miðvikudagur, desember 30, 2015

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2016

Já, gott fólk. Nú er senn árið 2015 á enda. Slíkt þýðir auðvitað bara að það styttist í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2016 og ennþá styttra í að skráning hefjist í áðurnefnda ferð. Eiginlega bara nokkrar klst, Skráning hefst þann 01.jan 2016 kl:00:01. Eða eftir tæpan einn og hálfan sólarhring. Ótal glæsilegra vinninga er í boði fyrir þá fyrstu eins og t.d notaðir plastpokar og fleira í þeim dúr. Aðalvinngur er síðan panflaututónleikar þar sem Magnús B. frá Þverbrekku mun fara hamförum á flautinni. Jæja en hvað um það.

Gleðilegt nýtt ár gott fólk og svo muna að skrá sig

Kv
Skráningardeildin

fimmtudagur, nóvember 05, 2015

EsjanÍ smá tíma hafði Litli Stebbalingurinn gengið með þá hugmynd í maganum að skrölta upp að steini á Þverfellshornsleið á bæjarfjalli Reykvíkinga þ.e Esjuna með hjólhezt undir arminum og hjóla svo niður. Nú einn morgun í september var látið verða af því. Það var farið upp í gegnum mýrina og svo stuttur stanz við Steinn áður en haldið var niður sneiðinginn. Það gekk nú alveg ágætlega en þurfti nú aðeins að teyma hjólið. En þetta var kannski ekki alveg sama frúttið og maður vonaðist til en gaman samt. Kannski að hífandi norðanátt og þá puðið upp hafi haft eitthvað að segja en til að prufa aftur.

Sé áhugi fyrir hendi má skoða örfáar myndir hjer

föstudagur, október 30, 2015

NesjavellirKveld eitt í gústamánuði var smá veðurgluggi nýttur til að skella sjer í léttan hjólheztatúr. Að þessu sinni var haldið í nágrenni við Nesjavallavirkjun og göngustígarnir frá Jarlaskáldinu notaðir til hjólheztareiða undir stykkri leiðsögn Matta Skratta. Við að vísu fórum á tveimur sjálfrennireiðum og skildum þá eftir á sitthvorn staðnum. En allavega þá voru þarna á ferðinni fjórmenningarnir fjórir eða:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon 29

og sá Konungur jeppanna um að ferja oss og hjólin

Bergmann á Merida One Sixty 7.900
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800

og sá Silfurrefurinn um að koma þeim á milli staða sem og hjólum


Eftir að hafa skilið Konung jeppana eftir var haldið á Silfurrefnum upp á plan eitt og haldið svo í hlíðar Hengils. Þar var hjólað og hjólin borin upp og síðan rennt sjer niður. Þarna eru mjög svo skemmtilegar leiðir og ýmislegt hægt að bralla. Held að sé óhætt að fullyrða að þanngað á hjóladeildin eftir að koma aftur. Þarna var tekin hringur og komum svo aftur á planið þar sem Silfurrefurinn var lagt. Þar hófust bollalengingjar um hvert fara skyldi en við vorum í kapphlaupi við dagsbirtuna. En allavega þá fórum við kannski ekki alveg beztu leiðina aftur að Konungi Jeppana en allt þetta hafist þó svo að við höfum kannski ekki alltaf verið á single traki þarna. En það kallar bara á tilefni til betrum bóta. Það var svo eiginlega dottið í myrkur þegar vjer komum aftur að Konungi Jeppanna og hjólum ráðað á og síðan Silfurrefurinn sóttur áður haldið var aftur í borg óttans eftir gott hjólakveld.

Nenni einhver að skoða myndir frá deginum þá má sá hinn sama gjöra það hjer

fimmtudagur, október 29, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 11Eins og ýmislegt í lífinu þá kemur að endalokum einhvers. Nú var runninn upp þriðjudagur og vinnan beið Litla Stebbalings á miðvikudagsmorgninum svo lítið annað var í stöðunni en að komast suður á boginn.
Upphaflega var hugmyndin að renna við í hjarta skagfirskaefnahagssvæðins og skella sjer þar í sund. En þar sem Skotta var sofandi er þar var komið var ákveðið að brjóta á viðskiptabanninu og fara í sund á Blönduósi. Þar sem ekki nokkur lifandi sála les þessa síðu lengur er óhætt að viðurkenna svona hjer. Reyndar vorum við svo ekki komin langt frá Agureyrish þegar þurfi að gjöra pissustopp en það tilheyrir víst og ekkert til að stressa sig á.
Þrátt fyrir öll boð og bönn verður það að segjast að sundlaugin á Blönduósi er hin prýðilegasta og ekki skemmir fyrir að hún setti víst sveitarfélagið nærri því á hausinn. Því eins og allir vita eru sundlaugar sem sliga heilu sveitarfélögin góðar sundlaugar. En hvað um það. Eftir sundferð var haldið í kaupfélagið sem heitir víst Samkaup í dag og aðeins nært sig. Já ég veit en fyrst maður er byrjaður að brjóta viðskiptabannið þá er alveg eins gott að halda bara áfram. Svo var bara ekið sem leið lá á þjóðvegi 1 í blíðskaparveðri og komið heim á H38 einhverntíma undir kveld

Sé nenna hjá einhverjum má skoða myndir frá deginum hjer

miðvikudagur, október 28, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 10Þá var loks runninn upp mánudagur, sem er rétt eins og allir vita bezti dagur vikunnar.
En alla vega þá var sá sem þetta ritar kallaður í sérverkefni á vegum FBSR og fór mezt allur dagurinn í það. Ekki er til mikið af myndum en þessi eina verður bara að duga

þriðjudagur, október 27, 2015

Agureyrish: Dagur 9Þá var kominn upp messudagur. Það var svo sem ekki mikið gjört þennan dag. Helst bar það til tiðinda er að Krunka fékk frænku sína til að taka Skottu með hestbak. Eða öllu heldur að teyma undir Skottu. Svo var bara notið þess að vera í fríi.

En allavega þá eru myndir frá deginum hjer.

mánudagur, október 12, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 8Þá var kominn upp laugardagur. Þessa helgi var upphaflega ætlunin að vera í hjólhestaferð. En eitthver veðurhræðzla hljóp í fólk og þeirri ferð aflýst. Þess í stað var brugið á það ráð að skella oss í stutta hjólhestaferð.

Ferðin hófst á Víkurskarði en þar á útskotsplaninu, þar sem jólasveininn er, tókum vjer hjólhestana af konungi jeppanna og stigum á sveif niður í Fnjóskadal. Tókum þar vinstri beygu til að hjóla Dalsmynnið að sunnanferðu, eins og sjá má á mynd hjer að ofan var hjólað í gegnum Skuggabjargar-og Melaskóg. Öll leiðin var ýmist á vegi, slóða eða mjög grófum jeppaslóða. Ég ætla amk að mæla með þessari leið fyrir þá sem hafa gaman að hjóla en þetta voru tæpir 26 km frá planinu á Víkurskarði og yfir á Laufás. Ekkert mikið um brekkur uppá við og bara skemmtileg leið í gegnum tvo birkiskóga.

Þar sem Konungur jeppanna hafi verið skilinn eftir við Laufás og við komum þar var ætlunin að skella sjer í sund á Grenivík og að sjálfsögðu að taka þar laugina út um leið. Þegar til Grenivíkur var komið og þá voru skilaboð á dyrinni í sundlauginni þess efnis að þennan tiltekna laugardag yrði lokað eftir 13:30 vegna knattballetsleiks. Svo það var lítið annað að í stöðunni en að halda til baka til Agureyrish og skella sjer þar í sund.

Síðar um kveldið var haldið norður í Eyjafjörð eða til Dallas og farið þar á tónleika í tilefni Fiskidagsins mikla. Já, jú flottir tónleikar og allt það en ekki fannst mjer þeir skemmtilegir en misjafn er smekkurinn.

Svo ef það eru einhverjir áhugasamir þarna úti má skoða myndir frá deginum hjer

fimmtudagur, október 08, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 7Þá var kominn flöskudagur og má kannski segja að þessi dagur hafi verið hápunktur sumarfríins.
Þennan dag átti sum sé að fara upp að hinu ,,nýja" Holuhrauni. 
Það voru níu manns á þremur bílum sem hittust við Kleinunezti kl:0900 á flöskudagsmorgninum en þar fóru:

Stebbi Twist, Krunka og Skotta á Konungi Jeppana

Foreldrar Krunku á Togaýta Landcruiser

Vinafólk tengdaforeldra Litla Stebbalingsins ásamt tveimur börnum sínum á Togaýta Landcruiser


Eftir hitting var dólað af stað og fyrsti stanz var í Mývatnssveit þar síðasta eldsneytisafgreiðslustöð er og þar var tankað. Þar er líka síðasta nýlenduvöruverzlunin áður en haldið var á hálendið. Alltaf gaman að koma á Mývatn að sumri til því þar sér maður allskonar farartæki frá hinum ýmsum löndum eins og Indlandi svo dæmi sé tekið.  Þegar allir, bæði bílar og fólk, var orðið mett var haldið austur á boginn upp á Mývatnsöræfi. Rétt áður en komið var að Jökulsá á Fjöllum var stefnan sett í suður og þar sem malbikinu lauk þarna var loft úr togleðurshringjum veitt frelsi. Svo var bara ekið sem leið lá í gegnum Hrossaborgir, gegnum hraun og sanda, yfir Geirlandsá og Lindá uns komið var í Hreiðubreiðulindir. Þá var farið að nálgast hádegi svo grillið var dregið upp og ameríkanski hamborgiskí skellt á grillið og étið sem hádegismat. Þar sem allir voru í fríi og engum lá á þá vorum við bara að dóla okkur þarna. Kíktum ma á Eyvindarkofa og veltum fyrir okkur einkennilegu dælukerfi sem þarna er. Svo var barasta að halda för áfram enda allir orðnir saddir og sælir. Næzt var stanzað þar sem Jökulsá fellur ofan þröngt og grunnt gil, skildst að það sé kallað Gljúfrasmið. En amk þess virði að stanza þar og rölta að því.
Á þessum slóðum er ekkert til sem heitir að skreppa eitthvað og allt tekur sinn tíma og eftir ca 2 klst akstur komum við í Drekagil og þar var kominn tími á kaffistanz. Því var hellt upp og tíminn nýttur til að skoða sig um þarna. Sem og að dáðst af bílaflotanum sem þarna var. Gaman að sjá alla þessa flóru af alls konar. Eftir að hafa fengið sjer kaffi og jafnvel kleinu með var loks hægt að koma sjer að lokatakmarkinu sem var auðvitað hið nýja Holuhraun og jafnvel kíkja í nýjasta heitalækinn á landinu. Við Dyngjuvatn vorum við stöðvuð af Landverði á Land Rover sem helt mikinn fyrirlestur um utanvegaakstur.
Svo kom að því að Holuhraunið blasti við og upp úr því stígu gufublóstrar og flott að sjá. Vjer komum svo að hrauninu sjálfu og gengum smá spöll á íslandi nýjsta nýtt. Þegar búið var að taka lækinn sem rann úr hrauninu út skellti Stebbalingurinn sjer í sundfötin, veit sundföt en nú þarf maður víst að vera fyrirmynd og svo var tengdó þarna líka. Já lækurinn var ljúfur og eiginlega bara aðeins og heitur, en hægt var að velja sjer hitastig eftir því hvaða kvísl maður valdi. En sá sem þetta ritar fann sjer góðan stað og hafði það gott þar. Eina sem vantaði var kaldur, hressandi fullorðins svaladrykkur. Svo bara bara farið aftur upp úr og út í bíl. En áður en við yfirgáfum svæðið ,,stálum" við mola af íslandi nýjsta nýtt. Bíðum við nú eftir kæru frá Vatnajökulsþjóðgarði. Ekið var svo bara sem leið lá til baka í Drekagil og þar var, já vitið menn, stutt kaffistop áður en haldið var aftur upp á láglendið og ætluðum við að koma niður hjá Möðrudal. Því var ekið sem leið lá í gegnum Upptyppinga og eins á þessu svæði þá er ekkert til sem heitir skreppur. En seint um kveld ca milli 21-22 ef ég man rétt komum vjer í Möðrudal. Systir samferðafólks okkar var að vinna þar og við heilzuðum upp á hana og allir orðnir svangir því var súpan kærkomin. Þarna vorum við svo sem í rólegheitum og heilzuðum ma upp á Yrðlinga sem þarna eru heimakomnir. Á Möðrudal var gott að vera og held ég alveg óhætt að mæla með amk súpu þarna. Svo er líka spennandi að tjalda þarna einn dag í framtíðinni. Svo var bara ekið sem leið lá í vesturátt uns komið var á upphafspunkt við Kleinunezti þar sem þessum snilldartúr var slúttað.

Alla vega er niðurstaðan sú að vel er hægt að mæla með því að fólk kíkji á ,,nýja" Holuhraun. Vonandi að næzta ár verði þessi lækur ennþá heitur því það var algjör silld að baða sig í honum. Svo er þetta líka áhugavert svæði sem maður er nú ekkert alltof oft að þvælast um

En allavega þá má skoða myndir frá deginum hjer 

föstudagur, október 02, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 6Fimmtudagur kom og framundan var fimm í fötu. En alla vega byrjaði dagurinn á því að vjer röltum í Lystigarðinn á Agureyri þar sem Skotta fékk aðeins að hlaupa um og skemmta sjer síðan að vanda enduðum á kaffihúsinu. Á leið oss í lystigarðinn urðu á vegi oss nokkrir áhugaverðir bílar. Gaman að því.
Um kveldið var svo komið að einu. Litla Stebbalingnum hafði verið boðið að koma með á fjallahjólaæfingu hjá Hjólreiðafélagi Agureyrish. Það var hist við Hrísalund, sem ætti að vera kunnuglegur staður frá skíða-og menningarferðum V.Í..N til Agureyrish í gegnum árin. Þar voru saman komnir 5 sálir sem hjóluðu svo sem leið á í Gamla, sem er gamall skátaskáli fyrir ofan Kjarna. Þar var komið inn á brautina og henni fylgt niður í og gegnum Kjarnaskóg. Mikið fjari var það skemmtilegt og gaman að fá að vera með þeim kauðum þarna. Þetta er eitthvað sem hjóladeildin þarf alvarlega að skoða að fara í hjólaferð til Agureyrish. Ekki lengur bara skíðabær

Svo má skoða myndir frá deginum hjer

fimmtudagur, október 01, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 5Þá var komið í miðja viku eða bara einfaldlega miðvikudagur. Plan þessa dags var að kíkja í sund og nú átti sko að prufa nýja sundlaug. Þar sem að sjálfsögðu var ætlunin að gefa henni einkunn. En eins og svo oft í lífinu þá fer það ekki á þann veg sem planað er. Vjer rúlluðum yfir á Svalbarðseyri og voru aðeins á undan áætlun svo þorpið var aðeins skannað. Kom nú ýmisleg á óvart og á ýmsan hátt er þetta bara hið sæmilegasta þorp og gaman að koma niður að vitanum, virða þar fyrir sjer sýnina.
En að aðalatriðinu sem var auðvitað sundferðin. En vjer komum að luktum dyrum í sundlaug sveitarfélagsins þrátt fyrir að vera eftir auglýstan opnunartíma svo það var bara brugðið á það ráð að skella sjer yfir á Þelamörk. Vissum að hverju við værum að ganga þar. Svo sem lítið hægt að segja um þá laug nema mæla með ferð þangað. En óvænt þar hitti maður fyrir Ómar eða Omma (komma), með konu og barni. Alltaf gaman að rekast á forna V.Í.N.-verja svona á förnum vegi.
Eftir sundferð var rúllað aftur inn á eyrina og lítið markverk gert af því sem af var degi.

En allavega þá má sjá myndir frá deginum hjer

þriðjudagur, september 29, 2015

Á jaðri þess að vera...Næzt komandi messudag höfum vjer Magnús frá Þverbrekku tekið stefnuna á að fara Jaðarinn. Þar sem stóri stúfur hefur ekki enn farið þessa snilldarleið þá er ekki seinna vænna. Ekki er ennþá komin nákvæm tímasetning en óhætt að fullyrða að hún verður á sunnudag komandi. En allavega eru allir áhugasamir velkomnir með og jafnvel má búast við smá drullumalli

Kv
Hjóladeildin

mánudagur, september 28, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 4Já, helgin er svo lengi að líða. Hversu lengi má ég bíða...fram á þriðjudagskvöld.
Að vissu byrjaði dagurinn á morgni en ekki kveldi. Svona snemma dags var því bara tekið rólega til að byrja með. Síðan var haldið í næzta sveitafélag fyrir sunnan þ.e niður í Hrafnagil og kíkt í heimsókn í jólahúsið. Líkt og áður var bætt aðeins í jólaskrautssafnið og teknar myndir allt voðalega venjubundið eitthvað. Svo á heimleiðinni kom upp sú skyndihugdetta að koma við í Fnjóskadal og rúlla yfir Vaðlaheiðina í leiðinni. Það var skemmtileg tilbreytni að keyra yfir Vaðlaheiðina um komin upp hugmynd með hjólaleið einn daginn. En hvað um það. Við komum svo niður hjá gangnaframkvæmdunum austanmegin og hvergi var Stebbi Geir sjáanlegur. En á bakaleiðinni var bara farið yfir Víkurskarð. Þegar í Tröllagilið var komið aftur fóru þær mæðgur að baka snúða við mikinn fögnuð. Síðar um kveldið gjörðist Litli Stebbalingurinn ,,sjálfboðaliði" hjá Rauða krossinum er tengdaföðurinn plataði kauða til að hjálpa til við að fylla einn 40´ gám af fötum. Þar í miðjum klíðum hitti maður dreng einn fyrir, er var að losa sig við gömul föt, þar sem ákveðið var að fara að hjóla á fimmtudagskveldinu. Fleira er svo sem ekki að segja frá þessum degi

Alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

fimmtudagur, september 24, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 3

Á þriðjadegi sem var að þessu sinni mánudagur var hvíldardagurinn tekin bókstaflega og nánast ekkert gjört. Amk ekkert sem telst til tiðinda. Bara kaffiboð og svo kveldmatur. En gott öðru hverju að gera ekki neitt

miðvikudagur, september 23, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 2Þá var kominn messudagur norðan heiða, sem og sjálfsagt annarsstaðar á landinu.
Dagurinn byrjaði á því að skreppa að Ystu-Vík. Sem sjálfsagt vekur upp minningar hjá Blöndahl og Jarlaskáldinu frá 2002. En hvað um það. Þar átti að dífa girni í vatn og reyna vekja upp veiðieðlið. En í stuttu máli er þarna fiskeldi og seld veiðileyfi í nokkrar tjarnir sem þar eru og er allt skaffað og líka beitu. Við við náðum þarna fjórum kvikindum af regnbogasilungi og aðeins er greitt fyrir veiddan afla, 1500kr/kg og maður fær bara flakað, tilbúið á grillið. Í kveldmatinn var sum sé regnbogasilungur. Sæmilegt það.

Síðan um kveldið héldum við niður í bæ á útitónleika sem þar voru. Til að vera alveg hreinskilinn með þá er ekkert gott hægt að segja um þá. Lélegt lineup skelfilegt hljóðkerfi sem var svo toppað með slappri flugeldasýningu. En eftir þetta allt saman komum við við á Pósthúsbarnum og fengum okkur einn kaldan, hressandi fullorðins svaladrykk á meðan bílstjóri kveldsins sá um að koma öllum til síns heima

En burtsjeð frá því öllu þá má skoða myndir frá deginum hjer

mánudagur, september 21, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 1Þá var komið að því þetta sumarið að fara norður til Agureyrish í hina árlegu sumarheimsókn. Þar sem Krunka þurfti að taka eina vinnuviku svona í miðju sumarfríinu síðustu vikuna á júlí var haldið í´ann norður yfir heiðar laugardaginn um verzlunnarmannahelgina þetta árið. Þar sem búið var að fezta kaup á ,,jeppa" var auðvitað haldið upp á hálendið til að komast í höfuðstað norðlendingafjórðungs. Enginn öræfaótti hjer.

Það átti sum sje að skrölta norður Kjöl og með smá útúrdúr á leiðinni. Fyrsti stanz var í Mosó þar sem það þurfti jú að snæða aðeins og varð Subway fyrir valinu. Síðan heldum vjer sem leið lá á Kjalveg yfir Mosfellsheiði. Ekki veit maður hvaðan allt þetta fólk kemur sem var við Geysi en þar var nú bara eitt stórt kaos en við sluppum þar í gegn.

Er komið var upp á Kjalveg og um leið og malbikinu sleppti var stökkið út til að mykja í dekkjunum. Kjölur var bara hin sæmilegasti enda búið að vinna í veginum og hækka hann upp nánast alla leið að Árbúðum. En þar rétt áður sleppir nýja veginum og sá gamli tók við. Þar þekkti maður Kjölinn sinn og var hann svoleiðis alveg fram að Hveravöllum og þessa 12 km norður af þeim.
Það að gjörður stuttur stanz á Hveravöllum, aðeins að teygja úr sjer og losa þvag. Úff hvað aðstaðan þarna er orðin sjoppuleg og eiginlega bara sóðaleg. Eftir að Skotta hafði aðeins fegnið að sletta úr klaufunum m.a í rennibraut og Litli Stebbalingurinn rölti um og skoðaði hin ýmsu farartæki sem þarna voru, eins og við má búast voru þarna nokkur áhugaverð tæki á ferðinni. Svo þurfti einfaldlega að halda áfram för oss þó svo sem að ekkert hafi legið á.
Við heldum sem leið lá í norðurátt og ekki leið á löngu uns vjer komum að Blöndulóni og er við komum að norðurenda þess var stefnan tekin í austurátt og keyrt yfir tvær stíflur við lónið. Þarna sá maður að greinilegt að ekki var mikið í lóninu eins og komið hafði fram í fréttum fyrr um sumarið. Þegar á Eyvindarstaðaheiði tókum við vinstri beygju og heldum í norður í átt að Blöndudal en þangað fórum við ekki heldur ofan í Svartárdal og nánast bara beint upp úr honum aftur og yfir Kiðaskarð. Þegar yfir Kiðaskarð var komið vorum vjer í Skagfirskaefnahagssvæðinu rétt við Mælifellshnjúk.
Í Varmahlíð var svo gjört örstutt pissustanz og svo beið manns bara Öxnadalsheiðin. En mikið fjári er langt til Agureyrish eftir að maður kemur niður af Öxnadalsheiði, held svei mjer þá að hún verði alltaf lengri og lengri eftir því hvað maður fer oftar þarna um. Við komum svo til Agureyrish og renndum bara beint í Tröllagilið.
Þar sem það var víst verzlunnarmannahelgi og Halló þarna Agureyrish var í gangi skruppum vjer í miðbæinn þar sem tónleikahöld voru í gangi. Þar komu fram m.a hinir þingeysku ,,Ljótu hálfvitar" við sáum þá spila á útisviði örfá lög og höfðum gaman af. Svo kíktum við á Símstöðina og fengum okkur Einstök White Ale úr krana. Ansi ljúffengur sá. Síðan bara haldið heim á þokkalegum kristilegum tíma.

Sé einhver vilji þá geta einstaklingar skoðað myndir frá deginum hjer

föstudagur, september 18, 2015

Frá Hlöðufelli niður í ÚthlíðNú í sumar hafði VJ komið með þá hugmynd að hjóla frá Hlöðufelli og niður í Úthlíð þar sem kauði var í sumarfríi ásamt sínu fólki í bústað einum þar.

Hann lét nokkra vita og þriðjudag einn var ákveðið að kýla á þetta. Að auki lét nú Stebbalingurinn Magga Móses vita en hann afþakkaði.
Það var svo hittingur í bústaðnum í Úthlíð kl:1100 á þriðjudagsmorgni en þangað var stefnt:

Stebbi Twist á Cube LTD SL sem kom á Konungi jeppanna
Eldri Bróðirinn á Merida One Twenty 7.800 og renndi hann í hlað á Litla Kóreustráknum
Danni litli á Scott Scale 735 og kom akandi á Hyundai i10, lét kauði að sjálfsögðu bíðaeftir sjer en við hinur græddum bara kaffi á meðan í staðinn
Síðan gestgafinn VJ sem var með sína Merida One Twenty 7.800

Síðan var öllum hjólheztunum raðan á Konung jeppanna og farið sem leið lá upp Efsta Dalsfjall og leiðin sú sem liggur að Hlöðufelli. Síðan fórum vjer vestan megin við Hlöðufell og uns komið var norðan megin við Hlöðufell var stanzað, bílnum lagt, hjólin tekin af og fljótlega hafist handa við að stíga á sveif. Við hjóluðum sem leið lá yfir klappir og hraun austan megin við Hlöðufell. Þegar suður fyrir Hlöðufell var komið var gjörður stuttur stanz við skálann á Hlöðuvöllum. Hann er nýuppgerður og er orðinn hins glæsilegasti. Það sem helst telst til tíðinda er að í skálnum hefur verið skipt um gardínur. Það telst nú til tiðinda. Eftir að hafa kvittað í geztabók að gömlum og góðum íslenzkum sveitasið heldum við för áfram. Ferðin gekk vel og sótist bara ágætlega áfram, sólin skein í heiði og allir sáttir við lífið og tilveruna. Svo komum við á Rótarsand og þá þyngdist róðurinn betur heldur. Þar hefði verið gott að vera á Fat-bike.
Brúarskörð er magnaður staður og þar var gaman, vel þess virði að hafa gert stopp þar. Magnað umhverfi. Eiginlega ekkert hægt að lýsa þeim neitt nánar, bara hægt að segja fólki að fara á staðinn og sannreyna það.
Við heldum svo bara áfram í sól og blíðu. Ekki leið svo á löngu, eftir Brúarskörð, dró ský fyrir sólu og hann byrjaði að rigna sem síðan síðan breyttist í haglél. Ekki mjög svo hressandi að fá haglið berjandi á mann. Lítið annað hægt að gjöra samt en að halda áfram bara klæða sig eftir veðri.
Þegar komið var svo að Hellisskarði fór veðrið að batna og við bara brunuðum þar niður og ekki leið á löngu uns sólin kom fram aftur. Að vísu misstum við að slóðanum til að komast að Miðfelli en það kom svo sem ekki að sök. En slóðin eftir Hellisskarð var mjög skemmtilegur og svona c.a að miðja vegu að Úthlíð. Við renndum svo aftur að bústaðnum í Úthlíð.

Það kom svo að því að það þurfti að rúlla eftir Konung jeppana og eftir smá hressingu sem fataskipti fór Eldri Bróðirinn með Litla Stebbalinginn á Litla Kóreustráknum uppeftir. Það tók svo sem sinn tíma en ekkert svo sem óeðlilega langan. Er leiðir skyldu þar sem Konungur Jeppana var skilinn eftir fór Eldri Bróðirinn sömu leið til baka þ.e aftur niður í Efsta-Dal og sá sem þetta ritar fór sem leið liggur vestur línuveginn inn á Kaldadalsveg og þaðan niður á Þingvelli. Þar með lauk sérdeilis aldeilis prýðilegum hjóladegi í góðum hóp á skemmtilegri leið

En fyrir þá sem áhuga hafa má skoða myndir hjer

Kv
Hjólheztadeildin

miðvikudagur, september 16, 2015

Skarð svínannaVeit að spámenn ríksins eru ekkert alltof vongóðir en þrátt fyrir það þá vitum vjer þá staðreynd að veðurfræðingar ljúga. Í ljósi þeirrar staðreyndar langar Stebbalingnum að varpa þeirri hugmynd hjer fram og spurningu hvort að sé vilji og eða áhugi fyrir því að hjólheztast Svínaskarðsleið um komandi helgi annað hvort þá laugardag eða sunnudag. Fer bara eftir því hvort hvað henti áhugasömum, séu einhverjir slíkur, eða veðurspá.
Alla vega hugmynd og sjáum til hvað verða vill

Kv
Hjólheztadeildin

þriðjudagur, september 15, 2015

Úti í Jaðri alheimsinsÞá var runninn upp bezti dagur vikunnar sem er auðvitað mánudagur. En allavega Litli Stebbalingurinn hafði mæt Magga á móti á förnum vegi fyrir tilviljun og í kjölfarið símast við hvorn annan. Þar var ákveðið að taka eins og einn Jaðar eða svo enda veður með ágætum. Það átti svo eftir að bætast í hópinn um einn. Aðeins síðar bauð Hólmvaðsklanið oss litlu fjölskyldunni á H38 í pizzu eftir Jaðarstúr. Slíkt var að vonum vel þegið með þökkum.
En þennan dag fóru í hjólheztatúr:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Maggi Móses á Merida One Twenty 7.800
Sigurgeir gjaldkeri á Trek 6.Series

Krunka sá svo um að skulta oss uppeftir ásamt Skottu á Konungi Jeppanna.

Svo var bara að rúlla af stað niður í mót. Ferðin gekk vel og ætíð stuð að renna þessa leið. En svo kom að því. Viti menn og þið megið giska en Lilti Stebbalingurinn sprengdi. Enda hjólaði hann svo hratt að það sprakk. Að þessu sinni sprakk að framan aldrei þessu vant. En eins og tjellingin sagði eitt sinn: ,,aldrei að sleppa góðu brasi". Með varaslöngu í hnakktöskunni var þessu fljótlega reddað og haldið áfram leið oss. Nú fórum við ,,réttu" leiðina og það verður að segjast að sú leið gerir skemmtilega leið bara skemmtilegri. Svo tók bara hraunið við. Þegar við vorum rétt svo komnir af hrauninu og inn á veginn í Heiðmörk var vinstri pedalinn hjá Litla Stebbalingnum eitthvað skrítinn og þegar átti að skoða það betur hékk pedalinn bara laus úr sveifinni undir skónum hjá kauða. Hafði sum sé slitið sig úr sveifinni og rifið með sjer allar gengjurnar. Það var hægt að skrölta aðeins á þessu svona en svo þurfti bara að hringja í vin og láta sækja sig en þá var maður svo sem kominn langleiðina að Helluvatni svo ekki kom það mikið af sök.
Það var svo endað bara í Hólmvaðinu og grillaðar þar flatbökur.

Hjer má svo skoða myndir frá deginum

Kv
Hjólheztadeildin

mánudagur, september 14, 2015

Sumarfrí: SkúraleiðingarLaugardagsmorguninn kom. Eftir að hafa fengið oss morgunmat sem ma innihelt beikon og kaffi var farið að gjöra klárt fyrir brottför. Dótinu hlaðið aftur í Konung Jeppanna. Nú er allt var að verða klárt til burtfarar heyrðum vjer í þyrilvængju starta og vakti það forvitni og ekki síst þegar maður heyrði að þetta væri tveggja cylendra þyrilvængja. Skömmu síðar sáum við Dauphininn frá Norðurflugi rísa upp og svífa á brott. Síðar kom svo í ljós að þarna var á ferðinni Billi nokkur Hlið. En hvað um það.

Vjer kvöddum svo höfðingshjúin og þökkuð kærlega gestrisnina og gistinguna áður en haldið var í óvissuna. Þ.e við vissum ekkert hvert átti að fara né hvað átti að enda. Vísu voru uppi hugmyndir að kíkja aðeins á Kjöl og jafnvel aðeins í Hagavatn eða miklu heldur á skálann undir Einifelli. Byrjað var á því að kanna aðstæður til tjöldunar í Skjóli. En hætt við það það. Þessi nafngift á tjaldstæði er eitt það mezta rangnefni, bara rétt eins og Hólaskógur, þvi þetta er á algjörum berangri og ekki einu sinni hrísla þar til mynda vott af skjóli. En hvað um það. Vjer heldum bara leið oss áfram upp á hálendi en þá komu bakþankar í Krunku og hún vildi endilega meina að hún hafi komið upp að Hagavatni svo úr varð að kíkja aðeins að Fremstaveri í staðinn. Við ókum bara veginn sem beygir útaf Kjalvegi áður en lagt er í´ann upp Bláfellsháls. Var það fínasti slóði og gjörðum við stuttan stanz í skálanum við Fremstaver. Skoðuðum bygginguna aðeins og kvittuðum í geztabókina svona af gömlum og góðum sið. Síðan var bara að halda til baka á Kjalveg en nú skyldi farið efri leiðin sem endar, nú eða byrjar, uppi á Bláfellshálsi. Sá slóði byrjaði sæmilega en fljótlega varð hann grófari og grófari uns komið var bara í gott jeppó. Gaman að því. Þarna á leiðinni byrjaði að skúra á oss og það meira að segja bara nokkuð hressilega. Svo er þurfti að fara yfir eina sprænu sem var mikið grýtt og með háa bakka heyrðum vjer er afturstuðarinn rakst niður en ekki dugði það til að stöðva för konung jeppanna og haldið var sem leið lá unz endað var uppi á Kjalveg. Hann ókum við svo til baka unz komið var að vegamótunum við Haukadalsheið og þar tekin hægri beygja, ætíð gaman að beygja til hægri í lífinu, og sá slóði farinn alveg þar til endað var á Geysi. Nú er vjer vorum þar á ferðinni fór einhver ulli að benda á afturhlutann hægra megin á Galloperinum en pældi ekkert svo sem í því. Hugsaði hann er örugglega að benda á hvað það er lítið í dekkunum.
Þegar loks við fundum svo stæði við Geysi kom í ljós að hægra afturljósið hékk bara á vírnum hafði greinilega losnað í hamagagnum frá Fremstaveri að Kjalvegi aftur. Því var nú reddað snarlega. En þvílík mannmergð þarna inni á Geysi og við ákvöðum snarlega að forða okkur á brott þegar allir höfðu tæmt blöðruna og jafnvel verðlauna okkur með ís í Efsta-Dal.
Þar sem það var farið að ganga á með ansi hressilegum síðdegis hitaskúrum var svona orðið spursmál hvað við ættum að enda um daginn. Við fórum og fengum okkur í í Efsta-Dal og hægt að mæla með heimsókn þar. Svona túrhesta fjós og heimagjörður ís. En einhvern tíma þarna heyrðum við í Boggu og voru þau þá á leiðinni aftur til Reykjavíkur frá Hvammstanga. Þar sem það rigndi nánast eld og brennisteinn á meðan við vorum, aður en við komum og eftir að við fóum í Efstal-dal kom upp sú hugmynd að enda bara í borg óttans og athuga hvort Bogga og Eyþór myndu ekki bara vilja hitta okkur og elda saman kveldmat. Varð það sum sé niðurstaðan og þannig endaði sumartúrinn 2015 í góðra manna hóp að borða góðan mat

En vilji fólk þá má það skoða myndir frá deginum hjer

föstudagur, september 11, 2015

Sumarfrí: Kíkt í bústaðUpp var kominn föstudagur eða eins og gárungarnir kalla hann: Flöööööskudagur.
Þannig var nú mál með ávexti að Hvergerðingurinn þurfti að fara í bæinn þar sem til stóð að steggja félaga hanz því voru kauði og stelpurnar hanz á heimleið. Danni Djús og Huldukonan ætluðu að fara í bústað í Fljótshlíðina. En við vissum bara ekkert hvað gjöra skyldi. Að vísu hafði VJ gjörst svo höfðinglegur að bjóða oss í kaffi í Úthlíð þar sem hann ásamt sínum voru á leið í bústað þar. En fyrst þurfti nú að finna sjer sitthvað til dundurs.

