mánudagur, nóvember 22, 2010

Dreginn á asnaeyrunumRétt eins og auglýst var fyrir helgi var ætlunin hjá undirrituðum að halda áfram með gæluverkefni sitt og komast á topp nr:25. Stefnan var tekin á Dragafell og á auðveldan hátt var það fell sigrað en verðlaunaði mann með stórgóðri fjallasýn. En á toppnum stóðu:

Stebbi Twist
Krunka.

Skemmst er frá því að segja að nú eru komnir 25.tindar í safnið svo það eru þá ekki nema 10 kvikindi eftir. Svo það er barasta aldrei að vita nema þetta komi til með að takast. Skulum samt bíða þanngað til að feita tjélling hefur sungið.
En einhver skyldi hafa áhuga þá má nálgast myndir hér (í kaupbæti fylgja örfáar myndir frá næturrötun hjá B-Einum)

Kv
Stebbi Twist

fimmtudagur, nóvember 18, 2010

Draghnoð

Eftir smá pásu frá 35.tindum er kominn tími að halda áfram og vonandi færast einu skrefi nær takmarkinu. Hugsunin er að skella undir sig gönguskónum nú á komandi laugardag og skella sér í uppsveitir Borgarfjarðar. Þar við Geldingadraga, eða Afkynjunnardraga, er lítið fjall eitt er kallast Dragafell og það takmark helgarinnar. Stutt og þægilegt áður en maður skundar á jólahlaðborð til éta á sig gat. Pælingin er að hafa sig úr bænum um eða eftir hádegi og jafnvel koma svo við í sundlaug Reykjavíkur á Kjalarnesi á bakaleiðinni. Að sjálfsögðu er allir áhugasamir velkomnir með og er bara að láta vita með hinum ýmsu leiðum.

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, nóvember 17, 2010

Takk fyrir síðast

Jæja takk fyrir síðast þetta var aldeilis glæsilegt. Vonandi að allir hafa verið vel metta maga eftir þetta.

Eigum við ekki að gera þetta upp. . sendið email á magnusa at vodafone.is og við
reiknum þetta saman, setjum upp í excel og sjáum hvað kemur út.

Kveðja
Matarmefnd.

föstudagur, nóvember 12, 2010

Buffið
jæja það fljögar í hópnum. .. komnir 22 í mat. Þokkalegt það.

Elín og Maggi Forforrétt, borðbúnaður og kaffi
Vignir og Helga Forréttur
Hrafn og Frú Fordrykkur (áfengur og óáfengur)
Haffi og Sunna Sósur (2 tegundir, ekki pakka)
Gústi og Oddný Salat
Stebbi og Hrafnhildur Naut og Lamb.
Þorvaldur og Dýrleif Meðlæti (eitthvað sem passar með matnum)
Danni og Huldakonan Eftirréttur
Reynir Snarl fram á kvöld
Arnór og Þórey Tónlist og skemmtiatriði

Guðjón og Agnes
Óli Steinalausi.

Þröngt mega sáttir sitja.

Kveðja
Maggi.

þriðjudagur, nóvember 09, 2010

Buffið

jæja þá styttist óðum í innanbæjar buffið. .. það stefnir í svaðalegt stuð og gríðar góða mætingu.

Þeir sem hafa meldað sig inn eru .... ásamt verkefni :o)


Elín og Maggi Forforrétt, borðbúnaður og kaffi
Vignir og Helga Forréttur
Hrafn og Frú Fordrykkur (áfengur og óáfengur)
Haffi og Sunna Sósur (2 tegundir, ekki pakka)
Gústi og Oddný Salat
Stebbi og Hrafnhildur Kjöt (Heyra í Matta og koma með best of frá honum t.d nautalund og lambafille).

Þorvaldur og Dýrleif Meðlæti (eitthvað sem passar með matnum)
Danni og Huldakonan Eftirréttur
Reynir Snarl fram á kvöld
Arnór og Þórey Tónlist og skemmtiatriði

Sem sagt 19 manns .. glæsó!


Þeir sem vilja koma og elda í Hólmvaðinu, þá opnar húsið kl 17:00

Á einhver netta stóla sem raðst saman ??

Kveðja
Matarnefndin

miðvikudagur, nóvember 03, 2010

úrslit úr matarkönnun

Hæ hæ.

matarskoðanarkönnun, var spennandi og margar góðar hugmyndir.

