fimmtudagur, febrúar 25, 2010

HellisbúarNúna síðasta þriðjudag brugðu nillarnir undir sig betri fætinum og skruppu upp í Bláfjöll. Ekki var ætlunin að skíða í brekkunum heldur að skríða ofan í jörðina og leika þar hellakönnuði. Það var sum sé farið í Djúpahelli og þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
VJ
HT
Jarlaskáldið

Svona rétt eins og gengur fór fólk misinnarlega en frá þurfti að snúa aðallega vegna klaka, ís og grýlukerta en feiknarfjör engu að síður.
En einhverjir þarna úti hafa áhuga þá má skoða myndir og það frá tveimur einstaklingum. Hérna er frá Stebba Twist og Skáldið er hér.

Kv
Hellisbúar

miðvikudagur, febrúar 24, 2010

þriðjudagur, febrúar 23, 2010

ZúlumanFyrir helgi hafði Húninn Eyþór boðið undirrituðum með í för á Vestursúlu síðasta laugardag og voru víst allir velkomnir með. Þrátt fyrir að hafa skellt inn auglýsingu með fyrirhugari fjallgöngu endaði bara með einum V.Í.N.-verja sem fór. Eftirtaldir aðilar lögðu af stað í leiðangur:

Stebbi Twist
Eyþór
Bogga

Það er óhætt að fullyrða að þetta varð að sérdeilis aldeilis prýðilegri fjallaferð og ekki var veðrið, því síður útsýnið, að spilla fyrir. Ætli það sé ekki bara bezt að vitna í orð skáldsins er það sagði að myndir segja meira en þúsund orð. Hér má sjá myndir frá síðasta laugardag.

Kv
Göngudeildin

mánudagur, febrúar 22, 2010

Dagskrá Telemarkfestivalsins

Hið margrómaða og margumtalaða Telemarkfestival verður haldið í Hlíðarfjalli að venju.
Hver sá sem þangað hefur mætt veit að Telemarkfestivalið er eitthvað sem ekki má missa af.

Dagskrá Telemarkfestivalsins er hefðbundin enda óþarfi að breyta því sem alltaf heppnast vel.


Föstudagur 13. mars: Skíðað í flóðljósum og mittisdjúpu.
Laugardagur 14. mars:
Hin alræmda, samhliða svigkeppni setur sitt mark á daginn auk búningakeppni einstaklinga og liða. Svigkeppnin er með útsláttarformi sem gerir hana æsispennandi. Nánari tímasetning á skráningu og starti í keppni væntanleg.
Um kvöldið verður haldið veglegt Telemark-hóf þar sem nóg verður af mat og drykk og dansi. Veglegir vinningar verða dregnir út og verðlaun veitt sigurvegurum í keppnum dagsins. Garðbæingar munu sjá um verðlaunaafhendinguna.
Sunnudagur 15. mars : Skíðað með frjálsum stíl (í mittisdjúpu).

Nákvæmar tímasetningar á einstökum dagskrárliðum munu verða auglýstar er nær dregur.

Til að auðvelda alla skipulagningu þá er mikilvægt að þeir sem ætla að mæta í hófið um kvöldið skrái sig hér á heimasíðu ÍSALP. Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í ÍSALP til að vera með.
Þeir sem eru ekki meðlimir í ÍSALP þurfa samt að skrá sig inn á ÍSALP síðuna og til að koma í veg fyrir að fá sendan gíróseðil þá er best að skrifa "Telemarkfestival" í athugasemd með skráningunni.
Ef einhverjar spurningar vakna vegna skráningar er velkomið að hafa samband við Sveinborgu/ sveinborg (at) hotmail (punktur) com

