mánudagur, desember 23, 2002

jamm og jæja. Langt er nú liðið frá því ég ritað greinarkorn á þennan góða vef okkar VÍN mann og kvenna og verður hér með bætt úr því (á að vera að taka til en af augljósum ástæðum þá nenni ég því ekki).
Nú til að fagna því og halda uppá (þetta gerist jú ekki svo oft) að Veðurstofan hafði ekki spáð rigningu og roki í skipti númer 859 þennan veturinn og ákváðum að halda í austurátt nánar tiltekið Sólheimajökul og glíma þar við sprungur og svelgi af ýmsum stærðum og sortum (hljómar eins og smákökur). Ferðalangar voru undirritaður (oftar en ekki nefndur Blöndahlinn), Ingólfur Ólafsson (gjarnan nefndur Léttfeti eða ofvirkus maximus eða bara Golli)og svo Stefán Þórarinsson (jafna kenndur dans). Verður hér með sögð saga þeirra.
Nú eftir að hafa vaknað á réttum tíma (alla vega sá þetta skrifar) var beðið eftir Léttfeta sem bæði hafði vakna of seint og ekki tekið sig til kvöldið áður (sem er ekki mjög gott eins og einhver orðar það....alsymmitriskar rúðurþurrkur blablabla). Eftir að því var lokið var haldið til Twistsins og hlustað á tuðið í honum yfir því hvað við værum nú seinir...svo þegar það var búið þá var bara fundið eitthvað annað til að tuða yfir (hann hafði nú ekki opnað á sér kökuopið í heila 6 klst enda búinn að vera sofandi!!!!!). Það þarf varla að taka fram að Blöndahlinn tók bara undir tuðið í Stebba (enda annálaður fyrir finnast á sér brotið og þurfa að tjá sig um það!!!!)
Nú svo var haldið á Lélegt og keypt bensín bæði fyrir vélfáka og menn. Reyndar gleymdist Lélegtskeinirinn sem er lífsnauðsynlegur fyrir hverja ferð en sem betur fer var afgangur úr síðustu ferð þannig að þetta kom ekki að sök.
Nú svo rúllað úr bænum og á Hvolsvöll. Pylsa étin (staðalbúnaður í hverri ferð austur) en einu veittum við athygli það var að bjórflaskan góða var horfinn. Hvort flaskan sé horfinn vegna þess að einhver sem er meiri fyllibytta en við og hefur keypt hana eða að því að hún tekur allt borðpláss og ekkert speis er fyrir jólaskraut skal ósagt látið. Í það minnst var hún farinn og olli það nokkurri sálarangist hjá ferðafélögum.
Sólheimajökull heilsaði okkur með nöprum vindi en fyrst og síðast engri rigningu og gaf þetta fín fyrirheit fyrir góðan túr. Eftir að hafa verið beðnir af skilti að fara varlega og vera ekki að tjalda í námunda við jökulinn vegna jarðhræringa var spígsporað að jökli og uppá hann (vorum reyndar að velta fyrir okkur hvort það gæti staðist að ef maður fer ekki varlega (svo sem að detta og lenda illa á jöklinum eða misstíga sig.......heyrðinafniðmagnúsblöndahl) gæti ollið því Katla gamla færi að gjósa.Alla vega vorum við beðnir um að vera ekkert að hnerra. Voru svelgirnr þrír sem við hoppuðum ofan í, skemmtum okkur konunglega og voru þeir af öllum stærðum og gerðum í orðsins fyllstu merkingu. Sumir svo erfiðir að undirritaður gerði í buxurnar í einum þeirra og þurft að tussast uppúr honum öðru vísi en ætlar var. Kom það manni þægilega á óvart að sjá Ingólf másandi þegar hann kom uppúr...... hann er þá ekki vélmenni eftir allt saman!!!! Sýndi Stefán að hann er ekki bara jeppakall heldur vel liðtækur í príli. Eftir að hafa rifjað upp hvað snýr og hvað snýr aftur á ísöxunum sást til hans spólandi í fyrsta lága upp ísveggina. Sem sagt fínarístúr í alla staði. Ekkert klámblað, enginn bjór og ekkert dorítos. Langt síðan maður hefur lent í þessu!!!!!!
Nú svo var það rúsinan í pylsuendanum en það var að gamall og góður vinur kíkti í heimsókn. Hann hefur ekki látið sjá sig mjjjjjjjjjjööööööööööögggggggg lengi en það er snjórinn. Varð okku allhvumsa við en alltaf gaman að geta sagt "long tæm nó sín"
Það þarf víst ekki að segja ykkur tryggum lesendum að dagurinn endaði á Hverfisbarnum í einhverri geðveikustu stöppu af fólki sem maður hefur lent í. Shit fólk var með marbletti eftir að hafa verið hamrað utan í keðjuna í röðinni!!! Það var þarna fólk sem var að falla í yfirlið af troðningi. Liverpool..Juventus....Sheffield Wednesday hvað!!!!!
Læt þetta nægja í bili
Óska mönnum og meyjum til sjávar og sveita í nálægð og fjarlægð gleðilegra jóla og drullist svo til að éta yfir ykkur en munið að jólin er hátíð ljóss og friðar............óóóó´´oóónieeeeeeeeeeeeiiiiiiiiii jólin eru árleg hátið þar sem haldið er uppá afmælið mitt!!!!!!!!

Góðar stundir

föstudagur, desember 20, 2002

Samkvæmt orðabók VÍN:
Maðurinn með minnið (e. twisted mind): Sá sem heldur upplýsingar og skráir í hugminni sitt það er gerist í mannfögnuðum VÍN. Sendir jafnframt frá sér sérstök viðvörunarhljóð er hætta steðjar að eða upplýsingar tapast vegna gleymsku annarra.

miðvikudagur, desember 18, 2002

Í tilefni þess að nú styttist óðum í Ítalíuför okkar Vínverja ákvað ég nú að skoða þessar síður sem hann Vignir vísaði okkur á. Þetta lítur nú bara asskoti vel út. Fullt af snjó og búið að opna slatta af lyftum. Ég held að við getum nú bara farið að vera nokkuð spennt. Ekki það að ég sé ekki búin að vera spennt. En þetta er nú ekki ástæðan fyrir því að ég læt loks í mér heyra á þessari síðu. Nei ég hef nú fréttir að færa Vínverjum. Hann Óli Björgvin gamli vinur okkar, sem allir ættu nú að muna eftir þó ekki hafi sést til hans í langan tíma, er fluttur inn til kærustunnar. Bara orðinn fjölskyldumaður og farinn að skipta á kúkableyjum. Ég segi nú ekki annað en það að allt getur gerst og fyrst þetta er að gerast þá virðist enn vera von fyrir okkur Vinverja. Þó að það megi nú alveg taka barnið út úr dæminu.
Jæja, nú styttist í millijólaognýársferði V.Í.N. Sem verður farin helgina 27-29. des n.k.. Ég stend við þá hugmynd sem ég setti fram fyrir aðventuferðina sem varð eitthvað endasleppt vegna öræfaótta sumra félagasmanna.Þ.e. að fara á Kjöl á föstudeginum og gista þar og svo Hraunamannaafrétt, niður með Leppistungum og Svínárnesi. Endu að síður þá hefur önnur ferðahugmynd skotið upp kollinum hjá mér. Sú er nokkurnveginn á þessa leið

Eftir að laggt er að stað á föstudeginum út úr bænum þá förum við austur yfir Hellisheiði og gegnum Sellfoss. Þar væri upplagt að gæða sér á eins og einni pylsu eða svo. Ekki væri úr vegi að heilsa upp á Guðna Ágúst fyrst við erum á svæðinu. Spurning hvort eigi að tanka þar eða á næsta útsölustað eldsneytis sem myndi vera í Árnesi. Þar yrði beygt út af þjóðvegi nr. ??? og upp með sveitinni. Ekið yrði framhjá Ásaskóla og Laxárdal upp á heiði er kallast víst Skáldabúðaheiði. Þar á að vera skáli sem heitir Hallarmúli og þar yrði okkar fyrsti náttstaður. Eftir morgunmbænir og mullersæfingar á laugardeginum þá yrði haldið áfram slóðinn uns að komið er að Ísahryggjum. Þar kemur tvennt til greina. Beygja til hægri og fara línuveginn, skoða Háafoss og Granna, enda við Hólaskóg eða jafnvel halda áfram upp í Landmannalaugar ef vel liggur á okkur. Hitt er að fara þvert yfir línuveginn og halda í norður. Upp að Sultarfitum þar sem er skáli. Ef þessi leið yrði valin þá á sunnudeginum væri hægt að halda áfram í austur átt þar til við komum á Gljúfurleitaleið og myndum enda við Sultartangavirkjun. Þetta kem ég með og ef einhverjir aðrir lúma á einhverju þá er bara að viðra þær hugmyndir. Það verður farið og enginn öræfaótti skal stoppa okkur þar. Svo legg ég að verði haldnir Ítalskirdagar í millijólaognýársferðinni þar sem við hitum upp fyrir skíðaferð V.Í.N. til Val di Fiemme.

Að lokum vil ég benda öllum ungnum einhleyptum snoppufríðum stúlkum á aldrinum 18-22, sem eru víst fjölmargar og dyggir lesendur, að ennþá er laust í skíðaferðina 15-25.jan n.k. Bara að drífa sig niður í Úrval-Útsýn og bóka. Þetta er kostaboð sem ekki gefst oft.

mánudagur, desember 16, 2002

Ég skrapp í stutta dagsferð á laugardaginn. Í för ásamt mér voru systir mín og vinkona hennar frá Noregi sem ólm vildi skoða eitthvað sem hugsanlega gæti flokkast sem hálendi Íslands. Til þess að gera stutta ferð ekki allt of langa var ákveðið að halda á Hagavatn og berja hið stórbrotna umhverfi þar augum. Fátt gerðist á leið uppeftir í fínu veðri, það tíðindasamasta er sennilega að ég tók eftir því að snjór er kominn í Bláfellsháls (leitt að það skuli teljast fréttnæt að það skuli vera snjór á hálendinu í desember). Þegar komið var að skálanum í Hagavatni bar hins vegar heldur betur til tíðinda, eftir að hafa ekið fram hjá tveimur "ófært" skiltum blasti við okkur bíll sem ekki var tommunni stærri en Toyota Avensins fullur af North Face innpökkuðum Bandaríkjamönnum með bíl fullan af tækjum til ísklifurs. Spurningar þeirra voru ekki af verri endanum "How far is it to the glacier?". Það gladdi þó mitt litla hjarta að ég komst akandi nær jöklinum en kanarnir sem sneru við hjá skálanum, án þess svo mikið sem að sjá jökulinn eða vatnið! Eftir að hafa nær hrætt líftóruna úr systur minni með því að spólast upp brekkuna við vatnið voru gönguskórnir teknir fram og þrammað á næstliggjandi Jarlhettu, lítillega á Langjökli, meðfram Hagavatnsströnd auk þess sem Farið var barið augum. Eftir þessa miklu göngu var haldið til baka og tók systir mín þá skynsamlegu ákvörðun að þramma niður Hagavatnsbrekkuna í stað þess að leggja líf sitt í hættu með mig við stýrið (þess má geta að Norðmaðurinn skemmti sér hins vegar konunglega við þessar aðfarir í brekkunni). Í miðri Hagavatnsbrekkunni var reyndar mannlaus bíll og hafði ökumaður greinilega ætlað sér að stöðva alla umferð (alla!!) til og frá Hagavatni með því leggja þvert á slóðann í miðri brekkunni. Mín för var þó ekki stöðvuð fyrr en í Hagavatnsskála þar sem áð var til nestisáts, hér skal reyndar játuð sú synd að gestbókarskrif gleymdust. Á heimleið var komið við á hinum miklu túristastöðum við Gullfoss og Geysi en það er ekki til frásagnar að öðru leiti en því að þar sá ég hinn nýja Land Cruiser í fyrsta sinn.

