miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Áttundi í skráningu

Það er barasta allt að gerast í skráningarmálum. Það tók betur heldur við sér í síðustu viku og fjórir í viðbót komnir á listann góða. Sum sé allt að verða vitlaust og greinilegt að fólki er farið að hlakka til Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008.
Það er svo ekki laust við það að spenningur sé í skráningardeildinni. Það skal ekki dvalið lengur við þessa vitleysu heldur komum okkur að máli málanna.

Farþegalistinn:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn

Four Low

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Já, allt að gerast eins og sá má í skráningu fyrir þessa vikuna. Nú er að bíða og sjá hvað gerist en það ríkjir alveg hæfileg bjartsýni en það er bara að bíða og sjá hvað verða vill

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Telemarkhelgin

Dagskráin hljómar svona:

7. mars - Föstudagur
-Skíðað í flóðljósum í Hlíðarfjalli fram eftir kvöldi. Fjölmennt í after ski á valinkunnum stað.

8. mars - Laugardagur
-keppni í samhliðasvigi hefst stundvíslega kl. 11:00
-Búningakeppni liða og einstaklinga
-Sund á Þelamörk. Sundbolti: Rauðhærðir á móti rest
-Telemarkhóf í umsjón TAT og verðlaunaafhending
9. mars - Sunnudagur
-Skíðað af vild í mittisdjúpu púðrinu fram að heimför


Við þurfum að redda okkur búningum.

Kveðja
Telemark-nemdin, Frelsum hælinn!!

föstudagur, febrúar 22, 2008

Dánarfregnir og jarðarfarir,

Ástkær fararskjóti minn Hispi Súkkuson frá Shizouka í Japan lést þann 15. feb. sl af veikindum sem hann hlaut af slysförum við skyldustörf. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á erfidrykkju að N41 laugardagskvöldið 23. febrúar nk. kl. 20.10.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Sjöundi í skráningu

Já, góðir hálsar!
Þá er kominn miðvikudagur og það meira að segja nokkuð á hann liðið. Sum sé farið að halla niður í móti og rúmlega það.
Það þýðir bara að komið er að miðvikubirtingnum af skráningum fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. Bezt að koma sér að aðalmálinu og hafa þetta ekki lengra.

Íslenskir ríkisborgarar

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið

Sjálfrennireiðar

Willy
Sigurbjörn
Blondí

Ekki að það þurfi að koma á óvart en ekkert nýtt er að gerast í skráningu. Við bíðum bara og sjáum til hvort eitthvað nýtt gerist þannag til í næztu viku.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Sexti í skráningu

Já, það fór að halla niður í móti í hádeginu í dag og nú seinni partinn er kominn tími á að birta hina vikulegu upptalningu. Þó skal það mikið frekar kallast skráningarlisti fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. Það er tæpast hægt að segja að það hafi rignt inn umsóknum um skráningu. En það hlýtur að koma svona með kalda vatninu.
Hættum þessu bulli og komum okkur að því sem skiptir máli þ.e listinn góði fyrir helgina góðu.

Karlar:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið

Ökutæki:

Willy
Sigurbjörn
Blondí

Eins og oft áður eru það fastir liðir eins og venjulega í þessum pistli. Það er bara þannig og ekkert nema gott um það að segja.
Þetta er gott fram í næztu viku.
Þanngað til.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

laugardagur, febrúar 09, 2008

Reykspólað að ReykjafelliGöngudeild VÍN lætur ekki smáatriði eins og dýpstu lægð vetrarins koma í veg fyrir að rækta sitt starf hvað sem á dynur. Það voru því fjórir piltar á fertugsaldri sem lögðu í för upp að Hellisheiði í dag, nánar tiltekið að Skíðaskálanum í Hveradölum, og gengu þar léttan fjallahring sem ku heita Reykjafell eða jafnvel Stóra-Reykjafell fyrir þá sem stórhuga eru. Ganga þessi var prýðisgóð og fengu göngumenn sýnishorn af hinum ýmsustu veðurfyrirbærum á stuttum tíma. Hirðljósmyndari var með í för og fangaði helstu viðburði á stafrænt form sem líta má augum hér. Þess ber að geta að Vignir slasaðist ekki illa í byltunni, hafi einhver áhyggjur af því.

Svo má minna á að það styttist í Agureyrishför. Ætla ekki allir með?

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Fimmti í skráningu

Nú er runninn upp miðvikudagur og rétt eins og með Víkingalottóið þá á skráningarlistinn fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð sinn stað á miðvikudögum. Þar sem nú er farið að halla niður á móti þá er vel við hæfi að birta slíkan lista.
Hér er hann:

Manntalsskrá:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið

Skráningarskyld ökutæki:

Willy
Sigurbjörn
Blondí

Það þarf tæpast að koma á óvart að þetta er óbreytt frá síðast og þar síðast og þar, þar síðast. En alltaf gott að vita að hverju maður gengur. En svona rétt til þess að minna fólk á að hægt er að skrá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan.

Takk fyrir að sinni

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Nr:175000

Þá er komið aftur að skemmtilegum leik. En það er að sjálfsögðu kapphlaupið um nr á gesti. Síðast var það æsispennandi og fékk verðlaunahafi í kvennaflokki afhent sín verðlaun í síðustu Matarveizlunni miklu við hátíðlega athöfn.
En hvað um það. Líkt og alltaf verða stórglæsileg verðlaun í boði þar sem heldarverðmæti vinninga er allt að 300ísl.kr svo til mikils er að vinna. Vart þarf að minnast á það að aðeins er dregið úr seldum miðum og þá í öllum flokkum. Rétt til að koma til móts við karlahóp feminista þá er keppt í karla og kvennaflokki sem og nýliða. Muna svo að tilkynna sig í athugasemdakerfinu hér að neðan.

Kv
Talningarsvið

föstudagur, febrúar 01, 2008

SkíðahelgiSælt veri fólkið!

Nú er senn kominn helgi. Þrátt fyrir að spámenn ríksins tali um að kuldaboli muni ráða ríkjum um helgina, þá er samt spurning hvort það eigi ekki að reyna koma sér í Bláfjöll komandi laugardag. Ef einhverjir þarna úti hafa áhuga á slíkri iðkun um helgina, skiptir þá engu hverjar gerðar rennslisgræjum fólk er á, þá er um að gjöra að láta vita af sér í þar til gerðu athugasemdikerfi hér að neðan.
Takk fyrir

Kv
Skíðadeildin