þriðjudagur, desember 24, 2013

Gleðilega sólrisuV.Í.N. sendir öllum sínum gildu limum sem vinnum og velunnurunum hugheilar jólakveðjur.
Hafið það sem sem allra bezt á þessari sólrisuhátíð

laugardagur, desember 14, 2013

Aðventa í Agureyrish fjórðungiNúna um síðustu helgi skruppum við litla fjölskyldan í okkar árlegu aðventuferð til Agureyrish. Þar var ætlunin að skreppa á skíði, skella sér á jólahlaðborð, skunda í jólahúsið og síðast enn ekki síst afsleppi og át.
Við heldum sem leið lá norður á boginn seinni parts Þórsdag úr kulda og frostinu í borg óttans. Þegar við lentum norðan heiða gekk þar á með éljum. Sem er mjög gott. Lítið var nú gjört á fimmtudagskveldinu nema hvað auðvitað fór maður ekkert að sofa fyrr en of seint. Það er svo sem ekkert nýtt.

Flöskudagur rann upp og var frekar kaldur (bara til að herða mann). Þegar hitatölur eru á þessum skala er fljótlegt og þægilegt að malla sér grjónagraut sem og var gjört. Það var gott að fá hita í líkaman og orku. Við þurftum aðeins að stússast áður en við komust upp í fjall. Við skelltum okkur svo upp í Hlíðarfjall sem tók á móti manni með sínu 16 stiga frosti. Við verzluðum okkur bara 2.tíma kort og dugði það vel þar sem fátt var í fjallinu. Þrátt fyrir grimmdarfrost var færi með ágætum og gott var að koma inní strýtuskála til að hlýja sér aðeins.
Þegar skíðun lauk var bara drifið sig í hús og skellt sér í steypibað enda þurfti að fá líf í kaldar tær. Siðan um kveldið var haldið á Hótel Kea til að snæða þar á jólahlaðborði

Það hafði hlýnað um ca 5 gráður þegar vaknað var á laugardag. Við skelltum okkur aftur uppí fjall og tökum þar aftur 2ja tíma kort. Færið hafði harðnað frá deginum áður. En það sem helst telst til tíðinda er að við hittum Snorra sendiherra upp í fjalli. Eftir prýðilegan skíðadag var næzt haldið í vöfflukaffi. Þegar kvelda tók og leið að kveldmat ákváðum við að slá þessu kæruleysi og panta okkur bara flatböku frá Bryggjunni enda skilin ein eftir heima. Svo fór bara kveldið í sjónvarpsgláp og annað hæfilega heiladautt.

Messudagur rann upp. Þarna var skýjað og það leit út fyrir að skyggni yrði fágætt upp í fjalli svo skíðun var slegin af þennan dag. Í staðinn drakk maður bara í sig jólastemninguna í Jólahúsinu og síðan beið mannz bara pönnukökukaffi. Svo kom bara að því að við þurftum að drífa okkur niður á flugvöll til að fara aftur í borg óttans.

En hafi fólk áhuga má skoða myndir frá helginni hér

sunnudagur, desember 01, 2013

Étið á sig gat

                                    


Fyrir rétt svo rúmlega viku síðan var haldin næztum því árlega Matarveizla mikla. En ekki er svo ætlunin hér að fara djúpt í þá helgi annað en segja bara takk fyrir mig

En eitt er þó sem skal segja örlítið frá. Við litla fjölskyldan nýttum okkur það að vera á staðnum og það líka að þarna rétt hjá er eitt smáfell. Á þetta smáfell var stefnan sett á, nú kann margur að smyrja sig hvaða smáfell er verið að tala um en það var Miðfellsmúli. Við þrjú röltum þarna upp með Skottu í burðarpokanum hennar Katrínar. Þetta var frekar létt ganga á annars ágættis fell amk fengum við hið prýðilegasta útsýni þar sem Botnsúlur báru af. En svo sem fátt annað markvert gjörðist þarna og hafi einhver áhuga á myndum má skoða þær hér