Þar sem komið var fram að hádegi ákvöðum við að byrja á að kíkja yfir í Reykholt og prufa þar kaffihúsið/veitingastaðinn Mika. Vjer rúlluðum þanngað og inn þar sem oss var vísað á borð ásamt matseðli. Það tók ekki langan tíma að velja af honum en humarsúpa skyldi það vera og fengum við að auku hálfan skammt fyrir Skottu. Vel er hægt að mæla með þessum stað. Fín þjónusta og afbragðs humarsúpa og ekki skemmdi fyrir að verðið var heldur ekki úti á þekju þ.e útlendingaverð.
Eftir mat var farið að velta því fyrir sjer hvar vjer ættum að skella oss í sund. Niðurstaðan var sú að fara í Hnakkaville og taka þar út framkvæmdirnar við Sundhöll Árborgar.
Jú, jú þetta er allt orðið voða nútímalegt og svona sundlaugarlegt en gamli hlutinn hafði nú meiri persónuleika yfir sjer. En þetta ágætt svo sem og vaðlaugin þarna er góð.
Eftir sundið heyrðum við í Eldri Bróðirnum og hittum hann fyrir til að oss ís. Það var farið á Huppu og skellt í sig bragðarref þar. Svo var bara haldið austur í Úthlíð.

Þar tóku VJ og HT vel á móti oss og gaman að hitta á þau. Það var að sjálfsögðu boðið upp á kaffi af íslenzkum sveitasið. Það leið svo að kveldmat og oss var boðið afnot af grillinu sem var þegið með þökkum. Svo endaði með því að þau buðust til veita okkur þak yfir höfuðið eina nótt. Sannkallaðir höfðingar heim að sækja. Slíku boði var ekki hægt að hafna og enduðum vjer því sem næturgeztir í Úthlíð. Sátum við svo frameftir nóttu að spjalla og spá í hinum ýmsu hlutum. Svo auðvitað leystum flest öll heimsins vandmál, man bara ekki nákvæmlega hvernig við ætluðum að gjöra það. En það var ógeðslega sniðugt eins og við ætluðum að gera það.

En allavega ef einhver hafi áhuga má skoða myndir frá deginum hjer

fimmtudagur, september 10, 2015

Sumarfrí: DýragarðsbörninUpp var kominn fimmtudagur og þá bætist í hópinn. Danni Djús og Huldukonan komu og tjölduðu hja oss ásamt sonum sínum þeim Steina og Bjössa. Þegar leið fram að ca hádegi fórum við að koma oss að Laugarás þar sem skyldi skundað í Slakka þar sem skoða átti dýrin. Er þangað var komið fannst oss einn Hrælux þar kunnuglegur og setum vjer smurningarmerki hvort þar væri Viktor, Áslaug og Arnar Þór á ferðinni. Síðar kom í ljós að svo var. En allavega þá fórum vjer um skoðum dýr og hnáturnar leiku sjer líka að dótinu þar. Eftir dýragarðsferð og ís var haldið yfir í Reykholt þar sem sundlaugin var könnuð og kom hún ágætlega út þetta sumarið. Eftir sundferð var bara haldið aftur í Brautarholt og þar farið að huga að kveldmat.

Eftir mat og búið var að koma afkvæmunum ofan í svefnpoka sátum við ,,fullorðna" fólkið áfram með öl og spjölluðum um hitt og þetta en samt aðallega ekki neitt.

En það má sjá myndir frá deginum hjer

miðvikudagur, september 09, 2015

Sumarfrí 2015: Haldið í sólinaUpp var kominn miðvikudagur og smurning um hvað gjöra skyldi. Hólmvaðsklanið hafði hug á því að fara halda heim á leið með kannski smá útúr dúr á norðanverða vestfirði. Plástradrottningin og Hvergerðingurinn höfðu haldið kveldið áður í áttina að oss. En vegna tannpínu þurftu þau frá að hverfa í Búðardal, þar sem þau giztu, en höfðu svo hug á að halda á suðurlandið.

Eftir smá fundarhöld þar sem rýnt var í veðurkort var tekin ákvörðun um að halda amk á vesturlandið og heyra þar í Plástradrottingunni og Hvergerðingnum. Því var pakkað niður og við kvöddum ferðafélagana á þessu annars prýðilega tjaldstæði þeirra Tálknfirðinga. Er vjer vorum klár til brottfarar var hafist á þvi að halda til Bíldudals. Þar var aðeins rúntað um bæinn og tankað. Síðan var bara ekið sem leið lá um firði og heiðar uns komið var í Flókalund. Þar var gjört matarstanz og teygt úr zjer. Eftir að allir voru mettir var ekkert annað í stöðunni en að aka sem leið lá um Barðaströnd sem er komin með sína annars ágætu vegi. Svo sem ekki mikið hægt að segja um þetta annað en þetta var bara þjóðvegaakstur með einhverjum 27 km ómalmikuðum kafla uns vjer komum á vesturland. Þar heyrðum vjer í Hvergerðingnum. Hann tjaði oss að þau væru komin í Brautarholt og ætluðu að vera þar. Sú ákvörðun var ekki erfið að bruna bara sem leið lá yfir Kaldadal og á Suðurlandsundirlendið. Kaldidalur var bara hinn ágætasti en gaman að því hvað mikill snjór var á svæðinu hvað hann  náði neðarlega. Venju skv var stanzað við vörðuna og bætt í hana enda í fysta sinn sem Skotta átti leið þarna um. Það var svo svona frekar seint um kveld er vjer renndum í Brautarholt og hittum á Hvergerðinginn og Plástradrottinguna ásamt foreldrum hennar.

Vjer slógum bara upp tjöldum í kring og skelltum svo á grillið enda allir orðnir frekar hungraðir eftir þennan keyrzludag.

En fyrir þá sem vilja má skoða myndir frá deginum hjer

föstudagur, september 04, 2015

Sumarfrí 2015: AmmælisdagurÞá var kominn þriðjudagur. Loksins enda er helgin svo lengi að líða. En alla vega þá var því bara tekið rólega um morgnuninn. Krökkunum leyft að sprikla úti og vjer hin sötruðum bara kaffi ásamt því að gjöra uppvask inní þjónustuhýsinu.

Svo var komið að því að skoða sig um. Ekki var svo sem farið langt en haldið var á Suðureyri. Þá erum við ekki að tala um Suðureyrina við Súandafjörðinn heldur þessi við Tálknafjörð. Sum sé hinum megin fjarðar er eyri sem nefnist einmitt Suðureyri og þar standa rústir af hvalveiðistöð sem ku vera víst sú fyrsta sem hvalveiðþjóðinn Ísland átti, reisti og rak. Til að komast þar að þurfti að skrölta smá vegarslóða ekkert alvarlegan en skemmtilegan engu að síður. Síðan er á Suðureyri var komið var þvi bara tekið rólega. Rústirnar skoðaðar, farið í fjöruferð, fylgst með einhverjum hvölum, vel við hæfi svona á gamali hvalstöð, síðan endað á smá neztistíma. Þegar tími var til að skrölta til baka fór Stebbalingurinn að velta því fyrir sjer að reyna redda sjer handklæði því ekkert slíkt var til í Tálknafirði til kaups amk. Í base camp var því ákeðið að skreppa í næzta sveitarfélag á meðan Hólmvaðsklanið ætlaði að skella sjer á sitjandi kæjak í tilefni ammæli Birgis Björns. Úr varð að við litla fjölskyldum tókum Magnegu Mörtu með í bíltúr yfir heiðina. Þær vinkonur skemmtu sjer konunglega yfir Línu Langsokk á leiðinni og rúllaði diskurinn amk tvisvar sinum á leiðinni. En hvað um það.

