þriðjudagur, janúar 18, 2005

Heilir og sælir lesendur góðir!

Nú er búið að tryggja bólstað okkar á Akureyri helgina 24.-27. febrúar næstkomandi. Um er að ræða tvær íbúðir í Furulundinum og ekki er það til að skemma ánægjuna að þær skuli vera við hliðina á hvorri annarri. Ætti þar að skapast svefnpláss fyrir á þriðja tug manna ef þröngt er skipað. Því eins og máltækið segir, þá mega þröngt sáttir sitja og ekki viljum við sætta okkur við eitthvað ósætti. Nú er bara að taka helgina frá og dusta rykið af skíðagræjunum, þ.e. ef eitthvað ryk hefur fallið á þær frá því um liðna helgi og gera sig klárann fyrir gott teiti.

Til þess að við höfum einhverja hugmynd um hversu margir ætla að fara mætti alveg biðja mannskapinn um að brúka athugasemdakerfið hér að neðan og greina frá því hvort það ætli eður ei.

föstudagur, janúar 14, 2005

Nú þegar aðeins er liðið á nýtt ár og sólin tekin að hækka á lofti með betri tíð framundan og blóm í haga. Þá er vel viðeigandi að hripa niður nokkrum fátæklegum orðum saman í lítinn pistling. Nú kunna margir að spyrja sig. Um hvað ætti slíkur pistlingur að vera um? Jú, það skal ég tjá ykkur. Svona örlítil pistlingur mun að sjálfsögðu fjalla um hina miklu tímalausu snilld sem er okkar fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Sem farin hefur verið árlega á hverju ári alveg síðan allra elstu menn muna. Jafnvel meira að segja mun lengur en svo. En áður en fjallað verður um komandi fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð sem farin verður fyrstu helgina í júlí n.k. og þá 10.árið í röð. Þá skal aðeins lítið til baka áður en horft verður fram á veg.

Þrátt fyrir að V.Í.N. hafði haldið sína árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð hátíðlega í (Blaut)Bolagili undantekningalaust alveg síðan 1895 þá var gerð á því undantekning síðasta ár og haldið með hersinguna í (Smá)Strákagil. Enginn virðist samt kannast við að hafa ákveðið að vera þarna en engu að síður þá enduðum við þarna. Hvað um það. Þau Tiltektar-Toggi og Frú Toggi höfðu gert sér þann dagamun að bregða sér í Mörkina eða nánar tiltekið Bása á fimmtudagskvöldinu á Pjatrollu. Tóku þau því vel á móti okkur er Stebbalingur og Jónas á Willy mættum á svæðið í samfloti með Jarlaskáldinu og Adólfi sem voru á Lilla. Fyrr höfðu, þá hjónaleysin, Maggi Brabra og Frú Andrésson mætt á pleisið og voru þau á sínum Barbí. Höfðu þau verið svo köld að hafa sjálfan Perrann með sér í bíll frá Hvolsvelli. Þá var líka Doddapylsu-Doddi með þeim í för. Var þá Brabrasonurinn ekkert búinn að fá sér einn kaldan (sem er óvenjulegt þegar þessi helgi er annarsvegar), það sama verður ekki sagt um alla sem þarna voru komnir, en það átti eftir heldur betur að breyttast þegar leið á kvöldið. Þegar flestir af úrvalsdeildinni voru komnir, svona á annað borð þeir sem komu til að halda upp á fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina þetta árið, var farið að ræða þessa staðsetningu og sýnist sitt hvað hverjum í þeim efnum. Förum ekkert nánar út í það. Enda á þetta að vera skemmti pistlingur. Endu að síður varð lokaniðurstaðan sú að gera tilraun með það að vera í (Smá)Strákagili. En Stebbalingnum var lofað því að sér ferð yrði gerð yfir í (Blaut)Bolagil svo að sumir gætu fengið að smakka aðeins á kamrinum. Seinna kom svo Stóri-Stúfur og þegar hann kom fyrst var hann ekki akandi heldur á tveimur jafnljótum og það skokkandi. Þegar hann kom var hann móður og blásandi eins og hvalur og sagði farir sínar ekki sléttar. Pæjan sem hann var á væri dauður við skálavarðarskýlið og Kiddi-rauði biði þar óþreyjuFullur enda víst búinn að teygja ölið hressilega frá því að þeir fóru úr bænum. Við stukkum uppí Willy og brunuðum í átt að bílnum, ekki fannst okkur Willy það leiðinlegt að fá aðeins að spóka okkur í margmenninu í Básum. Við komum svo að bílnum, hlóðum inn á hann og gáfum hinum start. Fór hann í gang og náði að komast langleiðina að (Smá)Strákagili áður en það dó á honum aftur. Þar var honum lagt enda bjór/brennivínsþorsti að gera okkur óða þarna. Fljótlega komu svo Stimmalimm ásamt fleira góðu fólki sem á það sameiginlegt með V.Í.N. að finnast áfengi bragðast einkar vel innan um fjallasali Þórsmerkur. Eftir að hafa slegið upp tjöldum, teigað ölið, spjallað við fullt að liði sem kom við hjá okkur og spillað hina snilldar Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsferðadiska sem Skáldið hafði komið saman. Ófár bjórdósir voru tæmdar þetta flöskudagskvöldið og einhverjir gerðu sér ferð inní Bása og þótt sú ferð víst varla ferð til fjár. Þar með lauk flöskudeginum.

