fimmtudagur, október 28, 2004

Þá er allt að verða tilbúið fyrir jeppaferðina norður fyrir Hofsjökul.

Farið verið annað kvöld kl: 19:20 frá Select á Vesturlandsvegi á 10 eða 11 bílum. Í kringum 25 manns verða í þessum fína jeppatúr.

Á föstudegi verður væntanlega farið inn í Nýjadal og gist.

Á laugardegi er keyrt inn í Laugafell og menn gera sig fína fyrir kvöldið. Eftir laugina eru jepparnir ræstir og keyrt í Ingólfsskála. . Þar sem verður stærðar grillveisla

Vaknað er svo árla á sunnudagsmorgni keyrt inn á Kjöl og heim.


þriðjudagur, október 26, 2004

Ef þið þurfið að græja ykkur fyrir veturinn, þá er þetta málið.

Kynningarkvöld ÚTILÍFS í Glæsibæ verður Þriðjudaginn 26/10 og í Kringlunni Mánudaginn 1/11 kl 20:00 og stendur fram eftir kvöldi.


Á kynningarkvöldunum býður Útilíf 20% afslátt af öllum fjallabúnaði s.s. Gore-tex fatnaði, svefnpokum, gönguskóm, tjöldum, klifurbúnaði og öðrum viðlegubúnaði.

Einnig verða sértilboð og verða þau sérmerkt, ekki er afsláttur af snjóflóðaýlum eða GPS tækjum.

Sértilboð verða á eftirfarandi vörum:
Afsláttur Nanoq compact Extra svefnpoki -40%
Petzl Zoom höfuðljós -30%
Petzl Ecrin Roc hjálmur -25%
Petzl Caldris klifurbelti -25%
Scarpa Vega plastskór -40%
Ásamt öðrum tilboðum.

Eins og allir vita þá er Útilíf með mörg þekkt og góð útivistarmerki á boðstólnum eins og The North Face, Marmot, Helsport, Ortovox, Meindl, Lowa, Scarpa, Millet, Petzl, Kong, Salewa, Komperdell, Lanex, Beal, Therm-A-Rest, MSR, Primus, Cintamani og mörg önnur merki

þriðjudagur, október 19, 2004

Þessa dagana er u.þ.b. allt að gerast hjá jeppadeildinni. Fyrirhuguð er nú reisa norður fyrir Hofsjökull, á vegum Magga Móses og einhverjum Flubbafélögum hans, núna síðustu helgina í október. Svo er líka stefnan sett í Setur í lok nóvember. Allt að gerast og klukkan er. Því eru menn hvattir til að fylgast með því spennandi tímar eru framundan.

Kveðja
Jeppadeildin

þriðjudagur, október 12, 2004

Eins og meirihluti þjóðarinnar sjálfsagt vissi þá voru mikil hátíðahöld innan V.Í.N. um síðustu helgi. Rétt eins í hin skiptin þá var Matarveislan mikla haldin á nýjum stað. Þrátt fyrir að Jarlaskáldið hafi ritað ágætis frásögn af þessum atburði þá getur opinber ferðasöguritari V.Í.N. ekki verið minni maður og verður því að koma með sína hlið á ferðinni.

Saga mín hefst á flöskudagskvöldi er VJ renndi í Logafoldina til að taka undirritaðan með og var fararskjóti okkar að þessu sinni Hispi þess fyrrnefnda. Eftir að hafa fermað Svakasukí var dropinn góði sóttur og svo komið við í nýrri verzlun til að verða sér úti um lágmarks nýlenduvörur fyrir helgina. Þegar því var lokið var loks hægt að koma sér úr bænum með stefnuna á Úthlíð. Undirritaður naut þess að vera ekki bílandi og sötraði bjór á leiðinni. Leið okkar lá yfir Mosfellsheiði, gegnum Þingvelli, yfir Lyngdalsheiði, framhjá Laugavatni svo í gegnum myrkvið uns við komum í bústaðinn. Þar voru fyrir Arnór, Maggi Móses og Alda, höfðu þau lagt af stað á sjötta tímanum á Lilla þess fyrstnefnda. Sat þar liðið við spil og gekk mönnum þar misjafnlega svo ekki sé fastar að orði kveðið. Voru við 5 þau einu sem komu á föstudeginum meðan aðrir voru heima með öræfaótta þó einn hafi að vísu verið löglega afsakaður. Þetta var að vísu einum fleira en í fyrra svo það fer batnandi. Allt var gert samkvæmt venju þarna á föstudagskveldinu eins og bjórdrykkja og pottaferð. Svona þegar bévítas potturinn náði loks að hitna, þótt ótrúlegt megi virðast þá er hitavatnsskortur þarna. Margt er furðulegt í sveitinni. Menn lögðust svo missnemma til rekkju og aðrir heldu í gamla siði og sofnuðu í sofanum.

Fólk skreið svo á lappir um hádegi á laugardeginum. Ekki er alveg hægt að segja það með góðri samvisku að bóngó blíða hafi ráðið ríkjum. Engu að síður ákvöðu karlmennirnir í hópnum að halda fyrri áætlun og renna upp að Brúárhlöðum. Ætlunin var að skoða þau austanmegin frá og eftir að skoðað aðeins lélegt túristakort sýnist mönnum slóðinn ligga uppfrá Miðhúsaskógi. Svo stefnan var tekin niður á þjóðveg og tekin hægri beygja, ekið uns við komum að Miðhúsaskógi og þá aftur hægri beygja. Þar reyndust öll sund okkar vera lokuð svo ekkert annað var að gera nema koma sér aftur niður á þjóðveg og taka hægri beygju, hvað annað, síðan aftur hægri beygju við Miðdal. Þegar við vorum svo komnir við brekkuna hjá Miðdal kom í ljós að önnur lokan á Lilla var ennþá stíf en með góðum ráðum og þrátt fyrir að vera verkfæralausir komst Lilli í lokuna og allir voru sáttir. Við ókum svo sem leið lá upp bratta brekku og komum í þoku sem við keyrum svo niður úr eftir að hafa ekið eftir minni hluta leiðarinnar og giskað svo á afganginn. Eftir að hafa keyrt á Rótarsandi í smá tíma við komum svo að Högnhöfða sáum við ógreinilegan afleggjara og ákvæðum að athuga hvert hann myndi leiða okkur. Sumir reyndar tóku sig til og æfðu sig á glompuskotum enda skorti ekki sandinn þarna til þess. Viti menn við römbuðum á Brúá og röltum svo aðeins niður með til að líta þetta á. Að sjálfsögðu byrjuðu himnaguðirnir að gráta á okkur sem aldrei fyrr um leið og við stigum úr bílunum. Eftir stuttan gang, þar sem allir voru orðnir nokkuð blautir, og okkur hafði tekist að sjá þettafyrirbæri var ákveðið að snúa við og gera þetta að góðum bíltúr í staðinn. Samt þá þarf maður að koma þarna aftur og þá í betra veðri því þetta litla sem við skoðuðum lofar góðu. Þegar Rótarsandinum lauk loks tók við hraun sem Súkkurnar fóru létt með að keyra í gegn. Framhjá skálanum við Hlöðuvelli fórum við og vestan megin við Hlöðufell, fórum nefnilega Lambahraunið síðast, svo er líka alltaf betra að vera nær ameríku. Komum niður á Haukadalsheiði og fórum útaf henni niður á Geysisleið og var það í þriðja sinn í sumar sem við gerðum það. Þess má til gamans geta að undirritaður hefur í öll þrjú skiptin verið í sitthverjum bílnum. Sem er magnað. Hvað um það. Stutt stopp var gert á Geysi enda stutt í leik og svo brunað upp í Úthlíð. Þar komust við að því að Réttinn er lokuð yfir véturinn og því engin leikur þar að sjá. Því var farið upp í bústað og beðið eftir eftirlegukindunum. Fyrstur til að mæta á svæðið var Gvandala-Gústala. Ekki er nú karlinn sá þekktur fyrir mikla ratvísi svo hann var sóttur niður við Réttina það telst honum þó til tekna að prúðbúinn var drengurinn. Tók hann strax til við eldamennsku og meira að því síðar. Næst til að koma voru Perrinn og Katý og ók frúinn farartæki sínu, þykir okkir Perrinn taka mikla áhættu á að láta konuna vera keyra svona. Með þeim hjúum voru svo Viffi og Frú Andrésson (sem mætti þrátt fyrir yfirlýsingar um annað). Nú voru allir matargestirnir mættir og reyndar urðu gestirnir ekki fleiri 10 manns engu að síður.