þriðjudagur, desember 10, 2002

jú góðan og margblessaðan daginn
Bráðum koma blessuðu jólin og börnin fara að hlakka til o.s.frv. og jólin er einmitt
að hrynja í hausinn á okkur hvað úr hverju en fyrir þá sem ekki vita þá er þau haldin
til að fagna fæðingu frelsarans.....mín. Gjafir eru ekki afþakkaðara af minni hálfu og
býst ég við einhverju spikfeitu og stóru annars verð ég alveg brjálaður.
Nú þetta leiðir líka hugann að því að áramót með tilheyrandi feitakjötsáti (eins og það
hafi ekki verið nægilegt fyrir um jólin), fylleríi og þynnku á nýársdag eru framundan. Nú þar sem búast
má við að þynnka eftir áramótin dragist eitthvað fram á mitt næsta ár (alla vega miðað
við drykkju undanfarinna ára) og má alveg búast við því að menn,konur og dýr eigi alveg
nóg með það bara koma sér í vinnuna og svo heim aftur. Því sem fyrirbyggjandi aðgerð
þá vorum við VJ að ræða heimsins þurftir og nauðsynjar og meðal annars téða utanför
okkar VÍN verja til landsins sem lítur eins og stígvél (alla vega miðað við landafræðikennslu
í þeim fræga skóla sem kenndur er við heimavöll HK) og þótti okkur það viskuráð mikið
að fara kannski að drullast til að borga alla vega inná ferðina ef hana þá bara ekki hana alla og vera því bara
búin að þessu.
Fimmtudagur næstkomandi í hádeginu var hugmynd að kíkja. Ef einhverjir hafa aðrar hugmyndir endilega
smellið þeim á öskrið. En alla vega á fimmtudag eru ég og VJ að fara gera okkur gjaldþrota. Þið megið
endilega slást með í för (þó þið séu ekki að fara) og fylgjast með það er nefnilega svo góð lykt af ykkur!!!!!!!!
Góðar stundir
P.s. heyrst hefur með vindinum að viss aðili sé nú þegar búinn að gera sig gjaldþrota.....þó hann hafi
þjófstartað (þar sem við héldum að við ætluðum að gera þetta öll í einu) þá skulum taka hann okkur til fyrirmyndar