Laugardagur rann svo upp bjartur og fagur. Þó svo að ástand manna og kvenna væri ansi misjafnt og þ.a.l. fannst fólki sjálfsagt þessi dagur vera æði misfagur. Einn að Kópavogsskátunum svaf þó hið fastast fyrir aftan Land Roverinn sinn og það sem fastast. Eftir að hafa snætt morgunmat, farið með morgunmessu og síðast en alls ekki síst gert Mullersæfingar var farið að gera hitt og þetta. Það tókst að koma Pattanum hans Kristjáns í gang eftir að hann hafði drekkt honum kvöldið áður. Því til sönnunar birtist mynd af Pattanum í Baugstíðingum þar sem Arnar var heldur vonlítil upp á húddinu. Maður hresstist óðum eftir að Þverbrekkingurinn hafði boðið mannskapinum upp á alvöru sjóarakaffi, enda veitti ekkert af slíku. Næst var að reyna að bilanagreina Pæjuna og það næsta sem við komust var að hún hlóð ekki, Meiru nenntum við ekki enda varla aðstæðan til þess og engin ástæða til að tapa gleðinni. Nú var kominn tími á smá runt þrátt fyrir að Skáldið og Perrinn höfðu fyrr um daginn skotist inn í Langadal á Lilla með Perrann undir stýri. Það veitir ekkert af að hita drenginn upp í jeppamálum. Það var byrjað á því að aka aðeins um Bása og svo sem leið lá inn í Langadal. Gekk sú ferð eins og í sögu og Krossá lítið mál. Þarna inní Langadal var Furðufélagið með einhverja hátíð gangi og buðum við okkur velkominn í þá gleði. Það var aðallega fólgið í því að troða sér inn í eitthvað tjald og fá sér kaffi og kleinur jafnvel líka lítla tertusneið með. Næst var komið að hápunkti bíltúrins en það var að kíkja í (Blaut)Bolagil. Fórum við sem leið lá framhjá Slyppugili þar voru EffEmm-hnakkar í meirihluta og ekkert að gera nema að koma sér þaðan hið fyrsta og yfir í (Blaut)Bolagil. Þegar við komum að Krossánni aftur rann hún í þröngri kvísl og Toggi vippaði sér yfir og svo fylgdi Stebbalingur og Skáldið á Willy í kjölfarið. Allt gekk vel í fyrstu og bakkinn hinum megin nokkuð brattur en þegar framhjólin voru kominn upp á bakkann þá vildi Willy ekki lengra og hann spólaði sig bara niður að aftan. Toggi var ekki lengi að baka að og vippa sér úr og koma kaðli á milli og upp fórum við. Við nánari skoðun kom í ljós að einhver pörupilturinn hafði gert sér það að leið og tekið Willy úr lokunum. Þrátt fyrir að þetta hafi verið mikil spjátrungur og gárungur þá var okkur alls ekki skemmt þarna. En allt reddaðist svo sem en næst kannar maður lokurnar áður en haldið er í Krossá. (Blaut)Bolagil var næsti viðkomustaður og tók það svo sannarlega vel á móti okkur. Bekkurinn á sínum stað og það sem meira er að kamarinn hafði ekki fært sig. Að sjálfsögðu voru þar teknar fallprufarnir með virt herratímarit með sér. Næst var bara að koma sér aftur í (Smá)Strákagil og hefja var undirbúning fyrir árshátíðaratriði. Við komum aftur í (Smá)Strákagil þá voru Kópavogsskátarnir að undurbúa brottför fyrir í Slyppugil. Þarna líka loks birtist Jóhann Haukur og sagði hann farir sínar ekki sléttar því einhvern misskilning hafði gætt milli hans og Einsa Kalda flug. Sem að sjálfsögðu hélt því fram að við værum í (Blaut)Bolagili. Það endaði svo með því að ég skrapp með Torfa yfir og hitti þar Einsa Kalda Flug, Nonna frænda og Pétú. Ástþór skutlaði okkur svo yfir í (Smá)Strákagil þar sem við mættum Stymma í Krossánni. Þess má til gamans geta að hann var að vaða Krossá þarna berfætur og haldandi á torfæru-töflunum sem hann missti þarna þegar hann datt. En við komum svo aftur í (Smá)Strákagil og varð niðurstaðan sú að þeir frændur fóru til baka til að drekka kláravín í kók með elítunni hjá Furðufélaginu. Við hin héldum áfram gleðinni. Grilluðum, drukkum bjór og höfðum gaman af. Það var svo skundað um 22:00 í átt að Básum með stefnuna á varðeldinn. Þar hitti maður fullt af fólki sem maður þekkti misvel svo sem. Sumir hittu skyldmenni sín þar sem þeir klikkuðu að kynna það fyrir vini sínum það er vonandi að menn klikki ekkert á svona löguðu í framtíðinni. Þarna var sungið, trallað, drukkið bjór og alls konar vín, tekið í nefið og önnur almenn gleði. Þarna líka fór hópurinn í alnokkrar áttir, enduðu menn hér og þar fram eftir morgni.