tekið af www.ISALP.is

H100

Flestir ættu nú að vera farnir að gera sér grein fyrir því að Telemarkfestivalið er ekki langt undan. Eins kom fram hér þá er búið að redda íbúð og þetta árið verða brotnar hefðir og ekki dvalið í Furulundinum eins og frá upphafi.
Hugmyndir hafa verið um að fara norður á miðvikudagskveldinu 10.marz og græða þar með einn auka skíðadag í Eyjafirðinum. Skemmst er frá því að segja að samingaviðræður milli þess sem þetta ritar og starfsmannafélagsins hafa tekist og er íbúðin kom á leigu frá og með miðvikudeginum. Í ljósi þess þá væri gaman að sjá hverjir hafa hug á því að skella sér norður í húsaþyrpinguna við Oddeyri á miðvikudagskveldinu og þarf fólk ekki að vera feimið við að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan.

Kv
Húsnæðismálastofnun

sunnudagur, febrúar 21, 2010

SkíðaútilegaUm síðustu helgu lögðu þremenningarnir þrír ásamt öðrum síhressum núbbum land undir fót og skunduðu norður yfir heiðar í skíðaútilegu til Agureyrish. Það þarf vart að geta þess að V.Í.N. átti sína nokkra fulltrúa þar og það voru:

Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Krunka
HT
Benfield

Síða hittum við uppi fjalli sendiherra V.Í.N. á norðurlandi ásamt húsfrúnni í Bakkahlíð og dætrum.
Vart er hægt að segja að allt hafi verið á kafi í snjó en þó talsvert meira en hér sunnan til og það hefur víst bætt í birgðirnir síðan. Engu að síður ágætis upphitunartúr fyrir Telemarkfestivalið. Það borgar sig ekkert að hafa þetta mikið lengra og leyfum bara myndum að tala sínu máli. Hér er frá Stebbalingnum og Skáldið er með sínar hérna.

Kv
Skíðadeildin

fimmtudagur, febrúar 18, 2010

Helgin

Þrátt fyrir snjóleysi hér sunnan heiða þá hafa spámenn ríksins, jafnvel þess norska líka, spáð fyrir frosti og stillu um helgina. Vissulega kitlar mann að gjöra eitthvað af sér þessa frídaga.
Eyþór Húni hefur boðið undirrituðum með á Vestur Súlu á laugardagsmorgun og er það víst öllum velkomið að koma með. Verð víst að segja að þetta hljómar vel og er það vel inní myndinni að skella sér. Svo má líka að sjálfsögðu gera eitthvað á messudag líka. Hafi fólk einhverjar hugmyndir eða það bara langi að gjöra eitthvað væri fróðlegt og gaman að heyra af slíku hér í skilaboðaskjóðunni að neðan

miðvikudagur, febrúar 17, 2010

Listi nr:7

Sjö er talan því á sjötti dagurinn er jú hvíldardagur. Ekki nóg með það því missi maður 3já putta eru eftir svo. En hættum þessu bulli og komum okkur að Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurlistanum 2010. Komum okkur að efninu:

Maður og Kona:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Brabrasonurinn
Elín Rita
Andrés Þór
Birkir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý Djús

FÍB:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið
Gullvagninn
Græna Hættan
Stríðsvagninn

Þar sem alls engin nýr hefur bæst við í hópinn þá höfum við þetta ekki lengra

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, febrúar 15, 2010

PulsupartýFlesta rekur sjálfsagt minni til hvað stóð til að gera núna laugardaginn fyrir viku eða skella sér í bað. Enda rúmur mánuður liðinn frá jólum og tími til kominn að skolla sig aðeins. Kemur sjálfsagt ekki á óvart að þetta endaði með góðu pulsupartý enfjórir voru viðstaddir og sá Afi um að koma okkur fram og til baka.

