Ljótu hálfvitanna og Hunds í óskilum á Gauknum í kvöld. Þangað mæta allir góðir menn.

miðvikudagur, júní 06, 2007

Miðvikudagsbirtingur

Þá er komið að hinum vikulega lista. Meira svona eiginlega skyldubirting á þessu. En hvað um það, má ekkert láta upphitunar stemninguna fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð detta niður dauða.

Fólkið:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Eldri Bróðurinn
VJ
Hrönnslan

Sjálfrennireiðar

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???

Engar breytingar frá því í síðustu viku. Þarf svo sem ekkert að koma á óvart en við komum aftur næstu og þá þar næstu líka. Sjáið bara til

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar