þriðjudagur, apríl 27, 2010

Það var spruntNú síðasta laugardag fóru B2 núbbar úr FBSR á sitt næzt síðasta verklega námskeið. Að þessu sinni var það námskeið í sprungubjörgun og má segja að fjöldi V.Í.N.-liða hafi verið þarna. Hvort sem það var í hópi nemanda eða kennara. En þarna voru

Nemendur:

Stebbi Twist
Krunka
VJ
HT
Jarlaskáldið

Kennslukonur

Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Steini Spil

Skilst að venjan hafi verið að fara í Sólheimajökull nú eða Gígjökull en einhverja hluta vegna var það ekki hægt þetta árið svo skundað var á Langjökull nánar til tekið Geitlandsjökull. Skemmst er frá því að segja að allir sem fóru fram af brúninni lifðu það af og komust aftur upp en þó með mismunandi aðferðum. En nóg um það því er bent á myndir hérna

Kv
Nillarnir síkátu

sunnudagur, apríl 25, 2010

Miskunsami samverjinnSvona eins og vita þá er V.Í.N. frekar fastheldið á hefðir og venjur. Ein af þeim hefur verið að halda upp á sumarkomuna á Snæfellsjökli en af ýmsum ástæðum þá fór sú hefð eitthvað forgörðum þetta árið. En engu að síður stóð til að fara í smá fjallgöngu í öðrum landsfjórðungi en það breytist á miðvikudagskveldinu. Þá kom boð frá FBSR um að það vantaði mannskap í hreinsunarstörf undir Eyjafjöllum og það var bara ákveðið að slá til og vonandi láta eitthvað gott af sér leiða um leið. Það voru þrír gildir limir sem fóru á fimmtudagsmorginum austur á boginn með skóflur, stiga og kústa. Í þessum hóp voru:

Stebbi Twist
Krunka
Bergmann

En við vorum ekki þau einu því okkur fylgdu fjórir aðrir félagar okkar úr FBSR. Síðar bættust svo þrír aðrir við með fleiri strákústa og í þeim hóp var einn meðlimur en þar var á ferðinni Steini Spil. Hreinsun gekk ágætlega og náðist að klára verkefnið með smá auka aðstoð en allt hafðist á endanum.
Tekið var á móti okkur með höfðingskap og dælt í okkur veigum m.a boðið í lambalæri og kunnum við ábúendum beztu þakkir fyrir.
Myndavélin var með í för og maður reyndi að festa á filmu afleiðingar eldgosins (það skal tekið fram að myndir voru teknar voru með leyfi ábúanda og þótti þeim það lítið mál þegar spurt var hvort það væri í lagi að setja þær inn á alnetið)
En myndir má skoða hér

miðvikudagur, apríl 21, 2010

Skráningarlisti nr:16

Þrátt fyrir að erlendir fréttapúkar eigi andskotanum erfiðara að bera fram Eyjafjallajökull þá höldum við ótrauð áfram með tilhlökkun sem og andlegan undirbúning fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð. Þar er hvergi slegið af eins sjá má í dag. Látum ekkert jójó eldgosahrinu í Eyjó slá okkur út af laginu

Eldgosafræðingar:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Skoðunarskyld ökutæki

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvagninn
Græna hættan
Stríðsvagninn

Nú er bara að bíða og sjá hvað þetta blessaða gosið kemur til með að gjöra en bara gaman að því.

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, apríl 19, 2010

Skál í boðinuJæja, 35 tinda verkefnið heldur víst áfram og var sá fjórði toppaður síðasta laugardag. Eins svo oft vill verða þá er þetta einhver skyndiákvörðun þar sem ekki geftst tími til að auglýsa ferð í tæka tíð. Beðist er velvirðingar á því og vonandi stendur það til bóta sem verður til þess að fleiri láti sjá sig.
En hvað um það verkið hefur sinn gang og í ,,blíðviðrinu" síðasta laugardag var skundað upp á Skálafell í Mosfellsdal í hægri norðanátt og sól. Reyndar átti hann Kári það til að kæla mann aðeins í andlitinu en ekkert sem ekki drap mann. Það vildi svo vel til að við vorum vopnuð broddum og komu þeir í góðar þarfir þar sem broddafæri var á fjallinu. En ferðalangar þennan dag voru:

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að báðir leiðangursmenn náðu að toppa og eftir stuttan stanz á toppnum var bara trítlað niður. Eftir að ákveðnar fréttir bárust var ákveðið að taka lengri leiðina heim og kíkja á gosmökkinn í leiðinni. Ekið var austar á Skeiðar og sást þar gosmökkurinn ágætlega.
Engum kemur það lengur á óvart að myndavélin var með í för og það má sjá hérna

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, apríl 14, 2010

Skráningarlisti nr:15

Það er skammt stórra högga á milli og hverjar hamfarnirnar bresta á á Stór-Þórsmerkursvæðinu. Lítur út fyrir það að Gígjökull sé bara endanlega horfinn. Það verður spennandi að sjá hvernig málin þróast. Eins gott að V.Í.N. eigi einn brjálaðan vísindamann í fremstu víglínu sem fylgist náið með stöðunni. Ekki amalegt það.
En maður verður víst að lifa lífinu þrátt fyrir jarðelda og bakka ekkert neitt með plönin heldur halda ótrauðir áfram með skipuleg og undirbúning með Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og heldur því listinn góði áfram

Norræn goðafræði:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Batmobile:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvagninn
Græna hættan
Stríðsvagninn

Nú er ekkert annað að gjöra nema bíða og sjá hvað verða vill. Við breytum víst því lítið
Koma svo og fleiri skutla inn skráning hér í skilaboðaskjóðunni að neðan

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, apríl 11, 2010

Leyndardómar GjábakkahraunsÍ rigningunni síðasta laugardag fór undirritaður ásamt tveimur öðrum gildum limum og sínum núbbahóp í hellaferð. Ferðinni var að þessu sinni heitið í Tintron með þeim tilfæringum sem þar er þörf til að komast ofan í og uppúr aftur. Þeir V.Í.N.-liðar sem voru með för voru eftirfarandi:

Stebbi Twist
VJ
Krunka

Skemmst er frá því að segja að allir komust báðar leiðir og við sluppum svo við að eyða nóttinni í bíðaogvaka því við vorum svo tímanlega að þessu öllu. Hurra fyrir okkur því var bara haldið aftir til byggða er allir voru búnir að skila sér aftur upp á yfirborðið. Svona fyrir forvitna þá eru komnar inn myndir úr túrnum og má þær skoða hér

Kv
Hellasvið

föstudagur, apríl 09, 2010

Blár kollurJæja, 35 tinda verkefnið hélt áfram um páskana og að varð þriðji ,,tindurinn" sigraður. Annandag páska var haldið sem leið lá í Svínahraun og þar örkuðu tvær manneskjur upp á koll einn er víst nefnist Blákollur. Þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka

Fín fjallganga eftir páskaferðina og ágætt að labba sig niður eftir annars frábæra gönguskíðaferð á Fjallabaki um páskana. Veður og útsýni var með ágætum og kannski bara bezt að benda á myndir hérna

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, apríl 07, 2010

Skráningarlisti nr:14

Ekkert virðist ætla að hægja á þessu blessaða gosi þarna upp á 5vörðuhálsi svo allt stefnir í að Básar verði komnir á kaf undir 20.metra djúpt Krossárlón núna þegar Fyrstahelginíjúlíárshátíðarþórsmerkurferð árið 2010 verður farin. En talið er vízt að (Blaut)Bolagil komi til með að sleppa undan þessum hamförum. Rétt eins og hér var komið að þá var farið í könnunarflug um svæðið síðasta fimmtudag og Brabrasonurinn var líka innfrá flöskudaginn langa. Beðið er skýrzlu frá kappanaum
Komum okkur nú loks að lista vikunnar.

Risaeðlurnar:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Móses
Elín Rita
Andrés Þór
Birkir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Sjálfrennireiðar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvagninn
Græna hættan
Stríðsvagninn


Allt að gerast já, já. Hef þetta ekki lengra og bara þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, apríl 05, 2010

PáskaferðNú þegar páskar eru senn liðnir er ekki úr vegi að minnast aðeins á eins páskaferð sem tveir V.Í.N.-liðar fóru í ásamt tveimur öðrum núbbum úr Flubbunum. Innanbúðarfólkið voru:

Stebbi Twist
Krunka

Farið var í gönguskíðaferð frá Landmannalaugum og endað við Einhyrningsflatir. Lagt var í´ann frá Laugum á morgni flöskudagsins langa og skundað sem leið lá, upp og niður gil og hæðir upp í Hrafntinnusker en allir höfðu það nú af. Staldrað var við skálann í Skerinu og snædd nesti þar. Haldið var svo áfram í veðurblíðunni og komust allir klakklaust niður Jökultungurnar (Álftavatnsbrekkuna). Við skriðum svo í Hvanngil um 2200 og fengum þar höfðinglegar móttökur.
Ekki var veðrið svo síðra á laugardagsmorguninn og því ekkert til fyrirstöðu að halda áfram að Einhyrningi. Kaldaklofskvíslinn var ekki mikil fyrirstaðar og skundað yfir hana á snjóbrú en svo þurftum við að vaða Bláfjallakvísl en það var nú auðsótt mál. Vel gekk svo að koma sér áfram og engar ,,brekkur" leiðinni fyrr en við komum að Mosum en þar kláraðist snjórinn á kafla svo það var ekkert annað að gjöra nema taka af sér skíðinn og tölta upp í snjóinn aftur. Er við komum að Einhyrningi en þar kláraðist snjórinn endanlega og því þræddum við brekkuna um allar snjólænur og mosa þess á milli. Er við komum að Bólstað mætti Jónas G á svæðið og tók þar dótið okkar á meðan við gengum til móts við þann sem ætlaði að sækja okkur. Við komum svo í bæinn afturm um kl 01 aðfararnótt páskadags og allir sæattir eftir góðan páskatúr.
Fyrir áhugasama er hægt að skoða myndir hér

sunnudagur, apríl 04, 2010

Gos, gos, strumpagosNú að morgni síðasta skírdags brá Litli Stebbalingurinn sér í eftirlitsferð yfir Goðaland ásamt því að kíkja aðeins á gosið í leiðinni. Lagt var í´ann frá Múlakoti og sveimað þarna yfir í tæpa þrjá stundarfjórðunga. Loks sá maður þessa blessuðu hraunfossa og það úr lofti.
Skemmst er frá því að segja að allt virðist vera með kyrrum kjörum þarna og eitt sem víst er að kamarinn í (Blaut)Bolagili er á sínum stað.
Það er svo líklegra að Brabrasonurinn geti frætt okkur um hvernig þetta var umhorfs á flöskudeginum langa og bíðum við spennt eftir skýrzlu frá kauða.
En sagt er að myndir segi meira en þúsund orð svo bezt er bara að vísa í myndir og eru þær hér

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar