Þrátt fyrir að minna hafi orðið úr hólarölti um síðustu helgi heldur en vonir stóðu til þá má ekkert gefast upp. Heldur bara blása í herlúðra, þessa sem Björn Bjarna á, og gera aðra tilraun um komandi helgi. Það verður að teljast til tíðinda að Siggi Stormur og félagar hafa, aldrei þessu vant, lofað sómasamlegu veðri á laugardaginn. Kominn tími til.
Hluti göngudeilar þeir Bogi og Logi ræddu um það á opnum samráðsfundi í gærkveldi að ekki væri vitlaust að notfæra sér laugardaginn til þess að rölta eitthvað upp í móti. Ekkert var ákveðið hvurt skal halda en eitthvað sniðug skal það vera í norðanáttinni. Sem sagt slit á gönguskóm á laugardaginn. Eða það er amk planið, hvað sem verður svo
Kv
Göngudeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!