sunnudagur, september 30, 2012

Sumartúrinn: Sjöundi kafli
Fimmtudagur 09.08: Á sléttu melrakkans

Það var þvílíka veðurblíðan er risið var úr tjaldi í Lundi  og eftir morgunmat var ekið afstað í heitum bílum. Fyrsta stopp var á Kópaskeri og aðsjálfsögðu var ekið um kauptúnið og það skoðað. Virtist vera alveg þokkalegasta húsaþyrping þarna. Því næzt var haldið á Melrekkasléttuna sjálfa. Það var áhugaverður akstur. Þarna hafði ég aldrei komið og var mjög gaman að skoða sig um þarna. Sérstakt var að koma á Raufarhöfn og skoða sólargarðinn eða hvað sem hann heitir og síðan er þessi bær mikið sorglegur úff. En flott var að koma að vitanum fyrir ofan höfnina og sjá yfir bæinn. Hef svo sem ekkert fleiri orð um það.  Leiðin lá áfram austur á boginn og næzta þorp var Þórshöfn sem er mikið mun skárra en Raufarhöfn. Skemmtilegast var þó að hitta hann Hafliða þarna og fylgjast með löndun báta frá Vinnslustöðinni.  Freistandi var að reyna komast á Gunnólfsvíkurfjall en ekki er ég viss um að Polly hefði haft það upp svo kíkt var bara í Bakkafjörð áður en komið var í sundi í Selársdalslaug. Er örugglega einn um þá skoðun að finnast það ein flottasta sundlaug landsins á mögnuðum stað.

Eftir það lá leiðin á Vopnafjörð þar sem slegið var uppi tjaldi í einum að þessum Alaskavíðishólfum. Frekar lítið og þröngt tjaldstæði en í flottu umhverfi með skjól af klettunum og útsýni yfir höfnina. Eftir að hafa soðið pöst og etið með beikoni og rjómasósu var tekið kveldrölt um bæinn. Ma komið við í kirkjugarðinum og Sambandsherberginu. Eftir það var bara skriðið ofan í poka til hvílast fyrir Hellisheiði Eystri  og þetta var síðasta nóttin í tjaldi í þessu ferðalagi. Við tók tvær nætur í bústað (sem er hálfgerð sóun á sumri)

Myndir


laugardagur, september 29, 2012

AthugunÁ flöskudag fyrir rúmri viku fór Litli Stebbalingurinn í óvissuferð með vinnunni. Þar var óvissan á Agureyrish og verður svo sem ekkert farið neitt nánar í það. Nema hvað að maður horfði til fjalla og sá að snjór er kominn í þau. Kaldbakur er hvítur langt niður í hlíðar og síðar var kíkt í skoðunarferð í Bruggverksmiðjuna Kalda og þar sá maður á fjöllin á Tröllaskaga og eru þau líka vel hvít niður fyrir miðjar hlíðar. Þetta haust lofar góðu með veturinn. Nú treystir maður bara á það sendiherra V.Í.N. á norðurlandi standi sig í fréttaflutningi

föstudagur, september 28, 2012

Sumartúrinn: sjötti kafli
Miðvikudagur 08.08: Kröflueldar

Í miðri viku var vaknað og þann dag var veðrið síst. Aftjölduðum að vísu í þurru en það komu einhverjir dropar á leiðinni austur á Mývatn ekkert nema til að herða mann. Þegar á Mývatnssvæðið var komið var haldið að Kröflu með það takmark að rölta á toppinn. Það hafðist og þar var Kári sterkur en náði samt ekki að feykja okkur um koll. Að yfirstaðinni göngu var komið að föstum lið þe að skella okkur í sund og varð sundlaugin í Reykjahlíð fyrir valinu. Heitapottslegan þar var alveg hreint prýðileg og kallaði fram hungurtilfinningu. Til að verða við því kalli líkamans skelltum við í súpu við Dimmuborgir. Fínasta súpa með góðu útsýni yfir vatnið og svo jólasveinana og Dimmuborgir.

Með fullan maga var haldið í vesturátt, kannski meira svona vestnorðvestur, til Húsavíkur. Þar var tankað og ísað áður en haldið var yfir Tjörnesið og yfir í Kelduhverfi. Í Kelduhverfinu var að sjálfsögðu kíkt aðeins á ættaróðalið. Tjaldað var svo í Lundi í Öxarfirði.( Dr. Skipuleif átti að vera ánægð með það). Þar er mjög svo hefðbundið tjaldstæði á hæðóttu túni með Alaskavíði í kring. Við fundum okkur góðan og sléttan blett í einu horninu og hofum að elda tudda kallinn. Eftir staðgóðan kveldmat skoðuðum við örlítið staðhætti þarna og leist vel á. Þrátt fyrir sléttu eru þarna nokkrir hólar sem kalla á mann að rölta uppá. Svo þarf að taka þessa sundlaug út við tækifæri. Bíð reyndar eftir því að Dr. Dilla skipuleggi ferð um þetta svæði og taki að sér leiðsögumanninn um Melrakkasléttuna. Hér með er skorað á Dýrleifu með það við tækifæri á næztu 10 árum