Fólk var svo mishresst þegar það tók að skríða á lappir á sunnudagsmorgninum svona rétt eins og gengur eftir svona gleði. Þar sem nokkrir ferðafélaga voru á leið á tónleika í Grafarvoginum á sunnudagskvöldinu var farið að koma sér til byggða í fyrra fallinu. Enda kom það svo í ljós að það veitti ekkert af því. Þar sem einn bíll þurfti oft og iðulega að fá rafmagn og gekk það heldur seinlega. Varð þetta til þess að við misstum af rútunni á Hvolsvelli sem var víst uppfull af einhverjum skonsum sem fóru framhjá okkur þarna um helgina. Hann var alltaf jafn ,,ljúfur´´ þynnkuborgarinn sem snæddur var á Hlíðarenda þrátt fyrir að hafa þurft að BORGA fyrir hann. Nóg um það. Áfram hélt ferðin heim og ekki var truntuliðið að flýta fyrir okkur við Hellu né heldur eftir það. Það var svo við Skeiðaafleggjarann sem við gáfumst upp og tókum drifskaftið undan Pæjunni og hengdum nælon framan í hann og aftan í Pattann. Ég brunaði svo á Selfoss til að taka eldsneyti og á meðan ók Toggi framhjá en ég hafði ætlað að draga hann upp Kambana en fyrir rangan misskilning varð ekkert af því. En ég tók við uppi á Kambabrún og dró hann í bæinn. Það varð svo smá töf við Svínahraunið en ekkert alvarlegt þó. Við komum svo í bæinn á níundatímanum á sunnudagskveldinu.

Jæja, þanning endaði það. Þessi pistlingur endaði bara sem ferðasaga frá síðustu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Ójæja, þá er bara komið meira efni í næsta pistling. En niðurstaðan er samt sú að nú er búið að prufa (Smá)Strákagil þegar fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð er haldin. Nú er kominn reynsla á aðra staði en það toppar samt ekkert (Blaut)Bolagil.