mánudagur, desember 09, 2002

Eins og alþjóð vissi þá stefndi V.Í.N. að aðventuferð um síðustu helgi. Einhver öræfaótti hljóð í menn á fimmtudeginum og fór þar Kæri Sáli fremstur í flokki. Beiti hann lágkúrulegum sálfræðibrögðum til að tala okkur af ferð. Nema hvað ekki voru allir alveg sáttir við þennan öræfaótta sem hafði héltekið V.Í.N.-liða var rætt um að fara eitthvað á laugardeginum. Kom sú frumlega hugmynd upp að kíkja aðeins í Landmannalaugar. Var sú hugmynd samþykkt við fyrsta enda kominn tími á að halda fimmtu umferð heimsbikar móti V.Í.N. í léttsprettsprellahaupi. Ástand manna var ansi misjaft á laugardaginn heilsubrestur var hjá einum, vinna hjá öðrum og svo almennt tapsárindi hjá þeim þriðja. Sem sagt ekki góð blanda til fjallaferða þannig að menn ákvaðu að bíða með brottför fram eftir kvöldmat. Er undirritaður kom heim til VJ til að hann gæti sótti fjallavagninn í vinnuna sína rúmlega níu. Þá var hinn frábæri þáttur Popppunktur í gangi og urðu ferðafélagarnir að horfa á HAM vinna glæsilegan sigur á skítabandinu Í svörtum hönskum. HAm er komið í úrslit og á stuðning VÍN vísan. Eftir að HAM sigraði var ekkert að vanbúnaði og sækja Hliðrunarsparkið og halda svo sem leið lá í Grafarvoginn að pikka Magga Brabrasoninn og svo Twistinn. Loks var lagt að stað áleiðis til fjalla eftir að hafa komið við í 10-11 í Hamrahverfinu. Stuttur stans var gerður í effemmhnakkabælinu Selfossi þar sem bílstjórinn gæddi sér á pulsu með bestu lyst á meðan Maggi fékk símtal frá fyrrum nýlenduherrum Íslendinga og var sagt að tala við Hjördísi úr Árbæjarskóla. Voru Íslendingar erlendis víst ansi vel í skál og búnir að teiga gott magn að Tuborg og Carlsberg. Það var víst þjóðernishyggjan sem réð ríkjum hjá okkur Magnúsi og glöddust við yfir þriðja besta bjór í heimi með bestu lyst. Eftir að Vignir hafði sporðrennt pylsunni var gert annað pitstop, þarna í höfuðvígi effemmhnakka, til að setja þar til gerðan orkuvökva á ofur Sukkuna. Gekk nú ferðin frekar tíðindalaust fyrir sig með ljúfa tóna frá Nick Cave á geislanum. Hélst bar til umræðu með staðsetningu tilvonandi virkjun Landsvirkjunnar með Núpsvirkjun. Þarna var farið að bera á ísingu á veginum svo það var aðeins slegið af. Þegar við komum í Hrauneyjar var það fjör á bæ. Einn var vel í bjór og var að renna að afbjóra sig með að þamba kaffi í miklu magni. Eftir smá spjall þar sem sumir reundu að æsa upp Patrol mann með litlum árangri og þessi með kaffið hafði gríðarlega áhyggjur af því að Vignir hafði lagt yfir kóreskan smábíl. Þessir aðilar voru svo elskulegir að benda og vara okkur við að mikið hefði verið í Kvíslinni og Heita læknum við Landmannalaugar. Höfðu þau svo miklar áhyggjur að þau voru ekki í rónni fyrr enn að við vorum komnir með símann hjá þeim ef það skyldi gerast að allt færi á versta veg. Eftir heimsókn á klósettið þar sem bjórinn þurfti að skola sér út og eftir að Vignir hafði gert áfengiskaup sem samanstóðu af tveimur Tuborg í dósum, ekki slæmt að hafa svona áfengisútsölu á fjöllum og líka verður að hrósa þeim fyrir rúman opnunartíma eitthvað sem Mjólkurbúð Höskuldar mætti taka sér til fyrirmyndar, var ekkert til fyrirstöðu að fjósa af stað. Ekki gerðist mikið markvert á leiðinni nema hvað að allt er snjólaust enn þunnur ís á pollum og vötnum. Á einum stað var nokkuðð stór pollur í einni lægðinni eftir að hafa aðeins smakkað og sumir orðnir blautir í lappirnar eftir að hafa kannað aðstæður var tekinn smá krókur og krægt framhjá. Lítið mál fyrir vana