miðvikudagur, maí 31, 2006

Vinsældarlistinn

Þá er senn komið að lokum maímánuðar og eftir að maí lýkur mun maístjarnan ekki skína meir á þessu áru. En hverjum er ekki svo sem drullu, skítsama. Nú framundan er er síðasti mánuðurinn á undan fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og það er það sem eina máli skiptir.
Rétt eins og má sjá hér fyrir neðan, í fréttatilkynningu frá Jarlaskáldinu, þá er lokaundirbúningur kominn á fullt skrið. Enda ekki seinna væna. Þetta fer allt að bresta á og kvenfólk er farið að missa legvatnið af spenningi yfir komu V.Í.N. í Þórsmörkina sem er okkur svo kær og ljúf. Nú skulum við koma okkur að máli málanna á vinsældarlistan sívinsæla og þann sama og allir sem máli vilja skipta velja vera á. Allir eru velkomnir nema hnakkar og Frakkar. Nú eftir að júnímánuður gengur í garð geta menn síður reiknað með að fá stórglæsilega vinnninga því nú verða seldir miðar látnir mæta afgangi þ.e. þeir sem skrá sig hér eftir. Þannig er það nú barasta.
Ýkt óheppin(n)

Fólk sem ætlar að skemmta sér:


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Dr. Phil
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer
Guðrún

Tækin sem koma okkur á staðinn:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Vilhjálmur
Explorer


Þetta er magnað að sjá.

Rétt eins og glöggir lesendur hafa sjálfsagt rekið augun í þarna kominn einn nýr einstaklingur inn. Þess má geta að þetta var eini aðilinn sem svaraði ferðafélagsauglýsingu svæðisstjóra og mætti í atvinnuviðtal og var samþykkt.

Dveljum ekki lengur við það heldur skal nú undirbúingi haldið áfram á fullu, og þá meina ég blindfullu, hvergi skal slegið slökku við.


Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Skaftafell eða Skaptafell

Jæja eftir að vera búinn að spjalla við veðurfræðinga Íslands, spá þeir einna "best" fyrir Skaftafellið.

Veður spáin er lítur svona út.Ekki slæmt.

Kveðja

þriðjudagur, maí 30, 2006

Niðurtalningin hafin fyrir alvöru

Í ljósi þess að í dag er akkúrat mánuður í FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð er tími til kominn að spýta í lófana og hefja undirbúning fyrir alvöru. Framlag Jarlaskáldsins í þá veruna verður að sjá um að uppfæra daglega myndina hér fyrir ofan með myndum úr Merkurtúrum fyrri ára. Vilji menn koma með uppástungur að myndum til birtingar, eða, það sem e.t.v. líklegra er, benda á myndir sem þeir vilja ekki að birtist (hvernig mætti það annars vera?) mega koma skilaboðum til Jarlaskáldsins þar að lútandi með þeim hætti sem þeir telja best. Tekið skal fram að það er aldrei heitt á könnunni í Árbænum, en það er kannski kominn tími á það...

mánudagur, maí 29, 2006

Fjall fjall og aftur fjall

Jæja göngunefnd VÍN ætlar að ganga á Esjuna á morgun þriðjudag og það á bæta tímann síðan síðast.

Mætum öll!!

Göngunefnd VÍN.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Framboðslisti

Jæja, gott fólk!

Svona rétt eins og vel flestir hafa sjálfsagt gert sér grein fyrir eru borgar,bæjar og sveitastjórnakosningar komandi laugardag. Þá koma allir til með skunda á sinn kjörstað og merkja þar X fyrir framan D. Þó svo að Skáldið vilji nú ekki viðurkenna það þá mun það kjósa Gísla Fliss. Ef Jarlaskáldið mun neita því og þræta fyrir það þá vitum við að það hefur kosið EXBÉ og vonast til að Bingi komist í meirihluta þá með Sjöllunum. Hvað sem allri pólitík líður þá er annað sem brennur á huga undirbúningnemd eftirlitsdeildar en það er að sjálfsögðu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.

Nú er framboðsfrestur alveg að renna út. Hann mun renna sitt skeið á enda kl:12:01 á hádegi eftir hádegi laugardaginn 27.maí nk í Laugardalnum á laugardaginn í Laugardalslauginni á laugardaginn í Laugardalnum. Þó svo enn verði hægt að skrá sig og einhverja sem það þekkir þá verður bara dregið úr þeim miðum sem seldir verða fyrir þessi tilteknu tímamörk. Nóg um það. Komum okkur að því sem mestu máli skiptir:


Fólk

Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Brabrasonurinn
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer

Ökutækin:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Jeepinn
Explorer

Eins og gefur að líta er þetta gríðarlega sterkur listi og mun leiða liðin í mikla gleði núna fyrstuhelginaíjúlíárshátíðarþórmerkurferðinni 2006. Og ekki orð um það meir

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, maí 23, 2006

Hvít Sunna

Þannig er mál með ávexti og vill svo merkilega til að í dag eru 10.dagar í helgina sem kennd er við Sunna einhverja sem kunn vera hvít. Jafnvel hvítari en undirritaður.
Annað sem er stórmerkilegt í þessu samhengi er að ef dregnir eru 2.dagar frá, þá munu vera 8.dagar í þessa ágætu helgi. Hitt sem ekki er síður merkilegt í sambandi við þetta allt saman er að ef það bætast við 2.dagar mundu það vera 12.dagar í þessa Jésúhelgi sem gefur oss frídag. Sem er mjög gott.
Jæja, en nú skal hætt allri kennslu í frádrætti og samlagningu. Enda er Litli Stebbalingurinn ekki kennslukona eins og Snorri hinn aldni perri.