Sjáið myndir hér


fimmtudagur, september 27, 2012

Heilzubótarrölt

Nú ekki á morgun heldur hinn, eða á morgun ef þetta er lesið á morgun, þá er væntanlega laugardagur. Það sem meira er að þá er líka fínasta veðurspá svona ef veðurspámenn ríksins eru ekki að ljúga að okkur.
Þá erum við hjónaleysin, með laumufarþegan, að spá að skella okkur í einhverja hólagöngu á einhvern hólinn í nágrenni stórborgarinnar. Það er ekkert ákveðið ennþá á hvað skal halda en ýmislegt kemur til greina, misfrumlegt þó eins og td Helgafell, Mosfell, Fjallið eina, Grænavatnseggjar nú eða Miðfell við Þingvelli.  Ef einhverjir þarna úti hafa áhuga að skella sér í kjúklingagöngu þá eru að sjálfsögðu allir velkomnir með. Bara láta vita af sér

miðvikudagur, september 26, 2012

Smiðir gegn klámiNú síðasta messudag var öllum messuhaldi sleppt og skellt sér í vinnuferð upp í Tindfjöll. Svona með það að leiðarljósi að vonandi klára þennan skála einhverntíma í framtíðinni. Í sjálfu sér er þetta ekkert frásögum færandi nema nákvæmlega helmingur vinnuhanda þarna voru gildir limir innan V.Í.N. Hefðum getað verið í meirihluta ef ölið hefði ekki gjört VJ heilzulausan á sunnudagsmorgninum. En þessir þrír V.Í.N.-liðar sem þarna voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Maggi Móses

Síðan var einn þarna sem er bara okkur að góðu kunnugur en það var Billi. Síðan voru tvær aðrar Flubbasálir sem fáir þekkja og nenni því ekki að nefna þá (þó með fullri virðingu fyrir þeim).

Þarna voru menn vopnaðir með hömrum, borvélum, hnoðtöngum, kúbeinum og kíttissprautum. Ýmislegt að gjört þarna uppfrá og náðist að klára verkefnalistann frá Óla yfirsmið. Þannig að það sem er búið er ekki eftir.

Ef einhverjir nenna þá má skoða myndir hér

þriðjudagur, september 25, 2012

Sumartúrinn 2012: Fimmti kafli
Þriðjudagurinn 07.08: Hrepparígur

Áfram helst veður ágætt og allt leit út fyrir fjallarölt.  Eftir að hafa gengið frá öllu okkar hafurtaski var komið við á benzínstöð á Sauðárkrók til að skipta um aðalljósaperu. Þarf að vera eitthvað bílavesen. Að viðgerðum loknum var ekið í gegnum sveitir Skagafjarðar, gegnum Fljótin og yfir Lágheiði uns komið var að neyðarskýlinu þar. Þaðan var lagt upp á Hreppsendasúlur. Óhætt er að mæla með þeirri göngu upp á fjall sem nær yfir 1000 mys og hefur eðli málsins skv gott útsýni. Kannski hægt að kvarta undan því að ofheitt var í veðri. Luxus vandamál.

Eftir hressandi gönguför var haldið í Ólafsfjörð í sund og þar nýtti maður ferðina til prufa nýju rennibrautina. Fín rennibraut þar og ágætis laug líka. Foreldrar Krunku voru svo búin að bjóða okkur í mat og slíkt boð vel þegið. Eftir stutt stopp í höfuðstað norðurlands og snæðing á grillaðri bleikju var haldið yfir Vaðlaheiði. Þar sem var farið að líða á kveld létum við það duga að fara í Fnjóskadal til að leggja okkur. Fyrst var meningin að tjalda í Systragili. Það er lítið tjaldstæði og við fundum ekki laust pláss þar svo vel væri þannig að kíkt var austur yfir á og slegið upp tjaldi í Vaglaskóg. Þar var að sjálfsögðu Vor í Vaglaskógi eins og ætíð.  Þar voru ekkert nema hjólhýsi, húsbílar og fellihýsi svo komum við með litla tjaldið okkar og allir heldu að við værum ullar.