karla og ofur Hliðrunarsparkið. Á Frostastaðahálsi var ca einn hálfur skafl sem var ekki til vandræða. Er við komum að Kvíslinni höfðum við orð félaga okkar í huga en þau orð voru fljót að gleymast því ekkert var í Kvíslinni nema hvað hun hafði grafið sig og bakkarnir voru háir samt ekkert til vandræða bara að þræða framhjá. Sjaldan hefur maður séð jafnlítið í Heita læknum. Gaf það mönnum ástæðu til bjatsýni með að laugin yrði góð. Þegar við komum að bílastæðinu við skálann var ekki nokkur kjaftur á staðnum, okkur til mikillar gleði og jafnframt undrunar. Eftir að bílnum var lagt tökum við allt okkar hafurtask og réðumst til inngöngu í skálann og hertökum Koníakstofuna sem hefur að vísu fengið nafnið Kvistir (sem rímar við Twistur, sem er magnað). Við komum okkur fyrir enn að vísu áttum við í erfiðleikum með að koma rafmagni í gang, ætti þetta að sanna það í einn eitt skiptið að rafmagn er ekki til og hér með legg ég til að Ferðafélag Íslands komi sér upp glussakerfi. Eftir þessar svaðilfarir veð rafmagnið þá drukkum aðeins meira öl og áttum súkkulaði. Nú var lag að gera sig klárann fyrir léttsprettsprellahlaup. Fimmta umferð í heimsbikarmóti gekk vel og verða úrslit kunn síðar. Það verður samt að segjast að laugin var léleg köld og misheit. Það er eitthvað sem maður vill síður þar vöru teigaðir tveir bjórar og eftir að þeir kláruðust var spett úr spori inn á skála. Þar gæddi maður sér á einum jólabjór ,frá sömu þjóð og seldi okkur myglað kjöt og maðgað mjöl í margar aldir í skjóli einokunar, eftir að hafa gætt sér á þessum guðaveigum var farið að sofa. Það sáfu allir eins og ungabörn enda veitti ekki af. Við vöknuðum svo einhvern tíma rétt fyrir hádegi á sunnudeginum og tók þá morgunmatur við ásamt lestri blaða þar sem Jungle Jil var í aðalhlutverki í einu þeirra. Eftir lestur og hádegismessu var lagt í hann. Rétt eftir brottför mættum við tveimur Patrolum með ulla eða eitthvað álíka um borð. Þarna sýndum við hvar Davíð keypti ölið. Það er alveg óhætt að segja það ekkert merkilegt gerðist á leið okkar til byggða. Okkur til mikillar leiðinda þá urðum við ekki varir við jólasveina eða foreldra þeirra. Þannig að okkur tókst ekki að koma óskalista til þeirra bræðra um hvað okkur langar í skóinn þessi jólinn. Það var stoppað í Hrauneyjum þar sem einn þurfti að skella sér á biskupinn til þessa að tefla við páfann. Eftir að við höfðum yfirgefið Hrauneyjar þá kom upp sú hugmynd að skella okkur í sund. Eftir að hafa komið við í Árnesi og komist að því að þar ´se sundlaugin lokuð í desember, janúar og febrúar ekki nóg með það heldur er líka laugin í Brautarholti lokuð á sunnudögum. Þannig að það var ákveðið að kanna með sundlaugina í Reykholti í Biskupstungum væri opinn. Viti menn, eftir að hafa ekið framhjá Skálholti og rifjað upp sögu Ragnheiðar biskupsdóttir, þá var laugin í Reykholti opinn. Þetta er alveg hinn ágætasta laug þó svo að nýtingin hafi ekki verið með besta móti. Sundlaugin missir einn sundkút fyrir að hafa rennibrautina lokaða svo ég get ekki gefið meira enn **. Eftir að við komum úr lauginni vel soðnir eftir heitupottana var að samdóma álit ferðafélaga að þessi sem var að vinna í sundlauginni væri hreppsmeistari kvenna í þrístökki. Á heimleiðinni hlustuðum við á Rokkland í grenjandi rigningu og þannig endaði aðventuferð V.Í.N. 2002. Þegar öllu er á botninum hvolt þá fínnasta ferð og við við fórum úr bænum létum engan öræfaótta stoppa okkur. Nú er barasta að gera klárt fyrir millijólaognýársferð.