Við komum yfir á Patreksfjörð og renndum beint í nýlenduvöruverzlun þar. Kaupmaðurinn þar átti ekki handklæði en, já bíðið við, þarna inní verzluninni var kona ein sem tjáði oss það hún ætti heima hjá sjer handklæði sem hún gæti selt oss. Hún rúllaði bara heim og kom til baka með handklæði og fram fóru vöruskipti. Svo var nú ekki nóg með það heldur lét nýlendivöruverzluninn oss hafa plastskálar, því engin var djúpur diskur með í för. Já manni er oft reddað. Kunnum við öllu þessu fólki hinar beztu þakkir fyrir. En góðverkum kaupstaðarbúa var ekki lokið. Það vantaði líka eins og einn bolta í grillið og því var byggingarvöruverzlun þefuð uppi. Þar gróf kaupmaðurinn upp úr einni skúffu bolta og ró sem gat reddað málunum og þegar Litli Stebbalingurinn spurði hvað hann skuldaði fyrir þjónustuna var honum sagt ekkert og vinsamlega beðinn um að koma sjer út áður en skipt yrði um skoðun. Maður á varla til orð yfir þjónustuvilja bæjarbúa. Næzt verður tjaldað á Patreksfirði þegar sunnanverðir Vestfirðir verða teknir almennilega til skoðunnar. Þegar þessum erindum var lokið var ekkert annað að gjöra en koma oss aftur yfir á Tálknafjörð. Áður en vjer komum í þorpið sáum við Magga og co úti á pollinum að róa. Við renndum niður í fjöru til að fylgjast með þeim og auðvitað aðeins að heilza þeim.

Er komið var aftur á tjaldstæðið á Tálknafirði var skellt sjer í sundlaug bæjarins. Sæmilegasta laug þar og fyrir tjaldgezti kostaði ekkert inn. Nema fyrir okkur handhafa útilegukortsins. Þegar sundferðinni var lokið og allir orðnir hreinir og fínir fyrir ammælisveizlu kveldsins var haldið sem leið á Hopið í flatbökuveizlu.


Vilji fólk skoða myndir frá deginum má sjá þær hjer

fimmtudagur, september 03, 2015

Sumarfrí 2015: Haldið ve(r)sturEftir góða helgi á suðurlandinu hafði Maggi á móti samband og tjáði oss að Hólmvaðsklanið væri á ve(r)stfjörðum sunnanverðum. Þegar spurt var til veðurs var það sagt mjer að veður væri með ágætum þar. Það var því niðurstaðan að hlaða konung jeppana, koma við í nýlenduvöruverzlun og halda svo sem leið lá ve(r)stur á Tálknafjörð.

Satt bezt að segja leist oss eiginlega ekkert á blikuna á leiðinni því lognið var á mikilli hraðferð mezt alla leiðina. Í Svínadalnum helt maður fast í stýrið og stýrði á móti vindinum. Á Barðaströndinni var Breiðafjörðurinn ekki beint frýnilegur. En svo upp á Kleifaheiðinni um leið og öll vötn fóru að falla til Patreksfjarðar datt allt bara í dúnalogn. Er vjer komum svo á tjaldstæðið á Tálknafirði og hittum þau heiðurshjón fyrir var veður hið ágætasta. Amk logn. Vjer hentum upp tjaldi oss eða öllu heldur tjöldum. Svo var haldið í léttan göngutúr og endað á bæjarkráninni og splæzt á sig einum köldum úr krana. Er komið var aftur á tjaldsvæðið komu fullorðna fólkið afkvæmunum í koju og heldu síðan áfram léttu spjalli.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

miðvikudagur, september 02, 2015

Í brúðhlaupi: MessudagurMessudagurinn kom upp í austri. Eða eitthvað álíka. Ekki var hægt að kvarta undan blíðunni þenna dag frekar en þann á undan. Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var komið að því að trítla af stað til byggða. Litli Stebbalingurinn hafði fengið þá hugmynd í kollinn að aka slóða sem liggur meðfram Ytri Rangá þ.e vestanmegin við. Bara svona til að fara ekki alltaf sömuleið.

Þessi leið kom skemmtilega á óvart. Maður hefur góða sýn yfir Rangárvellina, sjer Tindföll og þúsund ára ríki FBSR, sem og Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull. Ekk var svo til að skemma fyrir að sjá aðeins glita í Þórsmörk. Amk skemmtileg leið og vel hægt að mæla með henni eigi fólk á annað borð leið þarna um.

Við komum svo niður á þjóðveg 1 við Hellu. Þá var ákveðið að skella sjer fyrir brúna og kæla sig niður með rjómaís og um leið að slútta helginni. Eldri Bróðirinn fór á Flúðir en við hjónin héldum bara sem leið lá í borg óttans

En sje áhugi fyrir hendi má skoða myndir frá deginum hjer.

þriðjudagur, september 01, 2015

Í brúðhlaupi: LaugardagurLaugardagur rann upp og vissulega var bjartur sem fagur. Ástand fólks var svona eftir atvikum en ekki svo slæmt að ekki væri hægt að spæla egg og skella beikoni á grillið. Svo var bara sitið aðeins og spjallað í blíðunni enda lá svo sem ekkert á
.
En eftir að hafa tekið saman partýtjaldið hjá Eldri Bróðirinum, en öll herbergi voru bókuð þá nótt. Var hægt að koma sér eitthvað út í buskann. Fyrsti stanz var í bústaðnum hjá foreldrum Eldri Bróðirins þar sem kauði var með timburmenni handa þeim. Líkt og oft áður réð þar blíðan ein völdum. Líkt og áður var oss tekið með kostum og kynjum og boðið upp á kaffi og með því að íslenzkum sveitasið og kunnum við þeim beztu þakkir fyrir höfðinglegar móttökur.

Eftir kaffisópann og smá bakstur af sunnlenzku sólinni var stefnan tekin á Þjórsárdal. Þess má geta að þar hafði Krunka aldrei komið. En við fórum þar og kíktum á Stöng í Þjórsárdal, leituðumst líka eftir Gauki Trándilsyni til að rökræða um leggjalengd fornmanna. Eftir þjóðveldisbæinn var haldið sem leið lá í Gjána. Þar vorum vjer bara í rólegheitum og nutum þeirrar vin í eyðimörkinni sem Gjáin er. Það var síðan ákveðið að klára veginn uppeftir og kíkja í kaffi við Hólaskóg. Yfir kaffibolla nú eða gosflösku var staðan aðeins tekin. Litla Stebbalingnum datt í hug að fara í Skarfanes og slá þar upp tjöldum.Vjer ókum sem leið lá þangað, en mikið var Landvegurinn skelfilega leiðinlegur allt fína efnið horfið og nær eingöngu stórgrýti.

Eftir að hafa beygt út af þjóðveginum til halda í Skarfanes var kíkt bæði á Tröllkonuhlaup sem og Þjófafoss. Það er skemmtilegt að koma svona norðan frá í Skarfanes. Maður keyrir bara á algjöri auðn en kemur svo inn í flottan og skjólsælan birkiskóg. Þar er leyfilegt að tjalda en engin þjónusta er á staðnum svo það er bara að taka allt sitt aftur. Þar voru nokkrir fyrir á svæðinu og búnir að koma sjer fyrir í nokkrum lautum. Vjer fundum svo eina og þegar átti að henda upp tjöldum leist samferðafólki ekkert á magn flugna, sóðastrumpur hefði sjálfsagt verið sáttur með það, svo það var slegið af að vera þar og ákveðið að færa sig um sett og halda á Leirubakka. Vjer ókum svo skemmtilegan slóða í austur átt og yfir á þjóðveg. Er komið var á Leirubakka hentum vjer upp tjöldum, græjuðum grill enda flestir farnir að finna fyrir hungri svo ekki sje talað um að svala sjer með einum köldum, hressandi fullorðins svaladrykk. Eftir mat og uppvask var haldið í ,,náttúrulaugina" en sú var ekki nema rétt rúmlega hlandvolg í þetta skiptið. Svo eftir ,,bað" var bara fljótlega haldið í koju. Þannig lauk nú þeim degi

Fyrir áhugasama þá má skoða myndir hjer

mánudagur, ágúst 31, 2015

Í brúðhlaupi: FlöskudagurNú einn flöskudag í júlímánúði giftu tveir Flubba sig. Einhverjir hjerna kannast nú við Lambadrenginn hann Sleða-Stebba sem var brúðguminn í þessu tilfelli og gekk hann að eiga Ásdísi eina. Þar sem þau voru með athöfnina á flöskudegi var ákveðið að nýta helgina til ferðalags á suðurlandinu þ.e nýta ferðina austur fyrir fjall.
Eldri Bróðirinn hafði ákveðið að slágst í för með oss í tjaldferðalag og var kauða að sjálfsögðu tekið fagnandi.

En giftingin og veizlan voru haldin á bæ einum í Gnúpverjahrepp og var þetta alvöru sveitabrúðkaup og veizlan í skemmu/hlöðu. En veður var þarna gott og alltaf gaman að komast í útilegu sama svo hvurt tilefnið er.