Þarf svo sem ekkert að tíunda neitt um þetta tjaldsvæði þar sem við höfum nokkrum sinnum gist. Að vísu vorum við uppi þe ekki niður við á. En mér finnst þetta orðið svolítið ekki spennandi og ofmikið af íslendingum þarna. En hvað um það

Skoðið myndir hérna

mánudagur, september 24, 2012

Sumartúrinn 2012: Fjórði kafli
Mánudagurinn 06.08: Haldið norður á boginn

Það var hið þokkalegasta veður á mánudeginum enda bezti dagur vikunnar þegar pakkað var niður í Fljótstungu. Það var ákveðið að halda nú norður á boginn. Ekið var sem leið lá í gegnum Hvítársíðuna og heilzað upp á nokkrar geitur í leiðinni en annars tók við þjóðvegaakstur með kaffi/pizzustoppi í Staðarskála.

Ekki vorum við að flýta oss of mikið og Hrabbla hafði ekki komið að Hvítserk svo það var lagt út á Vatnsnesið til berja þetta náttúruundur augum. Við röltum niður í fjöru hjá þeim arna til berja Serkinn augum ekki bara af útsýnispallinum, enda ekkert að flýta okkur. Þegar búið var að skoða kauða var næzt komið við í Borgarvirki og útsýnisins notið þaðan enda þar víðsýnt. Að svo búnu var haldið sem leið lá yfir í Skagafjörð. Í Varmahlíð var kíkt á lýðnetið og næztu skref ákveðin. Sum sé að tjalda á Steinstöðum og stefna á Hreppsendasúlur daginn eftir.

Það var svo slegið upp tjaldi á Steinstöðum og skellt sér þar í sund njóta þar útsýnisins á Mælifellshnjúk úr pottinum. Að loknu baði tók við eldamennska þar sem íslenska lambakjetið var matreit og nýtum við tjaldstæðagjaldið með að elda sósuna inni og éta þar svo. Síðan var bara slakað á og notið þess að vera í fríi, röltum aðeins um svæðið og komust að einu þar. Sem er að næzta sumar væri tilvalið að fara í fjölskyldu útilegu V.Í.N. norður á Steinstaði. Þarna er flott aðstaða, hægt að komast inn, sundlaug á staðnum og nóg hægt að gjöra í nágrenni. Það er amk tillaga að hafa fjölskyldu útileguna 14-17.júní á næzta ári. Ekki stemning fyrir því??

Frá deginum má skoða myndir hér

sunnudagur, september 23, 2012

Sumartúrinn 2012: Þriðji kafli
Messudagurinn 05.08: Ferðalagið hefst

Messudagur rann upp og var í upphafi ekki eins bjartur og fagur og spámenn ríksins höfðu lofað en lítið við því að gjöra. Eftir að hafa pakkað seglskýlum saman að raðað í Polly skyldu leiðir við Eyþór og Boggu.

Við heldum sem leið lá í Þjórsárdalinn þar sem við komum við hjá Hjálparfossi, röltum í kringum Þjóðveldisbæinn og enduðum svo í sundi í Þjórsárdalslaug. Hún er reyndar lokuð en virðist mega mega sundlauga sig því vatn er í lauginni og hægt að komast í steypibað á staðnum. Eftir baðferð helt bara ferðalagið áfram og ætlunin var að koma sér yfir á vesturhluta landsins. Við enduðum sum sé daginn í Fljótstungu í Hvítársíðu í Borgarfirði.

Þar er tjaldsvæði og telst það helst til tíðinda að nágranni okkar á Land Roverinum frá á Leirubakka var þarna. En þetta er svo sem dæmigert tjaldstæði á túni og með einu klósetti á hinum endanum. Svo sem ekkert að kvarta yfir nema sumt þarfnast þarna endurnýjunnar en skíthopparinn bragðist vel sem skellt var á grillið þarna. Við röltum svo aðeins um svæðið og Krunka mátaði m.a gamlan traktor, sem virðist vera svolítið þemað þetta sumarið en hvað um það.

Tjaldsvæðið þarna í Fljótstungu er samt prýðilegt þrátt fyrir að vera á berangri en samt mun skárra en vera í Húsafelli sé maður á annað borð á ferðalagi í uppsveitum Borgarfjarðar. Samt mætti klósettið vera í betra ástandi

Sjá myndir hér

laugardagur, september 22, 2012

Sumartúrinn 2012: Annar kafli
Laugardagurinn 04.08: Traktorstorfæra

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur. Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var kíkt yfir hæðina í morgunkaffi til Eldri Bróðurins. Þar var tekið á móti okkur með kostum og kynjum í annars glæsilegum sumarhíbýlum þeirra með sínu frábæru fjallasýn. Þar vorum við bara í rólegheitum og góðu yfirlæti í hitapotti út á palli hjá þeim. Það bættist svo í hópinn þegar Billi og Guðni renndu við á leið sinni á traktorstorfæruna
.
Um hádegi skröltum við yfir á Flúðir og horfðum þar á fullorðna stráka leika sér á traktorum í vatnabraut í kappi við klukkuna. Ágætis skemmtun það í veðurblíðunni. Að keppni lokinni skoðuðum við tækin og kíktum svo á litla fornbílasýningu sem var þarna í gangi. Er hugað var að mat í kaupfélaginu hittum við þá rafmagnsbílafélaga Raven og Hvergerðingin. Við kíktum svo aftur á Álfaskeið og grilluðum þar nong í klebb.