laugardagur, desember 07, 2002

Gleymdi einu í reiðilestrinum og drullinu yfir Thorvaldsen.
Það er að þolinmæðistankar okkar Stefáns kláruðust og hoppuðum
við úr röðinni bölvandi þessum miður gáfulega stað í sand og ösku nema hvað þegar við ´
troðum okkur út úr prísundinni þá myndaðist að sjálfsögðu pláss. Ég 0,11 tonn að þyngd þannig að plássið
hefði átt að vera töluvert. Við þetta
myndaðist ansi góð bylgja í röðinni þegar fólk tróð sér í plássið okkar og sú bylgja endaði
að sjálfsögðu fremst og ég gat ekki betur séð en að einn af vinnudýrunum hafi troðist duglega upp að
einum veggnum þegar hann reyndi að stöðva röðina sem var komin
hættulega nálægt því að komast inn. Minnst kosti emjaði greyið "drullist til að bakka"
Þótti mér það ansi fjörugt og skemmtilegt á að horfa. Þessi bið okkar var þá kannski
til einskis!!!!!!!
Tel mig knúinn til þess að deila örlitlu fróðleikskorni með ykkur.
Byrjum á yfirlýsingu og svo skýringu á gífuryrðunum
Thorvaldsenbar er eitthvað sem má brenna til grunna (með celebapakkinu
inni) og þá mun
ég mæta og míga á rústirnar og hananú!!!!!
Hvers vegna skyldi maður nú vera æsa sig yfir þessu?????
Jú við höfum kvartað sáran yfir því hversu neðarlega í virðingarstiganum við
erum hjá heilalausu vinnudýrunum í hurðinni á Hverfisbarnum þar sem
bókstaflega 24,76% Reykvíkinga og nærsveitunga
komast fram fyrir okkur (og þar af leiðandi fyrr inn) í röð sem oftar en ekki
gengur undir nafninu celebaröð eða eins og útleggst á íslensku
fólksemhefurþábjargföstutrúaðþaðsémerkilegraenviðhinþráttfyriraðhafaunniðnákvæmlegaekkertfyrirþvíheyrðiégnafniðfjölnirþorgeirssonröð
og höfum við margoft fundið ákveðnum andlegum særindum þegar fólk töltir fram hjá okkur og það eina sem
gerir er að nikka og med det samme komið inn og við húkandi úti í bylmingskulda og rokfári þrátt fyrir að liðið
á barnum bíði spennt eftir að taka svona hér um bil 2389 kr af kortum okkar (við hverja færslu að sjálfsögðu)
þegar við beiðumst rússnesks kóks og fleiri
göróttra drykkja ERGO við höldum fjármálahlið staðarins uppi og finnst að það ætti að koma limmó og sækja okkur
og flytja á okkar annað heimili þ.e. títtnefndur Hverfisbar.
Ég og Stefán nokkur sem kenndur er við dans komumst að því að þetta er bara ekki neitt neitt. Viðmiðin hafa
breyst svo um munar. Við ákváðum nú að heilsa uppá vin okkar, hagfræðispekóinn og appelsínugululiðsstuðningsmanninn
Vigni Jónsson sem hafði komið sér vel fyrir á Thorvaldsenbar með vinnufélögum. Við mættir í langa röð en sem betur fer vel æfðir í að bíða
eftir fjöldamörg pitstopp röðinni á Hverfisbarnum. Svo líður og bíður og röðin færist strax um heila 56 cm og við bara spenntir
yfir því að þetta gæti nú gengið fljótt og vel fyrir sig og við þyrftum ekki að pirra okkur mikið yfir biðinni. ÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓNNNNNNNEEEEEEIIIIIII
svo gott var það nú ekki því við biðum í 25-30 mín og röðin færðist ekki cm. Þetta hefði nánast verið óbærilegt ef ekki hefði verið
fyrir ansi hreint slompaðan dreng sem fyrir aftan okkur var og fannst það tilhlýðilegt að segja aðeins frá og fræða útlendingsgrey um
heimsins þurftir og nauðsynjar og MJÖG BJAGAÐRI ÍSL-ENSKU.
En það er nú ekki aðalmálið enda við tvívetra í þessum málum af fenginni reynslu af Hverfó heldur er það að á meðan við biðum þá fór örugglega
(og ég er ekki að ýkja þetta) 25-28 manns beint að dyrunum (meðan við biðum eins og álfar úti á túni
og inn þrátt fyrir að enginn kæmi út. M.ö.o. það var fullt af plássi (það er svo notalegt
að láta trukka svona í taðið á sér). Það var haugur kvenkyns-ljóshært eintökum sem gerðu það eina að brosa og þær bókstaflega rifnar inn
og svo þónokkur eintök af fólksemhefurþábjargföstutrúaðþaðsémerkilegraenviðhinþráttfyriraðhafaunniðnákvæmlegaekkertfyrirþvíheyrðiégnafniðfjölnirþorgeirsson
BOTTOM LINE: Ekki fara þarna því þú gætir orðið snobbfrík og haldið að þú væri merkilegri en við hinir þrátt fyrir að þú vinnir bara í grænmetisbarnum í Hagkaup