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið
Yngri Bróðurinn

Þegar í Reykjadal var komið var þá voru þar tvo tjöld og fullt af fólki en ekki létum við það stoppa okkur heldur aðeins neðar í lækinn og skelltum okkur þar ofaní. Lækurinn var aðeins í kaldara lagi en alveg vel þolanlegur og allir náðu að verða hreinir og fínir fyrir kveldið. Ef einhverjir hafa áhuga má skoða myndir hér

Kv
Sunddeildin

miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Listi nr:6

Jæja góðir hálsar þá er komið að því þessa vikuna og birta skal sexta listann af fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2010.
Að vísu hefur engin nýr bæst við en það hlýtur amk einn nýr að koma í næztu viku við treystum á það. En hættum að vera hér:

Piltur og stúlka:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Brabrason
Elín Rita
Andrés Þór
Birkir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Brotnir öxlar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbie
Aftaníhaldið
Græna hættan
Gullvagninn
Stríðsvagninn

Jáhá, nú er bara að bíða fram í næztu viku og sjá hvað gerist.

Góðar stundir
Skráningardeildin

sunnudagur, febrúar 07, 2010

Önnur hjápFyrir viku síðan voru nokkrir gildir limir V.Í.N. staddir í Skítagerði á Fyrstu hjálpar 2 námskeiði sem núbbar hjá Flubbunum. Reyndar voru þarna líka nokkrir góðkunningar okkar á svæðu okkur námsfúsu nillum til halds og trausts. En skv. venju ber að telja alla upp sem þarna voru:

Stebbi Twist
VJ
Skáldið
Krunka

Eldri Bróðurinn kom svo við á laugardagskveldinu til að miðla þekkingu sinni og var það vel. Óhætt að segja að maður sé margs fróðari og reyndari eftir helgina og allar verklegu æfingarnar sem voru alveg þrælskemmtilegar upp til hópa.
Auðvitað kemur það engum lengur á óvart að myndavél var með í för og hægt að líta á afraksturinn hér. Reyndar er svo smá viðbót fyrir framan úr fjallabjörgunaræfingu og í lokin þar sem strákarnir okkar voru að koma heim

Kv
Nillarnir

föstudagur, febrúar 05, 2010

SundmannakláðiEitthvað hefur það verið að smyrjast út að uppi séu hugmyndir með að skreppa í laugarferð næstu daga.
Ætli það sé ekki kominn tími að hrista hópinn aðeins saman og reyna að smala í einhverja laugaferð um helgina. Styðst er náttúrulega bara að skella sér í Reykjadalslaug en allt annað má svo sannarlega skoða og endilega látið ljós ykkar skína. Þetta er allt í lausu lofti og vonandi verður bara einhver umræða um þetta hér í skilaboðaskjóðunni að neðan m.a um tímasetningu og þess háttar

Kv
Sunddeildin

fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Húnavallaleið

Rétt eins og sjá má á þessari frétt þá eru sumir enn á móti framförum og með meiri þvergirðingshátt en eðlilegt getur talist. Eins og all flestir vita þá er þjóðvegasjoppan í algjöru viðskiptabanni og nú þurfa V.Í.N.-verjar að herða á sínum viðskiptaþvingunum og algjörlega sleppa öllum stoppum á Dósinni þar til nýr vegur verður að veruleika.
Muna ekki einu sinni pissustopp, nema þá fyrir framan bæjarstjórnarskifstofurnar. Sameinuð náum við árangri

Góðar stundir
Viðskiptanemd

miðvikudagur, febrúar 03, 2010

Listi nr:5

Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, dimmalimm. Listi nr:5 er rétt við það að detta í loftið sem er magnað því mannskepnan nefnilega að geyma 5 fingur á hvorri hönd og fimm tær á hvorri löpp. Já ótrúleg tilviljun það. En hvað um það, þetta er ekki tími í lífeðlisfræði og vindum okkur bara í aðalmálið sem er auðvitað skráningarlisti fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2010.

Hann og hún:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Móses
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Burrar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbie
Aftaníhaldið
Græna hættan
Gullvagninn
Stríðsvagninn

Já, gott fólk það hefur bæst í og er það vel. Sjáum til hvað gerist fram í næztu viku

Kv
Skráningardeildin