Um kveldið var okkur boðið í kjetsúpu í Grímsnesi hjá Steina frænda. Svo sem ekki mikið meira um það að segja. Allt frekar siðlegt barasta

Sjá myndir hér

fimmtudagur, september 20, 2012

Sumartúrinn 2012: Fyrsti kafli

Föstudagurinn 03.08: Álfabikar

Það var byrjað ferðalagið á því að elta veðrið með að skrölta á suðurlandið.  Eyþór og Bogga ásamt Katrínu höfðu ákveðið að slagst í för með oss.  Eftir smá bollalengingar var ákveðið að halda á Álfaskeið, sem er okkur flestum kunnungt og þarfnast tæpast frekari lýsingar, koma sér þar fyrir og skella sér svo á traktorstorfæru á laugardeginum á Flúðum.

Eftir að búið var að koma sér fyrir renndi Eldri Bróðurinn við á leið sinni í fjölskyldusetrið sitt og heilzaði upp á oss. Um leið bauð hann okkur í morgunkaffi sem og var með þökkum þegið. Svo var bara sötrað á öli og spjallað þangað til fólk lagðist ofan í poka.

Myndir eru hér

miðvikudagur, september 19, 2012

Sumartúrinn 2012Dyggir lesendur þessara síðu hafa án efa fylgst með því sem hefur á daga drifið í sl sumar. Amk hjá okkur hjónaleysunum. En ekki hefur ennþá verið sagt frá sumarfríinu hja oss en það stendur nú til bóta enda óhætt að fullyrða að sumrinu sé formlega lokið. Nú næztu daga munu birtast ferðaskýrzlur þar sem sagt verður frá því hvað varð á vegi okkar þessa 9 daga sem túrinn tók. Ásamt því að vera með létta gagnrýni á þeim tjaldstæðum þar sem slegið var upp tjaldi og sofið. En allavega þá er barasta að fylgjast við næztu daga og viku

Kv
Hjónaleysin

fimmtudagur, september 06, 2012

Tobbi kallinnNú síðasta messudag þegar sólin lét loks sjá sig var kýlt á létta göngu. Svona fyrir vakt. Þar sem víssara þótti að fara sér að engu óðslega var ákveðið að hætta sér á Suðurnesin og rölta þar á Þorbjarnarfell. Sem ku vera bæjarfjall þeirra Grindjána. Þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Hrabba

á Polly


Nú og góðkunningjar okkar þau:

Eyþór
Bogga
Katrín

á Rollu

...slógust svo í för með oss.

Skemmst er frá því að segja að allt gekk þetta stóráfallalaust fyrir sig og gaman að því að Katrín toppaði þarna sitt fyrsta fjall.
En til að gjöra langa sögu stutta, þó svo það sé um seinan þá má skoða myndir frá töltinu hér.

Kv
Göngudeildin

mánudagur, september 03, 2012

Í það heilagaNú um þar síðustu helgi gekk, stórvinkona okkar og mikli snillingur, hún Dísa í hjónaband með Hjalta (sem er ekki síðri en hún Dísa sín). Athöfnin og veizlan voru haldin í Fljótshlíð nánar á Hellishólum. Þau heiðurshjón buðu okkur fornu Eyjaförum auk maka en þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka
Gvandala-Gústala
Oddný
VJ
HT

Auk þess voru þarna tvær af frumkvöðlum V.Í.N. sem áttu það til að koma með í okkar fyrstu ferðir um miðjan síðasta áratug síðustu aldar en það voru:

Hrabbla
Lena

Að sjálfsögðu voru svo líka brúðahjónin þarna líka

Óhætt að fullyrða að þetta var hin bezta veizla, góður matur og skemmtiatriðin stóðu undir nafni.
Gaman að samgleðjast svona vinum sínum á þeirra degi
En allavega þá eru myndir hér

P.s
Við hjónaleysin enduðum svo helgina á þvi að stökkva upp á Stóra-Dímon á heimleiðinni. Sáum vel inn í Þórsmörk og fengum annars hið prýðilegasta útsýni á annars auðvelt ,,fjall"