Nú þar sem brúðhjónin höfðu óskað eftir aurum í gjöf var ákveðið að endurtaka leikinn frá í brúðkaupi Jarlaskáldsins og Tóta nema nú gengum við alla leið og var allt í eins krónu mynd fyrir utan nokkra þúsundkalla sem voru í stærri mynt. Gaman að því og sjerstaklega þegar oss frétti það að það hefði verið vesen að skipta þessu og komið þeim næztum því í vandræði. Tvöfalt grín það.

Jæja ætla svo ekkert að vera tala um fólk sem flestir hjerna þekkja lítið sem ekkert svo bezt er bara að vísa á myndir frá deginum sem má skoða hjer

fimmtudagur, ágúst 27, 2015

JaðarsportNú um ca akkúrat nákvæmlega miðjan júlí mánuð var einn góðviðrisdag ákveðið að skella oss í hjólheztatúr. Ekki var nú leiðin sem ákveðin var frumleg en skemmtileg engu að síður. Nú hjer er auðvitað verið að tala um jaðarinn. Þeir sem þarna stígu á sveif voru:


Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Bergmann á Merida One Sixty 7.900
VJ á Merida One Twenty 7.800

100% Merida M.O.R.E bike

Oss var skutlað uppeftir og hófum bara að hjóla sem leið lá í ve(r)stur átt. Þetta gekk allt saman og stóð Bergmann sig prýðilega þrátt fyrir að vera nýstíginn af meiðzlalistanum. Vjer urðum svo varir mannaferða er tveir menn komu aftan að okkur og stungu síðan oss af. Gaman að segja frá því. Nú svo er komið var í malarbrekkuna fór Stebbalingurinn fyrstur þar sem átti að taka myndir af hinum. Ekki vildi betur til en svo kauði sprengdi þar sem farið var svo hratt að það spark. Nú á meðan dekkjaviðgerðum stóð renndu svo aftur tvær sálir framhjá oss. Aldrei hefur áður orðið svo mikið vart mannaferða. En svo var bara haldið sem leið í lá í Heiðmörkina og svo endað í Apres í skúrnum hjá Bergmann. Bara rétt eins og það á vera eftir góðan sumarhjólatúr

Það má svo alveg skoða myndir frá kveldinu hjer

Kv
Hjólheztadeildin

miðvikudagur, ágúst 26, 2015

Kippt úr SnörunniÞegar flestir voru svona við það að ná úr sjer draugum Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð ákvað hjóladeildin að hjóla úr sjer þynnkuna í Snörunni. Hittingur var við gasstöðina við Rauðavatn. En þar voru saman komnir:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Maggi á Móti á Merida One Twenty 7.800
Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon
Gunni Sig á Trek GF Superfly 100
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy

Síðan sáu Breska Heimsveldið og Japanska Keizaradæmið um að koma oss á réttar slóðir.

Veður var þetta kveld með ágætum og ætíð gaman að hjólast Snöruna. Er vjer vorum á bakaleiðinni þ.e eftir að hafa gjört stuttan stanz við Okruveituskálann hittum við á hóp frá Tind m.a þar var Emil í Kríu með í förum. Þau buðu oss að slást með í för sem og við gjörðum. Varð úr hið sérdeilis aldeilis prýðilegasta kveld og góður hjólatúr.

Sé vilji fyrir hendi má skoða lélegar símamyndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólaheztadeildin

þriðjudagur, ágúst 25, 2015

Helgin: MessudagurFysti dagur nýrrar viku rann upp og fólk skreið á fætur eins og gengur og gjörist. Svona eðli málsins skv var þetta brottfarardagur og því fór fólk að tína saman föggur sínar svona hist og her. Þetta var reyndar ágætur dagur og veður helst fínt en alltaf var einhver rigning í loftinu sem aldrei kom þó amk ekki áður en fólk náði að pakka. Þegar allt var komið niður og inní bíl. okkar tilfelli Konung jeppana, var haldið að indjánatjaldinu þar sem Bubbi Flubbi bauð upp á grill og pulzur. Var slíkt vel þegið svona rétt áður en vjer yfirgáfum Goðaland. Heimför gekk vel og eftir að komið var yfir Steinsholtá tók húsfreyjan á H38 við stýrinu og ók sem leið lá á Hvolsvöll. Fátt svo sem markvert var í gangi þennan dag enda allir orðnir svo stilltir og dannaðir

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

mánudagur, ágúst 24, 2015

Helgin: LaugardagurLaugardagurinn rann upp og eins og málin hafa þróast þegar kemur að fystuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þá eru flestir komnir á ról fyrir hádegi og það jafnvel vel fyrir hádegi.
En þennan veðurdag var veður með ágætum og enn og aftur sannast það að veðurfræðingar ljúga öllum stundum. En það var ýmislegt sem fólk gjörði sjer til dundurs. Eldri Bróðirinn ásamt Steina í Everest og Dísu skelltu sjer í hjólheztatúr á meðan aðrir létu sjer göngutúr duga.
Vjer litla fjölskyldan á H38 skelltum oss í rölt ásamt Hólmvaðsklaninu, Bubba Flubba&Co og Brekku-Billi. Við örkuðum sem leið lá upp á Réttarfell og þar upp nutum vjer útsýnis ásamt leiðsögn Bubba á jarðfræði svæðisins. Ekki amalegt það. Svo var bara rölt niður og má segja að Réttarfell hafi verið eins konar útúr dúr af Básahringnum.
Þegar niður á flötina góðu var komið var barasta farið að gjöra kveldmatinn klárann og auðvitað var svona árshátíðargúmmulaði eða þannig. Síðan tók bara brennan við og eitthvað eftir það.

En amk þá eru myndir til frá deginum og eru þær komnar á lýðnetið. Það má skoða afraksturinn hjer

föstudagur, ágúst 21, 2015

Helgin: FlöskudagurÞó að það sé nokkuð um liðið þá er það auðvitað ekkert of seint að ætla sjer að segja aðeins frá Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammæliferð þetta árið.
Rétt eins og kom nokkrum sinnum fram við birtingu skráningarlistum hjer á vormánuðum þá var þetta 20 ára ammælisferð V.Í.N. fyrstu helgina í júlí. Sum sje Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð V.Í.N. er eldri en (drykkju)menningarnótt R-listans. Það er Guðmundur Magni Ásgeirsson. En hvað um það

Það voru Twist fjölskyldan á Konungi jeppanna ásamt Yngri Bróðirnum og fjölskyldu sem komu fyrst á staðinn. Vjer komum oss bara fyrir á flötinni í góðu og veður með ágætum. Eftir að hafa komið sjer fyrir var farið að huga að kveldmat. Svo tóku hinir ýmsu gildu limir að týnast inn svona eftir því sem leið á kveld og líka viðhengi. En á eftir oss komu

Bergmann með fullt af fylgdarliði
Brabrasonurinn en sleppti tjaldvagninum þetta árið
Eldri Bróðirinn og Brekku-Billi
Bubbi Flubbi&Co
síðan að lokum Steini í Everst ásamt spúzzu sinni Dísu

Fólk kom sjer bara fyrir og síðan var bara spjallað og sötrað öl fram eftir kveldi allt svona frekað dannað. Amk var engu skilti stolið þetta flöskudagskveld.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

þriðjudagur, ágúst 18, 2015

Fréttir

Svona til að taka af allan vafa, afa, þá eru fréttir af andláti fréttaritara stórlega ýktar, um sinn amk. Nú þegar sumar er að ljúka fromlega og drykkjumenningarnótt framundan má fara að búast við auknum tíðindum og jafnvel gömlum frásögnum og hetjusögum frá liðandi sumri

Kv
Fréttadeildin

sunnudagur, júlí 12, 2015

ÁrshátíðarbaðiðMiðvikudaginn fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarammælisferð var haldið í hið árlega árshátíðarbað í Reykjadal. Líkt og hefur verið síðustu árin hjá voru hjólhestarnir fararskjótarnir. Það var sæmilega fjölmennt þetta árið sem er að sjálfsögðu vel. En þau sem voru þarna á ferðinni voru:


Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Krunka á Cube LTD SL
VJ á Merida One Twenty 7.800

og sá Pæjan um að koma oss upp á Hellisheiði en líka fékk Trekinn hanz Sigurgeirs að fljóta með

Maggi á móti á Merida One Sixty 7.900
Elín Rita á Merida One Twenty 7.800
Sigurgeir á Trek GF Mamba
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy

Og sá Sindý um að koma þeim fram og til baka.

