þriðjudagur, mars 27, 2007

Peysur!!!!!!!Ágætu VÍN-verjar, nú á að ganga frá peysudíl. Allir þeir sem langar í svona ógeðslega flotta peysu eins og hér að ofan og þar að auki með VÍN-lógóinu skulu drífa sig niður í 66 gráður norður og máta, og að því loknu senda Stebba (stebbitwist hjá hotmail.com) meil með viðeigandi stærð. Díllinn ku hljóða upp á einhvern 20% afslátt, nenni ekki að reikna það, figure it out yourself. Allavega, allir að máta, og endilega láta þá vita sem gætu haft áhuga en reka sjaldan nefið hér inn eða eru einfaldlega ólæsir.

Ég meina, hver vill vera asnalegur og ekki í svona peysu?

miðvikudagur, mars 21, 2007

100 dagar

100 dagar!!! Nú kunna sjálfsagt einhverjir að smyrja sig að því:,,Ha, 100 dagar? Í hvað?´´ Jú, því er auðsvarað með því að horfa hér til hægri má sá teljara sem sýnir töluna 100 og í Mörkina. Mikið rétt hér að auðvitað verið að tala um Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2007. Það er svo sannarlega farið að styttast í gleði mikla.
Þessi tala 100 er mögnuð því þetta er síðasta, nú eða fyrsta, þriggja stafa talan. Á morgun verða svo 99 dagar sem er frábært því þá er dagafjöldinn kominn í tveggja stafa tölu. Í tilefni þess munu 99 rauðir loftbelgir fara frá höfuðstöðum V.Í.N. og halda sem leið liggur inn í Þórsmörk þar sem karmellum verður dreift í tilefni þessara tímamóta. Svo er annað sem er líka ótrúlegt en það er að eftir viku verða bara 93.dagar í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.

Nú skal hætt þessu bulli og í tilefni þessara 100 daga skal birta lista. Listinn góði hefur einu sinni áður verið birtur og hefur hann ekkert breyst síðan þá. Þið vitið svo hvernig komast má á lista hinna staðföstu hafi menn áhuga á slíku á annað borð. Eða fyrir farartæki sín.

Fólkið:

Stebbi Twist
Adólf

Bílar:

Willy
Framsóknarflokkurinn

Kv
Sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar

þriðjudagur, mars 20, 2007

Myndir frá Agureyrish


Um leið og Jarlaskáldið þakkar fyrir sig eftir helgina, þetta var hreint ekki amalegt, vill það benda á nokkrar myndir frá helginni sem er að finna hér.

Svo er bara spurningin, hvað næst?

miðvikudagur, mars 14, 2007

Sú síðasta

Þá er komið að loka upphitun fyrir skíða-og menningarferð til Agureyrich 2007. Þetta er auðvitað frá því í fyrra. En höfum ekki fleiri orð um það og komum okkur að efninu. Hér er dæmið frá síðasta ári.

Kv
Skíðadeildin

mánudagur, mars 12, 2007

...og þá réð rómantíkin ríkjum

Þá er komið að upphitun frá árinu þar sem ástin lá í loftinu og þegar Forvitna stelpan mætti ekki til að veita verðlaunum viðtöku, í kvennaflokki, fyrir heimsóknargestnr:20000 en var reyndar nr:20025 og svo fyrir heimsóknargestnr:25000 en var þá nr:25159.
Sem áður sagði var hún ekki til veita verðlaunum viðtöku en sá Aldni fékk þar glæsileg verðlaun fyrir verðmæti allt að 300.kr. Nóh komið að rausi.
Ætla að láta myndirnar tala sínu máli, þrátt fyrir að myndir séu raddlausar. Hérna er hægt að skoða.

Kv
Skíðadeildin

laugardagur, mars 10, 2007

Ennþá upphitun

Já, þessi blessaða upphitun , fyrir skíða-og menningaferðina þetta árið , heldur nú áfram. Nú er komið að árinu þar sem minnst var skíðað á Agureyrich eða bara ekki neitt. Þetta var á því herrans ári 2004 og það má skoða hér.

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, mars 07, 2007

Fréttir af fræga fólkinu

Já, Ásdís Rán bara búin að gerast brotleg við fánalög. Hvað skyldi þetta glæpakvendi gera næst. Svívirða V.Í.N.-fánann??? Nei, við skulum vona að svo verði ekki. Eða hvað?

En þá er bezt að halda þessari blezzaðri upphitun áfram fyrir skíða-og menningaferðina til Agureyrich 2007, þar sem jafnframt er haldin aðalfundur. Skiptir ekki öllu. Hverfum nú aftur til ársins 2003. Hérna er tímavélin.

Það er svo greinilega sumt sem skíðadeildin þarf að hafa á samvizkunni.

Kv
Skíðadeildin

E.s Einn af meðlimum Team V.Í.N. Telemark (að auki er Brabrasonurinn líka meðlimur) var að spyrjast fyrir um það hvort einhver stemning væri fyrir því að fara á lokahof og verðlaunaafhendingu með Telemörkurunum, þessir sem skíða með asnalega stílnum, og snæða þar líka með þeim kveldverð.
Eða eigum við frekar að halda í gamlar hefðir og skella okkur á Greifann.
Endilega tjáið tilfinningar yðar, hér að neðan, í þar tilgerðu athugasemdakerfi

sunnudagur, mars 04, 2007

Skíðadeildin hér og þarSkíðadeild VÍN lá ekki á liði sínu þessa helgina í undirbúningsstarfi sínu fyrir komandi Agureyrishhelgi. Fulltrúi VÍN á Norðurlandi var Vignir og mun hann hafa sinnt skyldum sínum hvað varðar könnun á snjóalögum í Hlíðarfjalli og öðru því er mikilvægt þykir. Samkvæmt frumskýrslu hans munu snjóalög góð og úrvalsaðstæður til skíðaiðkunar, og því bara að vona að svo haldist næstu tvær vikurnar.

Hér sunnanlands sáu undirritaður og Stefán Twist um að kanna aðstæður í Bláfjöllum. Þær reyndust furðugóðar, ekki mikill snjór sosum en þrusufæri og m.a.s. hægt að leika sér dálítið utanbrautar. Veðrið var ekki upp á marga fiska til að byrja með en úr því rættist heldur betur og varð hið mesta stuð úr þessu að hafa. Svo sakaði ekki að það var ekki kjaftur í fjallinu. Við hittum einnig yngri bróðurinn í nýju, fínu peysunni sinni og félaga hans og munu á næstunni hefjast samningaviðræður um gistingu fyrir einhverja hjá þeim bræðrum á Agureyri ef Furulundurinn fyllist algerlega. Það ætti allavega enginn að þurfa að sofa úti á tröppum, þó einhverjir eigi sjálfsagt eftir að gera það engu að síður.

Eins og oft áður var myndavélin með í för, og má sjá afraksturinn hér.

11 dagar, gott fólk. Allir að dansa snjódansinn þangað til, allir saman nú...