Set bara allar hugmyndirnar inn. Margar frekar góðar, því er óskað eftir kokkum til að sjá um einhverja rétti.

Fordrykkur

??? eitthvað áfengt
bara bjór
Bjór
Einhvað áfengt
Extra gott hvítvín
Frozen Strawberry Daiquiri
Glenfiddich, 21. árs Single Malt
Jarðarberja Mohito
Martini
mojhito
mojito
mojito
Mojito
Mojito
mojito (bæði hægt að gera með og án áfengis fyrir þá sem vilja)
pepsí
Suðrænt hanastél

Forréttur

Einhvað gott
Eitthvað grafið
Fiskur
Grafinn nautavöðvi
Grillaðir humarhalar með hvítlauks og kryddjurta olíu, grillað undir hjálmi yfir birkigreinum, borið fram með sýrðum rjóma, sítrónu og ristuðum ítalíubollum
Humar
Humar
Humar
humar/humarsúpa
Indverskur matur, t.d. frá Austurlandahraðlestinni
kjöt
Lax
le soupa les lobster- eða t.d. nautacarpacio að hætti hússins
Nauta carpaccio
Rjúpa
rækjufrauð ala mamma
sushi bitar
Súpa

Aðalréttur

Einhvað mjög gott
eitthvað djúsí kjöt - t.d. rauðvínsgljáða nautalund m. bakaðri kartöflu og steiktu rótargrænmeti... eða eitthvað gott af lambinu, t.d. lamba ribeye
Hreindýr
Indverskur matur, t.d. frá Austurlandahraðlestinni
íslenskt lambafille sem er búið að marinera í nokkra daga... mjúkt og klikkar ekki! og svo eitthvað meðlæti með eins og bakaðar kartöflur/sætar kartöflur, salat, sósa :)
kalkún :)
kjöt
Kjöt
Lamb og með því
Lambakjöt
Lambalæri
Le lamb
Léttgrillaður nautaprime með skarlottulaukspiparsósu, kartöflum og salsasalati
meira kjöt
Naut
Naut/lamb
naut/lambalæri
Nautakjet/villibráð
sebrahestskjöt eða nautalund

Eftirréttur

blaut súkkulaðikaka, heimagerður vatns-appelsínusorbert og eldrauð sósa m.a. úr grenadin
Einhvað sætt með kaffi
eitthvað gott
fljótandi súkkulaðikaka
Frönsk sukkulaðikaka með ís
Frönsk súkkulaðikaka með ís
frönsk súkkulaðikaka/súkkulaðimús
Heimagerður ís
Hvít súkkulaðismús með makkarónum, ásamt með blönduðum berjum og þeyttum vanillurjóma
Ís
ís
ís með exotískum ávöxtum og heitri súkkulaðisósu.. mmm...
Kaka
Kaka, t.d. með súkkulaði og hnetum, ís og ávextir/ber
Súkkulaði eitthvað
Súkkulaðikaka
súkkulaðikaka
súkkulaðimús
Vanilluís með Mars sósu

Annað

Bragðaukandi réttir fyrir fordrykk, steiktar ferskar fíkjur með gráðosti og beikoni
Er ekki bara spurning um að hafa þetta einfalt og þægilegt!
gaman
Get drunk
Góða skemmtun
Koníak
mæli meðessu...
pulsa er bara 4 bitar max!
Rauðvín
Snarl fram á nótt
vodka

Kveðja.
Matarnefnd

mánudagur, nóvember 01, 2010

Allt er vænt sem vel er græntNú á laugardag fyrir viku skundaði Stebbalingurinn rétt út fyrir borgarmörkin til að rölta á hól einn. Sem hluta af 35.tindum en þetta var Grænadyngja á Reykjanesskaga. Litli Stebbalingurinn hafi nú félagskap með sér en þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

Það svo sem telst varla til tíðinda að toppurinn náðist en það kom skemmtilega á óvart hvað það var gott útsýni þarna. Sást frá Snæfellsjökli allan hringinn að Eyjafjallajökli. Afar gott. Reykjanesheimsóknin endaði á túrheztaferð í Bláa Lónið (um að gjöra að nýta þetta gjafakort sem fékkst fyrir hreinsunarstarf) þar sem svitinn var skolaður af.
En myndir úr ferðinni ná nálgast hér

Kv
Stebbi Twist