fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Setjið á ykkur skóna




Rétt eins og sjá má af færslunni, frá Skáldinu, hér að neðan þá hefur skíðadeildin blásið til sóknar þetta seasonið. Það má þá kannski segja að það sé ,,Seasons in the Sun´´. Það hlýtur alla vega að vera hjá sumum.
Þá held að það sé kominn tími á það koma göngudeildinni aftur af stað eftir smá lægð það sem af er hausti.
Þrátt fyrir að spámenn ríksins hafi ekki lofað neinni sérstaklegri blíðu núna komandi helgi þá er samt spurning hvort það eigi ekki að koma sér af stað, eitthvað upp á við.Eins og staðan er núna þá er ekkert ákveðið hvurt skal halda né hvorn dagurinn henti betur. Ef þá verður farið á annað borð en sé einhver áhugi fyrir hendi eru allar uppástungur vel þegnar hér í athugasemdakerfinu. En þó svo að kannski etv verði ekkert farið næstu daga þá er óþarfi að örvænta. Því eins og allir vita þá hafa fjöllin vakað í 1000 ár og þau verða örugglega það áfram og það má stórlega efa það að þau séu líka á einhverjum förum en maður veit samt aldrei.
Alla vega þá er kominn tími að hugsa sér til hreyfings og koma sér í form fyrir aðventu-og undirbúningsferð til Agureyrish.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!