Ég er ekkert bitur. Er bara í vinnunni og hef ekkert að gera (útleggst nenni ekki neinu) og ákvað aðeins að drulla yfir eitthvað en Thorvaldsen sökkar jesöríbob
Góðar stundir

fimmtudagur, desember 05, 2002

Örlítið fyrir þau okkar sem eru að fara til Ítalíu: Hitti mann á förnum vegi sem hafði komið til Val di Fiemme og gist á sama hóteli og við stefnum á. Hann hafði svipaða sögu og við höfðum áður heyrt þe. að þetta væri fínt hótel (og þá sérstaklega maturinn), skíðasvæðið væri gott og mikið af snjóbyssum. Helsta vandamál okkar er hins vegar það að partýstemmning á svæðinu væri með daprara móti en við ættum að geta ráðið fram úr því eins og alltaf þegar við erum á ferðinni. Varðandi Mílanóferð sagði hann að akstur þangað tæki um 3,5 - 4 klst. og best væri líklega að leigja bíl til að koma sér þangað. Eftirfarandi eru helstu síðurnar með upplýsingum um svæðið (þe. sem ég hef rekist á):
Hér er kort af svæðinu.
Hér eru vefmyndavélar.
Hér má sjá allt um veðrið og snjóinn
Hérna er allskonar óskiljanlegt dót á Ítölsku.

miðvikudagur, desember 04, 2002

þessa snilldarsögu fann ég á netinu
Það er hressandi hefði að láta steggja sig á fleiri
stöðum á jarðkúlunni heldur en bara hér á klakanum
Vessgú og njótið vel


In sweden it is a bit of a custom for the groom to be

kidnapped and whisked off somewhere for his stag night... these usually

last all day.. and all night... and rather than the typical english

stag night where you all arrange it beforehand.. go out get drunk and

hire a stripper...

The swedes do it different.. The groom has no idea until he gets nabbed.. he
might be dressed up in something crazy... and go do something fun...and then
the fun starts! This particular guy is a keen sailor and when he was
kidnapped for his stag night they pasted a false "skippers-beard" on him and
put him at the helm of a 60 foot yacht and let him be skipper for the day...
much beer and fine food was consumed. But nothing... nasty happened to him
at all...

In the evening when they got back on land and were getting cleaned up

for the night club... they all had a sauna as is customary in sweden....

Imagine the grooms horror when he walked into the sauna where his naked

buddies were waiting for him... to see that best mate number one had no

hair on his genitals... neither did friend two.. or three.... or four.... OH
dear....!! Can you guess where they got the fake beard from......