Kveðja
Undirbúnings- og eftirlitsdeild sjálfskipaðs miðhóps skemmtinemdar.laugardagur, janúar 08, 2005

Líkt og fasta lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir þá hefur Tuddi-Tuð fyrir lifandis löngu gerst eymingjabloggari. Nú ætla ég að gerast svo djarfur og/eða bjartsýn og reyna að freta í hans fótspor þó það væri ekki nema í þetta eina skiptið. Enda þarf ansi marga skó frá mér til að fylla upp í hans. Hvað um það.

Eins flestir hafa eflaust gert sér grein fyrir þá varð eitthvað lítið úr utanbæjarför þessa helgina. En maður er ekki alveg búinn að gefast og spurning hvort það gangi upp um næstu helgi. Þó svo að ég stórlega efa það ef marka má þann öræfaótta sem ríkjir nú um stundir. Það er samt alltaf ástæða til bjartsýni. Eða þarf maður að bíða fram að síðustu helgina í janúar eftir fyrstu ferðinni. Slíkt verður allt að koma í ljós. Nóg um það og snúum okkur nú að næsta tuði.

Eins og flestir vita er V.Í.N. afskaplega vanafastur félagsskapur og ríkja þar margar hefðir, mis undarlegar. Eins þessara hefða er Agureyrisferð í mars, sem jafnan hefur verið farin helgina á undan ammæli Stebbalings, þar sem aðalfundur er haldin sem og reynt að renna sér í norðlenskum brekkum (eftir því hvað snjóalög leyfa) ásamt því að stunda ýmiskonar menningu. Með misjöfnum árangri. Líkt og allir ættu að vita hyggur V.Í.N. á landvinninga um páskana sem er skíðaferð til Austurríska/Ungverskakeisaradæmisins. En þess má einmitt til gamans geta að brottför í þá ferð verður á ammælisdegi lítils Stebbalings svo allir skulu gefa honum eins og einn bjór á barnum á Miðnesheiði. Hefur sá orðrómur komið upp að fólki þykir hin vanalega Agureyrishelgi vera full nærri brottfarardegi. Hafa komið upp hugmyndir með að fara í febrúarmánuði. Einhver stakk upp á sömu helgi og Geitin hyggur á landvinninga í norðri. Nú er mér spurn, sem var upphaflegi tilgangur með þessum tuðpistil. Er búið að ákveða einhverja dagsetningu? Ef svo er,hafa þá einhverjar ráðstafarnir verið gerðar til þess að verða úti um íbúð? Mér er spurn og það sem meira er mér er hreinlega ekki skemmt. OG HANA NÚ!

Hef ég hér með lokið mínum reiði- og tuðpistli.
Þakka þeim sem lásu og góðar stundir


mánudagur, janúar 03, 2005

Nú komið er nýtt ár, rétt eins og glöggir lesendur sjálfsagt vita. Ég vill nota tækifærið og óska vinum, vandamönnum og öðrum velunnurum þessa félags gleðilegs nýs árs. Takk fyrir það gamla.
Líka langar mig að nota tækifærið og óska Magga Brabrasyni og Frú Andréssyni til hamingju með brauðkaupið laugardaginn s.l. og þakka kærlega fyrir mig. Frábær veisla. Nóg um það.

Það er vel við hæfi svona á nýju ári að líta aðeins fram á veginn. Það verður svo sem af nógu að taka á nýju ári og myndi það verða alltof langt mál að telja það um hér og nú. Helst að sjá það hér á síðunni, þið vitið hvoru megin. Því ætla ég aðeins að horfa nokkra daga fram í tíma eða fram að næstu helgi. Mér var að detta í hug að fagna þrettándanum með stuttri ferð. Ég var nú svo frumlegur að detta Áfangagil í hug. Fara á laugardag og eftir að hafa gist eina nótt koma svo aftur til byggða. Það er svo aldrei að vita nema nú loksins, þegar nýtt ár er gengið í garð, að veita verðlaun fyrir heimsóknnr:20000. Betra er seint en aldrei. Nú hvetur Jeppadeildin sem flesta að koma og taka á móti nýju ári og fagna þrettándanum á fjöllum. Það veittir ekkert að hjálpinni við að koma þessum jólasveinum til fjalla aftur.

Þökk sé þeim sem nenntu að lesa þetta.
Jeppadeildin.