Að matnum. Gvandala-Skandala hafði tekið það að sér að sjá okkur fyrir matnum og þvílíka snilldin hjá stráknum. Því fá varla orð lýst. Hann hafði verið uppi fram á laugardagsmorgun að brasa við forréttinn sem var gæsalærasúpa. Ekki leit nú forrétturinn vel út í pottinum en útlitið blekkti. Úff hvað súpan var góð. Til marks um það þá bókstaflega sleikti Perrinn upp úr pottinum, menn fengu bara ekki nægju sína. Eftir súpuna tók við smá pása endi veitti mönnum ekkert af að melta þetta aðeins áður en aðalrétturinn var borinn fram. Í aðalrétt voru svo gæsabringur og ekki voru þær síðri, sósan snilld og kartöflugratínið frá móður Skáldsins hnossgæti. Líka var fólki gefið að smakka Skarfur og þótt sitt hvað hverjum. Ég ætla bara ekkert að reyna að lýsa þessu neitt meira maður verður bara svangur. En allir þeir sem þarna komu að verki eiga heiður skilið hvort sem er við eldamennsku eða öflun hráefnis. Í eftirrétt var svo klassískt eða ís með marssósu, sem líka smakkast vel með kjúklingalærum. Bara takk fyrir mig.
Eftir að fólk hafði legið aðeins á meltunni tóku við venjubundin aðalfundarstörf. Samkvæmt nýrri venju var bokkan veitt og að þessu sinni var hún í flokkunum öræfaótti ársins og höstl ársins. Nokkur vonbrigði voru að aumingji ársins frá í fyrra skyldi ekki verja titil sinn og þá sérstaklega fyrir að mæta ekki í Grand Buffet í ár. Nokkuð fyrirsjáanlegir sigurvegarar en óskum þeim engu að síður til hamingju með árangurinn. Farið var í pottinn sem varla gat nú kallast heitur pottur miðað við hitastigið á honum. Önnur umferð í léttsprettlellahlaupi fór fram og var æsispennandi eins og við var að búast. Sumir voru reyndar í keppnisbanni eftir síðustu umferð. Fólk sat svo að drykkju og spili fram eftir nóttu og venju samkvæmt fóru sumir snemma að sofa hvort sem það var með ráðnum hug eða ekki. Aðrir enduðu á að glápa á formúluna en þó ekki á nærbuxunum í þetta skiptið.

Fólk skreið á lappir um hádegi á sunnudeginum og einhverja hluta vegna voru fáir í stuði fyrir sveitamessu. Það voru svo Perrinn, Katý, Viffi, Brabrasonurinn og frú sem fyrst voru til að yfirgefa samkvæmið. Eftir stóðum við hin og lenti það á okkur að ganga frá. Eftir að því lauk var komið sér til Hnakkaville og snæddur þar þynnkumatur og komið sér svo heim.

Þakka öllum sem þarna voru fyrir frábæra helgi og aftur takk fyrir mig.fimmtudagur, október 07, 2004

Nú senn líður á tímamótum hér á V.Í.N-síðunni. Hvað er það? Kunna einhverjir fávísir að spyrja. Jú, það er að innan skamms mun gestur/lesandi nr.20000 líta hér við. Í tilefni þess hefur verið ákveðið að veita þeim heppna lesanda/gesti vegleg verðlaun. Hvað það er? Slíkt verður ekki látið upp fyrr en gestur/lesandi nr.20000 hefur gefið sig fram. Þó er alveg óhætt að fullyrða að um nærri því ótal glæsilegra vinninga er um að ræða. Svo mikils er að vinna. Það skal þó taka það fram að það skiptir máli hvort kynið verður sá sem verður nr.20000. Eins og nú er í tísku þá eru verðlaun kynjabundin og tekið verður fullt tilit til þess að reyna jafna hlut kynjanna. Hvað um það. Nú er bara beðið eftir þeim nr.20000.

Kv
Nemdin