sunnudagur, júní 10, 2007

Helgin er svo lengi að líða...


...hversu lengi má ég bíða? Fram á þriðjudagskvöld.
Var eitt sinn sagt í dægurlaga texta og er það hverju orði sannara.

Eins og alþjóð ætti að nú þegar að vera ljóst er V.Í.N.-ræktin á fullu hvern þriðjudag í viku.
Nú komandi þriðjudag er stefnan tekin á hjólhestaferð í Heiðmörk. Ætli það sé ekki málið að hafa hitting við Elliðaárstífluna og við skulum bara hafa tímasetninguna sígilda eða 19:30. Svo er lítið mál að hitta fólk einhverstaðar á leiðinni ef það hentar betur. Bið bara áhugasama um að tjá sig um það í þar til gerðu athugasemdakerfi.

Þrátt fyrir leiðindaveður síðasta þriðjudag var nú samt haldið til hóla. Þrír hraustirn sveinar fóru í ferð. Reyndar var breytt útaf áður auglýstri dagskrá. Stebbi Twist, Maggi Móses og VJ röltu á Mosfell í háhvaða roki en annars fínn göngutúr. Síðan var aftur tölt á fimmtudag en þá fóru Stebbi Twist og Tuddi Tuð á Stóra-Metill. Nóg um það.

Svo að lokum þá hefur pistlahöfundur breytingatillögu fram að færa, reyndar eru þær tvær.
Þannig er mál með ávexti að búið er setja litla strákinn á vaktir í júlímánuði sem er þess valdandi tveir þriðudagar eru úti fyrir strákinn. Þar sem undirritaður er þekktur fyrir að hugsa nær eingöngu um sitjandann á sjálfum sér. Þá leggur Litli Stebbalingurinn það til þriðjudagsrætin þann 10.júlí n.k, en þá er ætlunin að fara á Hvalfell, annars vegar og síðan tveim vikum síðar eða 24.júlí, sem er Akrafjall, hins vegar. Að þessar tvær verði færðar til um einn dag eða fram á miðvikudag 11.júlí og síðan 25.júlí. Er þetta bara gert svo að það sé moguleiki að sumir komist með og geti hreyft sig aðeins. Hafi fólk eitthvað við þetta að athuga þá vinsamlegast tjái sig í skilaboðakerfinu eða skilji eftir skilaboð á dyrinni.

Kv
Göngudeildin og hjólasvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!