miðvikudagur, janúar 30, 2008

Fjórði í skráningu

Ennogaftur er komið að vikuskammtinum af skráningarlistanum fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð (veit af rangnefninu en hefðin ræður). Þegar farið var yfir umsóknir fyrir skráningar var heldur lítið um að vera á þeim bænum. En það má ekkert vera að væla það, heldur hvalda barsta ótrauðir áfram. Það hlýtur að bætast á þetta, enda svo sem nokkrir mánuðir til stefnu.
Samt skal það haft bakvið eyrun, þessu blautu, að aðeins er dregið úr seldum miðum.
Hvað um það. Birtum nú nöfn frábæra fólksins sem hefur skráð sig og á möguleika á ótal stórglæsilegra vinninga.

Pepole:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið

4X4

Willy
Sigurbjörn
Blondí

Engin breyting frá því síðast enda breytingar af hinnu illa og með öllu óþarfar.
Heyrumst í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

föstudagur, janúar 25, 2008

GrímsFjall

Sæl.

Sá hérna á internetinu nokkrar myndir af Grímsvatnar túrnum sem ég fór í helgina 18-20 jan.

http://www.skatinn.net/myndarlegi/?t=myndir&action=view&id=4&photo_id=1


Alvegsérdeilispríðilegurtúr, þrátt fyrir að gufan hafi ekki verið nægjanlega heit.

Fyrir hönd jeppaferðanemdar
Maggi.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Þriðji í skráningu

Þá er komið að miðvikuskráningarlistanum þessa vikuna. Þó svo að skráning hafi farið vel af stað þá hefur eitthvað hægst á henni amk síðustu vikuna. En það má ekkert gefast upp og rétt eins og Jim Morrison orðaði það ,,meðan skráningarlistinn er birtur mun fólk skrá sig óg mæta á svæðið´´. Svo mörg voru þau orð. En betur má ef duga skal fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008.
Greinilegt að fólk er að verða yfir sig spennt að sjá listann þessa vikuna svo við skulum barasta birta hann alþjóð.

Mannverur:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið

Sjálfrennireiðar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí

Engin breyting frá því síðast og nú er að gjöra bragarbót á því.
Tilvalið fyrir skeggaðar konur, forvitnar stelpur, bleika karlmenn og óþekktar stelpur að nota núna tækifærið og koma sér á listann fyrir Helgina góðu. Rétt eins og alltaf eru allir velkomnir með og ekki verra ef fólk getur hagað sér eins og sannur vitleysingur. Verið sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda. Þannig sýnir maður heiminum það að maður kann að skemmta sér og öðrum

Þanngað til í næztu viku og verið þið stillt á meðan

Kv
Skráningardeildin

fimmtudagur, janúar 17, 2008

RennsliBara að spá hvort það sé stemning fyrir því að fjölmenna í Bláfjöll um komandi helgi. Um að gjöra að notfæra sér þennan opna glugga meðan opið er og tæpast skemmir það fyrir að veðurspá er með ágætum aldrei þessu vant.
Það styttist örugglega í hlákuna og því um að gjöra að nota þessa fáu daga. Alla vega stefnir Litli Stebbalingurinn á að skella sér á skíði um helgina og allir sem það vilja eru velkomnir með.

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Annar í skráningu

Líkt og má sjá hérna þá byrjaði skráning fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008 í síðustu viku. Ekki létu viðbröðin á sér standa og hefur nú þegar þó nokkur fjöldi komin niður á blað. Ætli það sé ekki bara bezt að hætta þessu bulli og birta nafnakallið þessa vikuna.

Volk:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið

Das Autos:

Willy
Diddi
Blondí


Þetta verður bara að teljast ágætis byrjun en betur má ef duga skal og er um að gjöra að notfæra sér athugasemdakerfið og melda sig niður.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

E.s Fer ekki að koma tími að huga að fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferð inneftir í Bása á því herrans ári 2008?

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Skíðamyndir
Þá hefur Tiltektar-Toggi skellt inn myndum úr skíðaferð vorri til Stanton núna um sl áramót. Þær er hægt að skoða hér.

Að allt öðru. Bara spá hvort einhver stemning væri fyrir hreyfinu komandi laugardag. Svona amk fyrir þá sem ekki verða á leið á erlenda grund. Hvort sem það yrði hellaferð, hólarölt eða bara að renna sér í Bláfjöllum ef kjaftasögur reynast sannar með opnun. Tjáið ykkur

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Skráning er hafin

Jæja, gott fólk þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir á nýju ári. Það er auðvitað skráning fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. Reyndar skv. reynslu síðustu ára væri nær að tala um Fyrstuhelgaríjúlígoðalandsárshátíðarferð. En við skulum ekki tapa okkur í smáatriðum og halda okkur við gamlar málvenjur og tala um Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.
Þið ættuð að vera farin að þekkja þetta og hægt er að skrá sig og sína í þar tilgerðri skilaboðaskjóðu hér að neðan. Ætli það sé ekki líka best að nota tækifærið og klíkuskapinn og skrá Litla Stebbalinginn og Willy hér með. Nú er barasta að slá öll fyrri met og fjölmenna þetta árið.

Fólk:

Stebbi Twist

Bílar:

Willy

Fleira var það ekki að sinni.
Góðar stundir

Kv
Undirbúningsnemd eftirlisdeildar

föstudagur, janúar 04, 2008

Gleðilegt rottuárJá, það er víst komið nýtt ár, til hamingju með það, ágætu VÍN-verjar nær og fjær.

Talandi um VÍN-verja fjær er ekki úr vegi að nefna þá sem fögnuðu nýárinu suður í Alpafjöllunum, nánar tiltekið í St. Anton. Er það þriggja manna hópursem þar hefur spókað sig undanfarna daga að sögn við prýðilegar aðstæður ásamt hópi læknanema enda þykir ekki óhætt orðið að senda VÍN-verja af stað út í heim án þess að læknateymi fylgi með. Jarlaskáldið hefur fengið reglulegar fréttir af þessum landvinningum og er það helst að frétta að frk. Dýrleif mun hafa tekið það stóra skref að fara niður svarta brekku nýverið og hlotið verðskuldaða aðdáun nærstaddra. Hún mun þó hafa verið síðust í sleðakappleik, en það er víst ekki á allt kosið.

Höfum þetta ekki lengra í bili, meira síðar