Það gekk bara vel að hjóla þetta en Bubbi lenti í því að sprengja en auðvitað var því kippt í liðinn, ef svo má segja, hratt og örugglega. Síðan var bara farið niður í Reykjadal og allir komust þangað óslasaðir. Þegar komið var niður í Reykjadal blasti við manni hálf skrýtin sjón. En þar er búið að pallavæða alls staðar meðfram læknum og búið að koma upp skilrúmum fyrir fataskipti. Já, hvað varð um Reykjadalinn minn..

En alla vega hverju sem það skiptir þá komust allir í bað, sem var jú megin tilgangur þessarar farar og allir viðstaddir tókst að grjöra sig hreina og fína. Ekki vill fólk vera skítugt og það á sjálfri árshátíðinni. Ónei

Baka ferðinn niður í Hvergigerði gekk að vonum nema hvað VJ náði ekki einni beygjunni og endaði því utan vega. Má hann búast við kæru vegna þess.
Það ætlaði svo ekki að ganga þrautalaust að rata aftur til Hvergigerði benzínstöðinni vegna vegavinnuverkamannaskúra sem voru á leiðinni og þurftum þvi að þræða oss í gegnum eitthvað hoho hverfi. En öllum tókst að skila sér of fóru hrein og fín heim til síns aftur. Allir orðnir spikspenntir fyrir Helginni

Fyrir nennusama þá má skoða myndir frá kveldinu hjer

föstudagur, júlí 10, 2015

Agureyrish: MessudagurÞá rann upp messudagur og það þýddi burtfarardagur. Við tókum því reyndar bara frekar rólega og vorum svo sem lítið sem ekkert að flýta oss úr bænum. Vjer leyfum bara Skottu að taka lúrinn sinn og þar sem vjer vissum líka að umferðin væri þung suður á boginn lá heldur ekkert á.
En ekkert svo sem merkilegt eða áhugavert var gjört á leiðinni og einungis steindauður þjóðvegaakstur. En toppurinn á ferðinni var stórglæsilegur International Harvester Scout sem varð á vegi oss í pizzustanz í Varmahlíð sem og að sjá gufuskipið Hval eitthvað sigla út Hvalfjörðinn. Já stundum þarf lítið til að gleðja mann og gjöra góðan dag betri

En allavega er hægt að skoða myndir frá heimferðinni hjer

fimmtudagur, júlí 09, 2015

Agureyrish: LaugardagurUpp rann laugardagur og bezt að monta sig af því að við gátum sofið út eða næztum því til 11 um morguninn. Ekki amalegt það. En það sem var á planinu þennan dag, fyrir utan veizluhöld, var að skella sér litla Eyjafjarðarhringinn á hjólheztum.
Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var lítið annað gjöra en að skella sér á hnakkinn og stíga svo á sveif. Við fórum sem leið lá frá Tröllagilinu í átt að Kjarnaskógi í gegnum Naustahverfið. Við komum svo niður á þjóðveg neðan við Kjarnaskóg og þaðan var eiginlega bara beinn og ,,breiður" vegur suður í Hrafnagil. Þar var tekinn stuttur stanz og myndað við heztagerðið eins og sjá má. Sem og voru nokkrar fleiri myndir teknar þar. Síðan var bara haldið sem leið lá fyrst austur á boginn og svo í norðurátt. Þetta er hinn prýðilegasti hringur amk við þær aðstæður sem við voru í. Síðar um daginn tók svo við kaffisamsæti og grill um kveldið. Annað merkilegt gjörðist ekki þennan dag,

Amk má sjá myndir frá deginum hjer

miðvikudagur, júlí 08, 2015

Agureyrish: FlöskudagurNúna síðustu helgina í júní þurfti maður að sinna skyldunni því það var sextugsammæli hjá föður hennar Krunku þá helgi. Ekki er svo sem ætlunin að segja frá því í smáatriðum. En hvað um það
Vjer lögðum í´ann rétt eftir hádegi á flöskudeginum og með tvo hjólhezta á toppnum. Þessa helgina var ætlun in að gefa fjallahjólunum frí og voru því racerinn og cyclocrossinn með í för á toppnum, Síðan rétt eftir hádegi á flöskudag var lagt í´ann úr bænum þennan sólríka föstudag
Svo að svona gömlum vana þá er auðvitað ætlunin að telja upp hverjir voru á ferðinni og á hverju. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

og sá Pæjan um að koma okkur á milli landshluta.

Síðan voru með í samfloti aldraðir foreldrar Stebbalings á Ford Focus


Óhætt er að fullyrða að sumar var komið þessa helgi. Sól alla leið og frábær fjallasýn. Skotta sofnaði svo fljótlega eftir komið var útfyrir bæjarmörkin og vaknaði eigi fyrr vjer vorum komin framhjá Staðarskála. Því varð úr að gjöra stanz í Víðihlíð. Þar eru komnir nýjir rekstaraðilar og því ákveðið að taka það út. Í Víðihlíð fengum við topp þjónustu og var súpa dagsins, sveppasúpa hin sæmilegasta, mæðgurnar fengu sér kjetsúpu og síðan sá síðasti skellti sér á kotilettur. Allir voru vel sáttir með sína máltíð og óhætt að mæla með stoppi þarna. Ekki er síðan úr vegi að amk annar rekstraraðilinn er úr Breiðholti. Það eru góð meðmæli.
Eftir að allir voru mettir var haldið áfram sem leið lá og framundan var hin leiðinlegi og endalausi Langidalur. En bót í máli var að alltaf helst blíðan. Er rennt var í Varmahlíð þurti að gjöra þar stuttan klósettstanz. Eftir að allir sem það þurftu höfðu létt af sér beið bara höfuðstaður norðausturlands oss. Ekki var nú minni blíða þar en annars staðar á leiðinni. Ótrúlegt en satt. Þar tók við svona hitt og þetta en þegar öllu því var lokið gat Litli Stebbalingurinn hent sér í verkefni kveldsins sem var að skella sjer á hjólhezti upp í Hlíðarfjall eða amk að Skíðahótelinu.

Það var því skellt sér í spandexið, vatn í brúsa og stígið á sveif upp á við. Uppferðin gekk bara vel og verður að segjast að þetta var auðveldara en Stebbalingurinn hafði haldið. Þó svo að ekki hafi verið farið hratt upp en upp komumst menn. Eftir smá pásu uppfrá og myndatökur var lítið annað að gjöra en að koma sjer aftur niður og láta bara Newton um meztu vinnuna. Niðurferðin var skemmtileg en kannski fór maður ekki eins hratt niður og maður hélt, manni finnst þessar bremsur eitthvað svo daprar m.v á fjallahjólinu og sjálfsagt skortir smá þor en það kemur. En þegar öllu er á botninum hvolft þá er þetta hörkuskemmtun og má alveg mæla með þessu. Gott brekkuklifur skilar sjer oftast í niðurferðinni. Þegar niður var komið verðlaunaði maður sig með einum köldum og hressandi svona fullorðins svaladrykk.

Hafi einhver áhuga má skoða myndir frá deginum hjer

þriðjudagur, júlí 07, 2015

Í snörunniNú einn góðan mánudag í síðasta mánuði var ákveðið að skella sér í Snöruna. Það voru 4 sálir sem voru saman komnir í Hólmvaðinu en þar voru:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
VJ á Merida One Twenty 7.800

og sá Pæjan um að ferja þá kauða uppeftir og til baka

Bergmann á Merida  One Sixty 7.900
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800

Og sá Silfurrefurinn um að koma þeim köppum fram og til baka


Við rúlluðum svo af stað en ekki byrjaði það vel því er komið var á slóðan voru menn ekki alveg vissir hvort það ætti að fara hægri eða vinstri. En að lokum var að sjálfsögðu farið til hægri. Svo var hjólað upp og niður, hjólin borin upp og allt það. Svo áður en vjer vissum af vorum við kominir að skála Orkuveitu Reykjavíkur þar sem var nýbúið að bera á pallinn þann. En er þangað var komið hnikruðum vjer eftir Gunna Sig eða bara Gusa en þar birtist kallinn á sínu Trek GF Superfly 100. Alltaf gaman að hjóla í góðra manna hóp. Vjer heldum svo bara áfram sem leið lá upp í þokuna en með þó nokkrum ,,hindrinum" á leiðinni en ekkert sem stoppaði oss þó við þurftum að stíga af hjólunum við þær athafnir. En hvað um það. Er vjer vorum undir Vörðuskeggja þá birti til og við fórum skyndilega að sjá eitthvað, það var mögnuð sýn. En alla vega svo var ekkert annað að gjöra nema hjóla áfram uns komið var að því að hjóla niður til þess að koma inn á Nesjavallaveg þar sem maður leggur alltaf farartækjunum þegar gengið er á Hengill. Við komum svo til baka að bílunum einhverntíma langt eftir miðnætti og allir sáttir ef magnaðan hjólatúr það kveldið

Sé nenna hjá einhverjum má skoða myndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólheztadeildin