þriðjudagur, maí 31, 2005

Jæja nú fer óðum að styttast í næstu helgi ... og það er sko kominn tími á að koma sér í útilegu ala VÍN.

En hvert eigum við að fara. Landmannalaugar, Snæfó, Skaftafell, Klaustur .. tjáið ykkur því ekki verðum við í bænum .... Ó nei. Fín veðurspá

En í þessari ferð verður VÍN fánum flaggað í fyrsta skipti .. Ekki missa af því.

Sjáumst um helgina.

mánudagur, maí 30, 2005

Verður þetta málið eftir 32.daga??? Þá held ég að maður kjósi frekar þennan! Svo er spurning um að leigja sér nokkkra fyrir kastið góða hans Danna Djús.

Kv
Undirbúningsnemdin

laugardagur, maí 28, 2005

Svona rétt eins og alþjóð ætti að vita eru aðeins 34.dagar, sjá má á teljara hér til vinstri, uns oss skundum í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferð. Í tilefni þess þykir undirbúningsnemdinni vel við hæfi að birta fyrsta lista þeirra viljugu og staðföstu:


Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Maggi Móses
Frú Andrésson
Adólf
Tiltektar-Toggi
Frú Toggi
Danni Djús
Frú Djús
Tuddi Tuð
Auður
Perrinn
Katý
VJ
Gvandala-Gústala
Kári Smartís
Birkir Fastur
Malin


Vill undirbúnginsnemdin óska þeim einstaklingum, sem eru á lista þeirra viljugu og staðföstu, til hamingju með þann heiður. Ef einhverjir vilja láta bæta sér á listan er þeim bendt á athugasemdakerfið hér fyrir neðan. Þeir sem vilja láta taka sig af listanum er ekki annað hægt að gera nema vorkenna þeim einstaklingum.
Annað sem vekur athygli er hve rýr hlutur stúlkna á kjöraldri er þarna. Ef einhverjar eru þarna úti eða vita um einhverjar sem vilja skella sér með, og sjá fullorðið smábörn á öndverðum þrítugsaldri hegða sér eins og kvartvitar, er um að gera að tjá sig um það í athugasemdakerfinu. Ekki er verra ef þær eru vergjarnar og lausgyrtar, þó ekki skilyrði.

Koma svo og mættum öll
Kv
Undirbúndings- og eftirlitsnemdin

þriðjudagur, maí 24, 2005

Danni Djús tók sig og bjó til Dverga kasts reglur .. sem eru frekar skondnar.

Mæli með lesningu á þeim .... Allir að lesa og læra.

Aðeins 38 dagar í mörkina.

Mætum öll.

föstudagur, maí 20, 2005

Sælt veri fólkið.

Ekki fór nú vel fyrir Selmu í gær, en hvað um það ... það eru ekki nema 42 dagar í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarárshátíðarammælisþórsmerkurferð.

En þessir guttar ætla sko að mæta í Mörkina .... ekki af missa þeim.Mætum ÖLL !!

miðvikudagur, maí 18, 2005

Ekki að það eigi að þurfa minna fólk á fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarárshátíðarammælisþórsmerkurferð 1-3.júlí n.k. Rétt eins og tjéllingin sagði eitt sinn þá er góð vísa sjaldan of oft kveðin. En engu að síður þá brennur sú smurning á undirbúnings-og eftirlitsnemdinni hvort einhver af okkar dyggu lesendum gæti útvegað uppblásin pott. ,,Til hvers´´ kunna einhverjir að spyrja og því er auðsvarað. Jú, þetta er víst nauðsynlegt fyrir vaselínglímuna sem haldin verður þarna. Það á varla að þurfa að taka það fram að keppendur verða eingöngu gjafvaxta snótir á kjöraldri eða innan mengis. Líka er þá vert að minna þessar sömu heimasætur á trampólínið sem þarna verður.

