fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Kóngur einn dag



Núna síðasta þriðjudag var stunduð V.Í.N.-rækt í næst síðasta skiptið a.m.k þetta sumarið. Rétt eins og kom hérna fram, sem og hér til hægri á síðunni, þá var arkað á Stóra-Kóngsfell. Það voru 2.sómapiltar sem fóru í þessa göngu. Sem hafði allt bezta sem íslensk fjallganga getur boðið upp á: rigningu, rok og þoku. Þrátt fyrir það þá stöðvaði það ekki V.Í.N.-ræktina og reyndar fleira fólk sem þarna var á ferðinni á sama tíma. Sem við kunnum engin nánari deili og skiptir ekki máli. En þeir sem fóru voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið

og óku þeir Papa-San fram og til baka.

Rétt eins og þarna má sjá þá var sjálfur hirðljósmyndarinn með í för. Rétt eins og hanz er von og vísa þá hefur hann komið myndum sínum, af göngunni, á síðu sína á alnetinu. Svona fyrir forvitna þá má skoða myndir úr túrnum hérna.

Kv
Göngugeiturnar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!