Nú þegar hratt líður að þessari fyrstu ferðahelgi ársins, eins og einhverjir sjálfskipaðir spekingar hafa haft á orði, ber að huga að því hvert skal halda þessa einu löngu helgi. Þó svo sumir kunna að halda því fram að verzlunarmannahelgin sé löng og eftir þá skal það ítrekað hér að þeirri helgi er fyrir löngu ráðstafað.
En aftur að helginni sem kennd er við Sunnu hina hvítu. Það hefur viljað vefjast fyrir fólki hvurt skal halda þessa daga og ætlar undirritaður að koma með eina uppástungu. Hugmynd þessi er ekki frumleg, frekar en margt annað sem frá sagnaritanum kemur, en hvað um það. Látum hana flakka engu að síður.

Tillaga þessi er Skaftafell eða Skaptafell, man aldrei eftir hvor bróðirnium þetta er nefnd, og þá ekkert endilega með það í huga að fara á Hvannadalshnjúk. Það er svo nóg annað hægt að gera sér til dundur þarna og á næstu grösum.
Menn hafa líka nefnd norðanverða ve(r)stfirði og er það vel. Bezt að láta aðra um að tala um það.
Svo er bara orðið frjálst og fáir staðir svo slæmir að ekki megi athuga með að fara þangað dagana 2-5.júní n.k.

Svo að lokum þá virðist ekki vera vanþörf á því að minna á ferðafélagsauglýsingu svæðistjóra hér neðar á síðunni.

Kv
Hvítasunnusöfnuðurinn.

Minn er næstum því frægur

Er ekki nema mynd af mér í nýjasta hefti af Grapevine

Aldeilis flott :o)

Kveðja

sunnudagur, maí 21, 2006

Uppstigningardagur

Rétt eins og flestir vita þá er víst einhver Jésúdagur núna n.k. fimmtudag. Helsti kostur við dag þennan, sem kenndur er við uppstigningu eða uppstillingu eins og spévargarnir hafa haft á orði, er að þá er frí. Þetta þíðir víst að vinnuvikan er brotin upp með frídag svona í lok vikunnar með sínum tveimur flöskudaögum og illu heilli líka tveimur mánudögum.
Þar sem þarna er frídagur þá telur ferðanemd og jeppadeild því kjörið tækifæri að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í utanbæjarför á miðvikudagskveldið og koma aftur heim á fimmtudeginum. Heyrst hefur að undirbúningsnemd eftirlitsdeildar finnist þetta góðir dagar til undirbúnings- og eftirlitsstarfa.
Hvað um það. Ef fólk hefur e-ð til málanna að leggja þá er því óhætt að tjá sig í þar til gerðu athugasemdakerfi hér fyrir neðan.

Kv
Ferðanemd (hugsanlega Jeppadeildin og undirbúningsnemd eftirlitsdeildar)

fimmtudagur, maí 18, 2006

Listinn

Nú senn líður að Júróvísíjón og þá rann upp ljós fyrir undirbúningsnemd eftirlitsdeildar. Og hvaða ljós er það? Kunna sjálfsagt margir dyggir lesendur að smyrja sig. Eða eins og tjéllingin sagði eitt sinn: ,,jú, maður spyr sig?´´. Það er þó hægt að fullyrða að þetta ljós var ekki lendingarljós. En hvað um það. Nú skal forvitnum stelpum svarað.
Það er auðvitað allt, allt, allt, alltof langt síðan síðasti fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðarlisti birtist síðast. Slíkur listi hefur ekki verið gefin út, tjá, alveg síðan síðast. Alla vega ekki síðan framboðsfrestur rann út. Þar sem sumar er víst runnið í garð og sólin skín í heiði. Þá er víst vel við hæfi að skella pottunum á grillið og fá sér létt soðnar nautalundir yfir júróvísíjón. Núna erum við aðeins komin út fyrir efnið.
Hættum þessu bulli og birtum bara listann

Fólkið:

Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer

Je(e)p(p)ar:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Jeepinn
Explorer

Eins og geta má til er þetta einstaklega sterkur og sigurstranglegur listi. Það vantar bara Eyþór og þá væru allir sáttir.

Munið að enn er hægt að koma sér í hóp góðra.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, maí 15, 2006

Henson

Sæl,

Ég var að tala við þá hjá Henson í sambandi við klæðnað fyrir sumarið.

Jakki á okkur kostar 3500 kr með VSK.

Týpu númerið á jakkanum er númer 501

Einnig eru þeir með boli sem kosta 850kr með VSK.

Er ekki málið að smella sér á þetta fyrir sumarið ???

Ps, það á eftir að velja liti.

Kveðja
Fatanefnd VÍN.

sunnudagur, maí 14, 2006

Helgin sem var

Undirritaður ásamt VJ og Jarlaskáldinu fórum í léttan bíltúr um helgina um uppsveitir Borgarfjarðar. Fínasti túr í bongó veðri.
Lagt var í´ann eftir hádegi á laugardaginn, svona þegar menn voru tilbúnir, og ekið var sem leið lá í gegnum öll hringtorgin í Moso og upp á ÞingvallavegþEftir að beygt var af og komið inn á veg þar sem við enduðum í Hvalfirðinum. Eftir það lá leið okkar m.a yfir Draghálsinn og enduðum við í Húsafelli. Þar var slegið upp tjöldum og grillað.

Á sunnudeginum var nú ekki minni bóngó. Við fórum í nettan bíltúr um sveitavegi Borgarfjarðarsýslu og enduðum í Norðurárdalnum eftir smá strumpaleið þar sem var strumpast og sötrað stumpagos. Enduðum svo í sundi í Borgarnesi og með pylsu í Hyrnunni.

Skáldið er búið að setja inn myndir úr ferðinni á myndasíðuna sína. Þær er hægt að skoða hér.

Að lokum er rétt að minna á ferðafélagsauglýsingu svæðisstjóra hér fyrir neðan.

Kv
Ferðanemd

föstudagur, maí 12, 2006

Ferðafélagar óskast

Vegna aukinna verkefna leitum við að framúrskarandi einstaklingum til að gerast ferðafélagar í VÍN. Um er að ræða fullt starf í allt sumar. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi VÍN.

Helstu verkefni:
Umsýsla
Afstemmingar og eftirlit með bifreiðum og umsjón með innheimtu tekna.
Gerð ferða og aðstoð við utanumhald ferða.
Umsjón með viðveru og mannauð.
Samskipti við ýmsa aðila innanlands og erlendis.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Skólamenntun
Bílpróf er mikill kostur
Góð kunnátta í meðferð áfengra drykkja skilyrði
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, nákvæmni og samviskusemi.
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar.

Athygli skal vakin á því að VÍN vinnur í samræmi við jafnréttisáætlun og hefur jákvæða mismunun að leiðarljósi við starfsráðningar. Umsóknir berist svæðisstjóra VÍN, eigi síðar en hinn 26. maí nk.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Heilsubót

Nú í veðurblíðunni síðustu daga hefur heilzuverndarátak á sér stað og menn stundað heilbrigðan lífstíll sem aldrei fyrr.
Sem dæmi brá undirritaður sér ásamt Jarlaskáldinu í hjólhestatúr í gærkveldi. Svona eftir að maður og Skáldið höfðum endurheimt loft í barða hjólhestana. Fínasti túr í frábæru veðri við kjör hitastig.

Núna í kveld var svo áfram stundaður betri lífstíll og það var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Eins og fram hefur komið hér neðar á síðunni var Brabrasonurinn búinn að blása til Esjugöngu.
Það voru svo fjórir fífldjarfir drengir sem lögðu leið sína á borgarfjall okkar Reykvíkinga. Gekk sú ferð vel, þrátt fyrir að ekki hafi verið sama veðurblíða og í gærkveldi, og allir náðu að skilu sér aftur niður.

Jarlaskáldið er að sjálfsögðu búið að setja inn myndir inn á alnetið. Myndir úr hjólhestatúrnum eru hér og síðan er Esjugangan hérna.

Kv
Heilbrigðisnemd.

P.s Svo er rétt að geta þess að skv niðurteljara (hér hægra megin á síðunni) eru bara 50.dagar í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Þess ber að geta að enn eru nokkur sæti laus og þá hélst fyrir aðila af veikara kyninu og alltaf er pláss fyrir fleiri hendur í hreingerningardeildina

þriðjudagur, maí 09, 2006

fimmtudagur, maí 04, 2006

Mynd

Mér lýst vel á þessa mynd af okkur göngugörpum.

Því verða skipulagðar göngurferðir á sem flestum miðvikudögum í sumar.

Byrjar næsta miðvikudag með því að ganga á hið klassíska fjall Esjuna.

Allir velkomnir

Kveðja
Göngunefnd VÍN

miðvikudagur, maí 03, 2006

Komandi helgi

Sælt veri fólkið!

Nú er heldur betur farið að halla niður í móti og maður er farinn að sjá fyrir endanum á þessari stuttu, en samt nógu langri, vinnuviku.
Slíkt þýðir bara eitt, það er kominn ferðahugur í litla Stebbalinginn og sjálfsagt fleiri V.Í.N-liða. Nú er komið sumar og ekki nokkur ástæða til að eyða helgi í borg óttans.
Þá er bara stóra smurningin um hvert á að fara og svo hverjir hafa hug á að fara eitthvað. Eða ætlar kannski fólk að hanga heima með öræfaótta?

Látið nú ljós ykkar skína og endilega komið með hugmyndir um áfangastaði hér í athugasemdakefinu hér fyrir neðan.

Kv
Ferðanemd