Koma svo gott fólk og fjölmennum á þessa 125.árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og skiljum öræfaóttann eftir í bænum hjá öllum hnökkunum og hinum eymingjunum

Kv
Undirbúningsnemdin

þriðjudagur, maí 10, 2005

Sælt veri fólkið,

Ég er búinn að finna aðila sem getur búið til límmiða fyrir okkur á bílnúmerin. En það eru snillingarnir í Logoflex sem ætla að búa þá til

Ég legg til að límmiðinn verði blár eins og flíspeysunar með gulu VÍN lógó. Eins og fáinn sem við eigum eftir að finna.

Svo ætla ég að tala við útiveru um að redda fatnaði á okkur. Síðerma og stuttermabolum.

Hverjir vilja fá VÍN límmiða á bílinn sinn og hvernig líst ykkur á útlit límmiðans ???

Kveðja

laugardagur, maí 07, 2005

Það þarf varla að minnast á það að um síðustu helgi var farinn undirbúnings- og eftirlitsferð inn í Þórsmörk. Rétt eins og er í fersku minni hjá glöggum lesendum.Ferð þessi átti eftir að reynast nokkuð afdrifarík. Þar sem sumir urðu blautari en aðrir og hefur Jarlaskáldið ritað um það fína greinargerð, sem hér verður vísað í a.m.k þanngað til ferðaskýrsla birtist. Þeir félagar Birkir og Arnór komu svo úr bænum okkur til hjálpar og kunnum við þeim allra bestu þakkir fyrir. Gott að eiga svona ferðafélaga að. Nóg um það.

Eins fram kom hér í upphafi var þetta undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir hina 120. árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarferð sem verður nú veglegri en nokkru sinni fyrr. Rétt eins og hið fornkveða segir þá er: Fall er fararheill. Svo á svo sannarlega við í þessu. Það er rétt að minna gesti og gangandi að skráning er löngu hafin og þeir sem verða búnir að skrá sig fyrir 23:28 þann 10.05.05 munu geta unnið Panflautu og fleiri glæsilega vininga. Það er um að gera að tjá sína skráningu í kommentakerfinu hér fyrir neðan. Koma svo allir/öll og gerum þessa 120 árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð glæsilegri en nokkru sinni fyrr með nýju fjöldameti. Þess má geta í lokin að Birkir Bjargvættur ætlar að mæta á svæðið svo enginn öræfaótti er afsakanlegur á þessu ári.

Kveðja
Undirbúnings-og eftirlitsnemdin.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Var að tala við Skúla frænda rétt í þessu. Heiðarselið er laust um Hvítasunnuhelgina þannig að þið getið bara skellt ykkur þangað ef það verður góð veðurspá.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Sælt veri fólkið!

Nú þegar teljari þessarar síðu, sem er neðst hér á síðunni þið vituð hvoru megin, er að nálgast 30000. Þá er kominn tími á skemmtilegan leik enn á ný. Allir dyggustu lesendurnir ættu að vita út á hvað leikur þessi gengur út á en það er það sama og með 20000 gestinn og þann 25000. Að venju verða vegleg verðlaun í boði fyrir einhverja heppna þarna úti og til gæta alls jafnræðis þá verða verðlaun kynjaskipt og verðlaun veitt í báðum flokkum. Glæsileg verðlaunaafhending fer svo fram um leið og hið árlega júróvísjónteiti V.Í.N. fer fram. Eins og áður sagði er um ótal glæsilegra vinninga að keppa um svo um að gera að taka þátt. Vinningar verða svo dregnir úr seldum miðum

Kv
Stemmtinemd

mánudagur, maí 02, 2005

Sæl

Þurfa VÍN félgar ekki að fara að huga að allskonar VÍN vörum og fatnaði fyrir sumarið.

Fólk þarf nú að vita þegar VÍN mætir á tjaldsvæðin í sumar.

Þær hugmyndir sem ég hef heyrt eru: Límmiðar á bílnúmer, fáni, bolir, peysur og húfur.

Eru ekki einhverjir aðilar sem eru með brennandi áhuga að starfa í Markaðsnefnd VÍN og finna einhvern sniðugan varning.