föstudagur, maí 22, 2015

Í ViffahlíðinniDag einn í annari viku þessa mánaðar en þó áður en vika var liðin af mániðinum. Guðmundur Magni Ásgeirsson það. Að tveir gildir limir og einn góðkunningi V.Í.N. ræstu út í hjóladeildinni og skelltu sér í Vífilstaðahlíð til að stíga þar á pedala. En þarna voru:

Stebbi Twist á Merida
Bergmann á Merida 

og sá Silfurrefurinn um að koma okkur til og frá hlíðinni

Síðan hittum við Matta Skratta sem lá þarna fyrir tilviljun í sólbaði og vildi svo skmmtilega til að hann var á Specialized sínum þarna.

Við tókum þarna einhverjar 3.ferðir upp og niður, vorum í ca klst ágætis hreyfing það en alveg óhætt með að mæla með hjólarí þarna. Fullt af allkonar All Mountain leiðum þarna alveg þvers og kruss, upp og niður og allt um kring.

En kemur sjálfsagt ekki á óvart að myndavél var með í för og sé áhugi má sjá afraksturinn hjer

Kv
Hjólheztadeildin

miðvikudagur, maí 20, 2015

Tugur+níu í skráningu 2015 AD

Þá er komið að síðasta skráningalistanum í flokkinum 10-19. Ný tugur tekur við eftir viku. Guðmundir Magni Ásgeirsson það.
En hvað um það. Alltaf styttist og styttist í fyrstuhelgaríjúlíammælirþórsmerkurárshátíðarferð, enda er slíkt bara vel. Nú hefur aðeins bæst í hópinn sem ber að fagna. En að svo mæltu er þá ekki bara bezt að koma sér að máli málana þessa vikuna.


Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann
Brekku-Billi


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)
Mí-Só Bíssý


Höfum þetta ekkert lengra að sinni og hagið ykkur fram að næzta lista hér á lýðnetinu


Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 19, 2015

4XHelgafellEinn góðviðrisdag í lok aprílmánuðar skruppu Litli Stebbalingurinn og Matti Skratti út að hjóla. Valið þarf varla að koma á óvart en haldið var á Helgafell.
Eins og fram kom hjer að ofan voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Merídunni
Matti Skratti á Sjerstökum, þó ekki saksóknara

Það sem helst má teljast til tíðinda með þessa Helgafellsför oss var að við tökum fjórar ferðir upp á Helgafell og rúlluðum því líka fjórum sinnum niður. Það var bara gaman en tók líka alveg á. Það sem til tíðinda má segja er að undirritaðum tókst í þriðjuferð að hjóla alla leið niður. Svo þetta er allt að koma ásamt því að Skrattinn brá líka aðeins á leik. En hvað um það

Sje áhugi til staðar þá má skoða myndir frá deginum hjer

Kv
Hjólheztadeildin

fimmtudagur, maí 14, 2015

Helgafellið hjólaðEinn sunnudagsmorgun í síðasta mánuði var ákveðið að skrölta upp á Helgafell til þess auðvitað að hjóla niður aftur. Við vorum nokkrir þennan dag eða þarna á ferðinni voru:

Stebbi Twist á Merida
VJ á Merida
Bergmann á Merida
Matti Skratti á Specialized


Eins og áður var tölt upp á Helgafell og stuttu eftir að við toppuðum kom Skrattinn í annan skiptið á toppinn þann daginn. Eftir hafa kvittað fyrir oss í geztabók fellsins var hnakkurinn settur í lægstu stöðu og látið sig gossa niður. Þennan daginn tókst Litla Stebbalingnum að sitja lengur og meira en síðast. Allt sum sé að koma með kalda vatninu. En við fórum niður hrygginn sem liggur norðan megin í Helgafelli. Við rúlluðum bara eina ferð, nema Skrattinn sem fór tvær, en góð var hún engu að síður og skemmtilegur morgun í góðum hóp

En myndir frá þessum messudagsmorgni má sjá hjer

Kv
Hjólhestadeildin

miðvikudagur, maí 13, 2015

Tugur+átta í skráningu 2015 AD

Jæja gott fólk. Nú er allt að gjörast en eitthvað minna að ske, eins og tjelling orðaði það eitt sinn.
En alltaf styttist eins og óð fluga í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferðina 2015 og er það bara vel.
Er ekki bara bezt að koma mér að málinu og dvelja ekkert við þetta lengur

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann
Brekku-BilliAmmælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)
Mí-Só-Bisý


Eins og sjá má þá bætist einn góður við á listann og má jafnvel telja það til stór merkra tíðinda.

En bara þangað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 12, 2015

Nýja hjólið vígtÞegar Litli Stebbalingurinn var búinn að taka við nýja hjólheztinum frá Bergmann var auðvitað lítið annað að gjöra en fara út á völlinn og nýja kvikindið. Löngum hefur þótt auðvelt að plata skráarritara í vitleysu og ekki var undantekning á því einn dag síðarihluta aprílmánaðar s.l.
Matti Skratti stakk upp því að skella oss á Helgafell en það var vel við hæfi þar sem þá fengi maður samanburðinn á fara fellið á All mountain hjól annars vegar og síðan Hardtail hjóli. En slíkt var reynt tvisvar síðasta haust.

Eftir að hafa komist upp á topp Helgafells svona mezt megnis með hjólið á öxlunum var bara að lækka hnakkinn og láta sig rúlla niður.
Já, þvílíkur munur m.v hardtail hjólið. og mikið fjári var þetta skemmtilegt þrátt fyrir að þorið hafi kannski ekki verið mikið en það kemur. Við fórum svo niður hrygginn norðanmegin í fellinu og þótti það heldur bratt en það kemur. Amk er óhætt að segja að þetta hafi verið fáranlega skemmtilegt og vonandi á maður eftir að fara oft þarna í sumar

En auðvitað var myndavélin með í för og nenni fólk að skoða má sjá afraksturinn hjer

Kv
Hjólheztadeildin

mánudagur, maí 11, 2015

Páskar: MánudagurLoks komið að því að segja frá síðasta degi páska þessa árs. Þarf varla að koma á óvart að þessi dagur var annar dagur páska árið 2015. Þar sem Litli Stebbalingurinn þurfti víst að vera kominn til vinnu kl:1800 um kveldið svo ekki var farið neitt alltof seint frá Agureyrish. Í sjálfu sér var þetta ekkert merkilegur dagur en það var svo sem bara ekið þjóðveg 1 suður til Reykjavíkur. Það sem helst getur talist til tíðinda er að að röðin við göngin var sú lengsta sem sagnaritari hefur séð amk til þessa.

En það má skoða myndir frá vegaferðalaginu, sé áhugi fyrir slíku, hjer

sunnudagur, maí 10, 2015

Tugur+sjö í skráningu 2015 AD

Rétt eins og kom fram síðasta miðvikudag þegar síðasti listi var birtur var tæknin eitthvað að stríða skráningardeildinni svo að eigi var unt að sinna skyldum. En hvað um það þá er nú tæknin komin í lag og vér höldum áfram uns vjer náum réttum fjölda skráninga.

Varla þarf að koma nokkri sálu að óvart að ekki hefur nokkur kjaftur skráð sig frá síðast eða bara frá einhverntíma síðast. Hvenær það svo svo sem

En komum okkur að því sem máli skiptir

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)

Fleira var það ekki þessa vikuna

fimmtudagur, maí 07, 2015

Páskar: MessudagurEr ekki kominn tími á að reyna að klára gjöra upp páskatúrinn 2015 hjá Litlu fjölskyldunni á H38.
En alla vega við risum úr rekju einhverntíma á páskadagsmorgun og þegar allir voru búnir að öllu og klárir í sitt var haldið upp í fjall. Rétt eins og á flöskudeginum á undan var byrjað á því að fara á Töfrateppið með Skottu í ca klst eða svo. Þar hittum við aðeins á Auði og Áskötlu. Eftir að hafa komið Skottu aftur niður í kaupstaðinn var haldið upp í fjall en á leið oss í stólinn rákumst við á Hlyn nokkrun Stefánsson, einn af ,,V.Í.N. the founding fathers". Gaman að því.

Ekki var mikið um manninn þennan páskadag og er það bara vel. Amk við sem vorum í fjallinu þann daginn græddum bara á því. Við hittum svo aftur fyrir Stebba Geir og svo líka Jökla-Jolla, tökum svo eina eða tvær ferðir í samfloti við þá heiðursmenn en þó í sitthvoru lagi. Síðan lauk bara deginum og það lokaði í fjallinu.
Um kveldið var svo bara almenn róleg heit og sötrað á páskabjór.

En nenni einhver þá má skoða myndir frá páskadag hjer

miðvikudagur, maí 06, 2015

Tugur+sex í skráningu 2015 AD

Loksins, loksins gott fólk.
Nei, skráningardeildin er aldeilis ekki dauð úr öllum æðum. Sökum tæknilegra erfiðleika þá hefur ekki verið hægt að uppfæra skráninguna síðustu þrjár vikur eða svo. En við skulum bara reyna að bæta upp fyrir það næztu daga eða svo.

En það hefur svo sem ekki komið neitt að sök því ekki hefur verið fyrir gríðarfjölda skráninga fyrir að fara. En við látum það ekkert aftra okkur frá neinu og höldum bara ótrauð áfram með bjartsýnina eina af vopni.

Jæja komum okkur að máli málana þessa vikuna.

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Ekki lengra í bili og bara þangað til næzt


Kv
Skráningardeildin