miðvikudagur, nóvember 28, 2012

Skíði sunnan heiða

Skv heimasíðu Bláfjalla þá er stefnt að opnun í Blue Mountains um komandi helgi. Spurning hvort það sé stemning fyrir því að skella sér uppeftir komandi messudag og renna sér þar dagspart?

þriðjudagur, nóvember 27, 2012

Fjölskylduútilegan 2013Eins og Litli Stebbalingurinn var búinn að skella fram á Snjáldursíðu V.Í.N á lýðnetinu þá var kominn upp sú hugmynd með fjölskylduútilegu V.Í.N. 2013. Sjálfsagt eins og glöggir lesendur muna þá var hugmyndin að halda norður í Skagafjörð, nánar tiltekið á Steinsstaði, og slá þar upp tjaldbúðum helgina 14-17. júní n.k.
Við hjónaleysin, ásamt laumufarþeganum, komum við þarna síðasta sumar svona sem undirbúnings-og eftirlitsferð. Það verður að segjast að þarna er aðstaðan til fyrirmyndar. Flott tjaldsvæði með rafmagn í boði sem það vilja. Nú sömuleiðis er sá möguleiki fyrir þá sem ekki geta hugsað sér að liggja í seglskýli að leigja sér herbergi svo fáar eða engar afsakarnir eru teknar gildar. Sömuleiðis er hægt að komast inn og borða þar ef þannig viðrar og á neðra tjaldsvæðinu var amk í sumar samkomutjald sem hægt var að matast inní. Svo er þarna líka sæmilegasta sundlaug og úr heitapottinum hefur maður útsýni á Mælifellshnjúk. Ekki amalegt það.
Okkur ætti ekkert að leiðast þarna og getum fundið heilmargt til dundurs. Við strákarnir gætum skellt okkur á samgöngusafnið í Stóragerði á meðan kvennpeningurinn fer á hannyrðasafn og prjónabúðir.

Jæja þá er þessari upphitun lokið í bili með einhverjum nokkrum myndum frá staðnum og svo sjáumst við bara 14. júní n.k


Kv
Nemdin

mánudagur, nóvember 26, 2012

Skíðavertíðin hafinHlíðarfjall opnaði um helgina og vonandi styttist í það hér sunnan heiða líka. Annars þarf maður svo sem ekkert lyftur þegar maður á skinn.

Kv
Skíðadeildin

þriðjudagur, nóvember 20, 2012

Upphífingar


Jæja, þessi blessaða síða er nú ekki alveg dauð úr öllum æðum þrátt fyrir lítið líf síðustu vikur. En það á sér svo sem sínar skýringar. En hvað um það

Nú síðasta laugardag var Litli Stebbalingurinn boðaður á þyrluæfingu með Gæzlunni og undanförum, svona sem undanrenna. Þetta er kannski ekki beint tengt V.Í.N. en amk einn gildur limur var þarna á ferðinni.
Flugferðin var ekki svo sem löng en farið var upp á Sandskeið og teknar þar nokkrar upphífingar og svona almenn umgegni í kringum þyrilvængju. En gaman var að því í norðanáttinni og ef einhver er áhugasamur má skoða myndir hér

mánudagur, nóvember 05, 2012

Skíðaupphitun

Jæja það styttist í skíðatímabilið þennan veturinn. Að sjálfsögðu er stefnt að því að vera rosa duglegur að skíða af manni rassinn í vetur og vera ofurmenni á fjallaskíðunum.
K2 er með nokkuð skemmtilega síðu þar sem farið er yfir ýmis atriði sem tengjast fjallaskíðamennsku. Svo sem snjóflóðagryfjur og tækni. En allavega má kíkja á þessa síðu hér og hafa nokk gaman af

Kv
Skíðadeildin